Annar hver íþróttamaður missir tökin á lífinu að ferlinum loknum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 11:30 Það getur verið erfitt að fara úr því að keppa meðal þeirra bestu í blákaldan hversdagsleikann og Kelly Holmes þekkir það manna best Vísir/Getty Helmingur allra íþróttamanna sem lagt hafa skóna, hanskana eða hvaða búnað sem er á hilluna hafa áhyggjur af andlegu ástandi sínu samkvæmt nýrri könnun á Englandi. Íþróttamannasamtökin (e. Professional Players' Federation) þar í landi lögðu könnunina fyrir 800 fyrrum íþróttamenn. Einn af hverjum tveimur sagði að þeim fyndist þeir ekki hafa stjórn á lífi sínu tveimur árum eftir að hafa lokið ferli sínum. „Ég týndi því hver ég var og hver tilgangur minn var,“ sagði tvöfaldur Ólympíumeistari Kelly Holmes sem hefur barist við þunglyndi síðan hún hætti og talað um það opinberlega. Aðeins þrír af hverjum 10 sem tóku þátt í könnunninni réðu því sjálfir hvenær þeir hættu. „Afþví ég þurfti að hætta vegna meiðsla þá leið mér eins og ég hefði verið rændur réttindum mínum og þeim draumi sem ég var að reyna að upplifa,“ sagði fyrrum atvinnumaður í rugby Ollie Phillips. „Þessi tilfinning að skipta máli og vera elskaður er tekinn í burtu og allt í einu ert þú ekki nógu góður. Þá ferðu í að elta vímuna sem getur gefið þér meira sjálfsálit.“ Mark Hunter, sem keppti fyrir Bretland í róðri á Ólympíuleikum, lýsti því hvernig það að lenda í síðasta sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 hafði áhrif á hann. „Þetta var versti tímapunktur lífs míns. Ég var blankur og átti ekkert. Ég var oft að keyra eftir minna förnum vegum og hugsaði með mér að ef ég myndi lenda í slysi þá myndi það ekki skipta neinu máli, ég hafði farið og keppt á stærsta sviðinu og orðið síðastur.“ Hunter missti alla styrki sem hann hafði verið með frá ríkinu en þakkar þjálfurum íþróttafélagsins hans fyrir það að hafa komið honum í gegnum þennan tíma og aftur á meðal þeirra bestu. Hann vann síðar gull í Beijing 2008 og silfur í London 2012. Yfirmenn íþróttamála í Englandi segja mikið hafa verið gert á undanförnum árum til þess að hjálpa íþróttamönnum að aðlagast lífinu eftir íþróttaferilinn. Crista Cullen, fyrrum verðlaunahafi í hokkí, sagði íþróttamenn ekki hugsa nógu mikið um hvað þeir ætli að gera eftir að ferlinum líkur. Aðrar íþróttir Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Helmingur allra íþróttamanna sem lagt hafa skóna, hanskana eða hvaða búnað sem er á hilluna hafa áhyggjur af andlegu ástandi sínu samkvæmt nýrri könnun á Englandi. Íþróttamannasamtökin (e. Professional Players' Federation) þar í landi lögðu könnunina fyrir 800 fyrrum íþróttamenn. Einn af hverjum tveimur sagði að þeim fyndist þeir ekki hafa stjórn á lífi sínu tveimur árum eftir að hafa lokið ferli sínum. „Ég týndi því hver ég var og hver tilgangur minn var,“ sagði tvöfaldur Ólympíumeistari Kelly Holmes sem hefur barist við þunglyndi síðan hún hætti og talað um það opinberlega. Aðeins þrír af hverjum 10 sem tóku þátt í könnunninni réðu því sjálfir hvenær þeir hættu. „Afþví ég þurfti að hætta vegna meiðsla þá leið mér eins og ég hefði verið rændur réttindum mínum og þeim draumi sem ég var að reyna að upplifa,“ sagði fyrrum atvinnumaður í rugby Ollie Phillips. „Þessi tilfinning að skipta máli og vera elskaður er tekinn í burtu og allt í einu ert þú ekki nógu góður. Þá ferðu í að elta vímuna sem getur gefið þér meira sjálfsálit.“ Mark Hunter, sem keppti fyrir Bretland í róðri á Ólympíuleikum, lýsti því hvernig það að lenda í síðasta sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 hafði áhrif á hann. „Þetta var versti tímapunktur lífs míns. Ég var blankur og átti ekkert. Ég var oft að keyra eftir minna förnum vegum og hugsaði með mér að ef ég myndi lenda í slysi þá myndi það ekki skipta neinu máli, ég hafði farið og keppt á stærsta sviðinu og orðið síðastur.“ Hunter missti alla styrki sem hann hafði verið með frá ríkinu en þakkar þjálfurum íþróttafélagsins hans fyrir það að hafa komið honum í gegnum þennan tíma og aftur á meðal þeirra bestu. Hann vann síðar gull í Beijing 2008 og silfur í London 2012. Yfirmenn íþróttamála í Englandi segja mikið hafa verið gert á undanförnum árum til þess að hjálpa íþróttamönnum að aðlagast lífinu eftir íþróttaferilinn. Crista Cullen, fyrrum verðlaunahafi í hokkí, sagði íþróttamenn ekki hugsa nógu mikið um hvað þeir ætli að gera eftir að ferlinum líkur.
Aðrar íþróttir Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira