Ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 21:00 Miklar sveiflur voru á mörkuðum víða um heim í dag eftir sögulegar lækkanir í Bandaríkjunum í gær. Ótti er um vaxandi verðbólgu á heimsvísu en dósent í hagfræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum tóku aftur við sér í dag eftir skarpa dýfu víða um heim í gær. Upptökin voru í Bandaríkjunum fyrir helgi en í gær lækkaði Dow Jones vísitalan um tæpa 1.200 punkta eða 4,6%. Punktalækkunin hefur aldrei verið meiri á einum degi og í prósentum er þetta mesta lækkunin í sjö ár. Þróunin hélt áfram í Asíu og Evrópu í dag þar sem lækkanir helstu vísitalna voru í kringum tvö prósent. Við opnun markaða á Wall Street klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma kvað hins vegar við nýjan tón. Dow Jones tók upphaflega skarpa dýfu en náði sér síðan aftur á strik. Sérfræðingur við kauphöllina í Frankfurt í Þýskalandi telur ekki ástæðu til að örvænta en býst við breyttum mörkuðum á þessu ári. „Það sem hefur breyst er stöðugleikinn, yfirvegunin og þetta er vegna þess að árið 2018 getur ýmislegt óvænt gerst, annaðhvort hvað vexti varðar eða verðbólgu. Þetta er breyting frá 2017 þegar umhverfið var mjög rólegt," segir David Kohl, gjaldeyrismiðlari hjá Julius Baer bankanum. Áhrifanna gætti einnig á Íslandi þar sem úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði í gær og tók 2,5% dýfu í morgun. Markaðurinn náði sér þó aftur að einhverju leyti og í lok dags nam lækkunin rúmu einu prósenti. Dósent í hagfræði segir miklar nýlegar hækkanir á mörkuðum ytra skýra þróunina að hluta. Þá sé einnig vaxandi ótti um verðbólgu. „Það hefur í rauninni ekki verið verðbólga ytra í einhver tíu ár eða áratug og nú er verið að ræða að hún sé mögulega aftur að koma fram. Þá fara menn að óttast," segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann telur engar stórvægilegar breytingar framundan þrátt fyrir að verðbólga á heimsvísu gæti haft áhrif hér á landi. „Það hefur auðvitað áhrif á viðskiptakjörin ef verðlag byrjar að hækka úti en svona almennt séð held ég að það sé ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur. Allavega ekki af þessu sem er að gerast núna," segir Ásgeir. „Það er ekki hægt að halda því fram að það sé einhver hlutabréfabóla hér eða eitthvað álíka." Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Miklar sveiflur voru á mörkuðum víða um heim í dag eftir sögulegar lækkanir í Bandaríkjunum í gær. Ótti er um vaxandi verðbólgu á heimsvísu en dósent í hagfræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum tóku aftur við sér í dag eftir skarpa dýfu víða um heim í gær. Upptökin voru í Bandaríkjunum fyrir helgi en í gær lækkaði Dow Jones vísitalan um tæpa 1.200 punkta eða 4,6%. Punktalækkunin hefur aldrei verið meiri á einum degi og í prósentum er þetta mesta lækkunin í sjö ár. Þróunin hélt áfram í Asíu og Evrópu í dag þar sem lækkanir helstu vísitalna voru í kringum tvö prósent. Við opnun markaða á Wall Street klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma kvað hins vegar við nýjan tón. Dow Jones tók upphaflega skarpa dýfu en náði sér síðan aftur á strik. Sérfræðingur við kauphöllina í Frankfurt í Þýskalandi telur ekki ástæðu til að örvænta en býst við breyttum mörkuðum á þessu ári. „Það sem hefur breyst er stöðugleikinn, yfirvegunin og þetta er vegna þess að árið 2018 getur ýmislegt óvænt gerst, annaðhvort hvað vexti varðar eða verðbólgu. Þetta er breyting frá 2017 þegar umhverfið var mjög rólegt," segir David Kohl, gjaldeyrismiðlari hjá Julius Baer bankanum. Áhrifanna gætti einnig á Íslandi þar sem úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði í gær og tók 2,5% dýfu í morgun. Markaðurinn náði sér þó aftur að einhverju leyti og í lok dags nam lækkunin rúmu einu prósenti. Dósent í hagfræði segir miklar nýlegar hækkanir á mörkuðum ytra skýra þróunina að hluta. Þá sé einnig vaxandi ótti um verðbólgu. „Það hefur í rauninni ekki verið verðbólga ytra í einhver tíu ár eða áratug og nú er verið að ræða að hún sé mögulega aftur að koma fram. Þá fara menn að óttast," segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann telur engar stórvægilegar breytingar framundan þrátt fyrir að verðbólga á heimsvísu gæti haft áhrif hér á landi. „Það hefur auðvitað áhrif á viðskiptakjörin ef verðlag byrjar að hækka úti en svona almennt séð held ég að það sé ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur. Allavega ekki af þessu sem er að gerast núna," segir Ásgeir. „Það er ekki hægt að halda því fram að það sé einhver hlutabréfabóla hér eða eitthvað álíka."
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira