Innlent

Hellisheiði enn lokuð en Þrengslin greið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Akstursskilyrði eru víða ekki upp á marga fiska.
Akstursskilyrði eru víða ekki upp á marga fiska. Vísir/Getty
Verið er að opna og hreinsa vegi á Suðurlandi, víða er snjóþekja en sums staðar er enn þæfingur eða jafnvel þungfært að sögn Vegagerðarinnar. Mosfellsheiðin er ennþá ófær og Hellisheiðin lokuð. Þrengslin hafa þó verið opnuð á ný.

Á Vesturlandi er unnið að opnun á Bröttubrekku og á Fróðárheiði. Ófært er í sunnanverðum Hvalfirði en mokstur hefur tafist vegna bilunar. Vegagerðin segir að færðin sé ekki að fullu könnuð en víða þarf að hreinsa vegi. Þæfingsfærð er m.a. á Holtavörðuheiði en flughált er á kafla á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Þá eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum ófærir eða þungfærir en alls staðar er unnið að mokstri.

Verið er að kanna færð á Norðurlandi og hreinsa vegi. Þæfingsfærð er á Þverárfjalli, Öxnadalsheiði og Hófaskarði.

Að sama skapi hefur snjóað á Austurlandi og þar er víða snjóþekja en flestir vegir þó færir. Snjóþekja er einnig á Suðausturlandi en þó þæfingur á köflum frá Skeiðarársandi vestur undir Mýrdalssand.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×