35 Kínverjar fylgdust áhyggjufullir með rásandi jeppa á Suðurlandsvegi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2018 14:58 Óhætt er að segja að betur hafi farið en á horfðist um þrjúleytið á Suðurlandsvegi í gær. Erlendur ferðamaður tók þá skyndilega fram úr rútu á ísilögðum þjóðveginum. Næstu sekúndur barðist bílstjóri jeppans við stýrið, greinilega óvanur aðstæðum en bíllinn hafnaði að lokum mjúklega utan vegar. Hafþór Pálsson ók rútu með 35 kínverska ferðamenn innanborðs áleiðis frá Kirkjubæjarklaustri til Víkur í Mýrdal þegar hann tók eftir því að ökumaður jeppans, ferðamaður frá Asíu, var að reyna framúrakstur. Sjálfur segist Hafþór hafa verið á um 80 kílómetra hraða. Hafþór er með myndavél fremst í rútunni sem tekur upp það sem fram fer á veginum fyrir framan. „Við vorum nýbúin að taka fram úr mjög hægfara bíl,“ segir Hafþór. Hann hafi boðið ökumanni jeppans við sama tilefni að taka fram úr sér en hann hafi ekki þegið boðið.Hafþór Pálsson var undir það búinn að þurfa að aka aftan á jeppann á ísilögðum þjóðveginum.„Svo sé ég allt í einu að hann er kominn upp við hliðina á mér. Ég vík aðeins betur út í kantinn. Þegar hann kemur svo fram fyrir mig beygir hann rosalega snögglega fram fyrir mig,“ segir Hafþór. Það sjáist ekki svo vel í myndbandinu. „Mér nánast brá. Þegar þú tekur fram úr og það er enginn fyrir framan þig þá ferðu rólega yfir á hinn vegarhelminginn. Hann tók snögga beygju til hægri og við það missti hann stjórn á bílnum. Ég rétt náði að hægja á mér svo ég dúndraði ekki aftan á hann.“ Hafþór fylgdist með ökumanninum glíma við jeppann og ísilagðan veginn áður en jeppinn rann út af veginum. „Það hefði klárlega getað farið verr,“ segir Hafþór sem deildi myndbandinu í Facebook-hópnum Rútu og Hópferðabifreiðaáhugamenn. Þar sýnist sitt hverjum en flestir virðast á þeirri skoðun að jeppinn hafi ekki verið rétt stilltur, stilltur í afturdrif en ekki í sídrif. Kínversku ferðamennirnir fylgdust að sögn Hafþórs með því sem fram fór og höfðu áhyggjur.Banaslysið á Suðurlandsvegi í desember.vísir/vilhelm„Það öskruðu allir, þeim dauðbrá. Ég var búin að vara þau við að nota öryggisbelti útaf banaslysinu,“ segir Hafþór og vísar til þess þegar rúta fór útaf veginum vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember. Hann segist hafa verið búinn að búa sig undir að þurfa að aka aftan á jeppann, hefði hann bremsað snarlega eða reynt að beygja hefði rútan hafnað utan vegar. Eftir nokkuð ströggl komst ökumaður jeppans aftur upp á þjóðveginn. Hafþór veltir fyrir sér hvers vegna vegurinn hafi ekki verið sandaður eins og honum hafi sýnst vera tilfellið á vegaköflum austar á þjóðveginum, nærri Jökulsárlóni og á því svæði. Stóra vandamálið hafi þó verið það að ökumaðurinn hafi ekki ekið miðað við aðstæður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
Óhætt er að segja að betur hafi farið en á horfðist um þrjúleytið á Suðurlandsvegi í gær. Erlendur ferðamaður tók þá skyndilega fram úr rútu á ísilögðum þjóðveginum. Næstu sekúndur barðist bílstjóri jeppans við stýrið, greinilega óvanur aðstæðum en bíllinn hafnaði að lokum mjúklega utan vegar. Hafþór Pálsson ók rútu með 35 kínverska ferðamenn innanborðs áleiðis frá Kirkjubæjarklaustri til Víkur í Mýrdal þegar hann tók eftir því að ökumaður jeppans, ferðamaður frá Asíu, var að reyna framúrakstur. Sjálfur segist Hafþór hafa verið á um 80 kílómetra hraða. Hafþór er með myndavél fremst í rútunni sem tekur upp það sem fram fer á veginum fyrir framan. „Við vorum nýbúin að taka fram úr mjög hægfara bíl,“ segir Hafþór. Hann hafi boðið ökumanni jeppans við sama tilefni að taka fram úr sér en hann hafi ekki þegið boðið.Hafþór Pálsson var undir það búinn að þurfa að aka aftan á jeppann á ísilögðum þjóðveginum.„Svo sé ég allt í einu að hann er kominn upp við hliðina á mér. Ég vík aðeins betur út í kantinn. Þegar hann kemur svo fram fyrir mig beygir hann rosalega snögglega fram fyrir mig,“ segir Hafþór. Það sjáist ekki svo vel í myndbandinu. „Mér nánast brá. Þegar þú tekur fram úr og það er enginn fyrir framan þig þá ferðu rólega yfir á hinn vegarhelminginn. Hann tók snögga beygju til hægri og við það missti hann stjórn á bílnum. Ég rétt náði að hægja á mér svo ég dúndraði ekki aftan á hann.“ Hafþór fylgdist með ökumanninum glíma við jeppann og ísilagðan veginn áður en jeppinn rann út af veginum. „Það hefði klárlega getað farið verr,“ segir Hafþór sem deildi myndbandinu í Facebook-hópnum Rútu og Hópferðabifreiðaáhugamenn. Þar sýnist sitt hverjum en flestir virðast á þeirri skoðun að jeppinn hafi ekki verið rétt stilltur, stilltur í afturdrif en ekki í sídrif. Kínversku ferðamennirnir fylgdust að sögn Hafþórs með því sem fram fór og höfðu áhyggjur.Banaslysið á Suðurlandsvegi í desember.vísir/vilhelm„Það öskruðu allir, þeim dauðbrá. Ég var búin að vara þau við að nota öryggisbelti útaf banaslysinu,“ segir Hafþór og vísar til þess þegar rúta fór útaf veginum vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember. Hann segist hafa verið búinn að búa sig undir að þurfa að aka aftan á jeppann, hefði hann bremsað snarlega eða reynt að beygja hefði rútan hafnað utan vegar. Eftir nokkuð ströggl komst ökumaður jeppans aftur upp á þjóðveginn. Hafþór veltir fyrir sér hvers vegna vegurinn hafi ekki verið sandaður eins og honum hafi sýnst vera tilfellið á vegaköflum austar á þjóðveginum, nærri Jökulsárlóni og á því svæði. Stóra vandamálið hafi þó verið það að ökumaðurinn hafi ekki ekið miðað við aðstæður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira