Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 11:57 Sunna Elvira Þorkelsdóttir Facebook/Sunna Elvíra Sunna Elvira Þorkelsdóttir er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Þetta staðfestir Páll Kristjánsson, lögmaður hennar, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Sunna liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu fyrir um fjórum vikum síðan. Páll segir að í gær hafi verið reynt að fá farbanninu aflétt, eða því sem einnig væri hægt að kalla kyrrsetningu, þar sem Sunna hafi ekki réttarstöðu sakbornings. „Farbann hér á Íslandi er bara yfir aðila sem er með réttarstöðu sakbornings en við vitum ekki fyrir víst að hún hafi slíka stöðu þarna úti og hún hefur ekki verið upplýst um það. Ef hún væri sakborningur væri hún líka með skipaðan verjanda á Spáni en hún er með lögmann á eigin kostnað,“ segir Páll. Sunna er ennþá á sama sjúkrahúsinu þar sem fyrr í vikunni var hætt við að flytja hana á sérhæft sjúkrahús. Að sögn Páls er nú unnið að því á fullu í utanríkisráðuneytinu að finna allar mögulegar leiðir til þess að koma henni á betra sjúkrahús og setja mál hennar í mannúðlegri farveg, eins og hann orðar það. Spænsk stjórnvöld hafa, eins og áður hefur komið fram, lagt hald á vegabréf Sunna og nú ótímabundið. Páll útskýrir að hún geti einfaldlega ekki ferðast, þrátt fyrir að Spánn sé innan Schengen-svæðisins, þar sem yfirvöld hafi formlega tekið af henni passann. „Það er ákveðinn misskilningur þegar fólk talar um að það þurfi ekki vegabréf og annað slíkt. En forsenda þess að þú fáir að ferðast er að þú sért með passa. Hvort þú þurfir síðan að framvísa honum á flugvelli er annað mál en þegar búið er að taka af þér vegabréfið með formlegum hætti þá ertu náttúrlega kyrrsettur í því land sem þú ert,“ segir Páll. Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu, var handtekinn við heimkomu frá Málaga í síðasta mánuði og hnepptur í gæsluvarðhald grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Hann var nú í vikunni úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en annar maður er einnig í haldi vegna málsins. Alls hafa fjórir manns setið í gæsluvarðhaldi vegna þess en tveimur hefur verið sleppt. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Sunna Elvira Þorkelsdóttir er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Þetta staðfestir Páll Kristjánsson, lögmaður hennar, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Sunna liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu fyrir um fjórum vikum síðan. Páll segir að í gær hafi verið reynt að fá farbanninu aflétt, eða því sem einnig væri hægt að kalla kyrrsetningu, þar sem Sunna hafi ekki réttarstöðu sakbornings. „Farbann hér á Íslandi er bara yfir aðila sem er með réttarstöðu sakbornings en við vitum ekki fyrir víst að hún hafi slíka stöðu þarna úti og hún hefur ekki verið upplýst um það. Ef hún væri sakborningur væri hún líka með skipaðan verjanda á Spáni en hún er með lögmann á eigin kostnað,“ segir Páll. Sunna er ennþá á sama sjúkrahúsinu þar sem fyrr í vikunni var hætt við að flytja hana á sérhæft sjúkrahús. Að sögn Páls er nú unnið að því á fullu í utanríkisráðuneytinu að finna allar mögulegar leiðir til þess að koma henni á betra sjúkrahús og setja mál hennar í mannúðlegri farveg, eins og hann orðar það. Spænsk stjórnvöld hafa, eins og áður hefur komið fram, lagt hald á vegabréf Sunna og nú ótímabundið. Páll útskýrir að hún geti einfaldlega ekki ferðast, þrátt fyrir að Spánn sé innan Schengen-svæðisins, þar sem yfirvöld hafi formlega tekið af henni passann. „Það er ákveðinn misskilningur þegar fólk talar um að það þurfi ekki vegabréf og annað slíkt. En forsenda þess að þú fáir að ferðast er að þú sért með passa. Hvort þú þurfir síðan að framvísa honum á flugvelli er annað mál en þegar búið er að taka af þér vegabréfið með formlegum hætti þá ertu náttúrlega kyrrsettur í því land sem þú ert,“ segir Páll. Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu, var handtekinn við heimkomu frá Málaga í síðasta mánuði og hnepptur í gæsluvarðhald grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Hann var nú í vikunni úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en annar maður er einnig í haldi vegna málsins. Alls hafa fjórir manns setið í gæsluvarðhaldi vegna þess en tveimur hefur verið sleppt.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00
„Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50
Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54