Sushi-svín þiðnaði og vaknaði til lífsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 20:00 Geitungur sem fannst frosinn á skólalóðinni við Ísaksskóla er vaknaður til lífsins þökk sé nokkrum krökkum úr öðrum bekk. Hann býr nú við gott atlæti og gæðir sér á nesti barnanna sem eru hæstánægð með nýjasta bekkjarfélagann. Geitunginn sem fannst í frímínútum í gær var kaldur og lúinn en rankaði við sér þegar stúlka úr öðrum bekk settist óvart á hann. „Og hann kom upp og sagði: „Hvað ert þú eiginlega að vekja mig?" Síðan sá hann bara að það væri komin sól og hugsaði: „Ætli það sé komið vor?" Hann hefur kannski ruglast," segir hin sjö ára gamla Vigdís Jóna Tómasdóttir. „Þá kallaði ég: „Nína, geitungur!" Henni brá svo og sagði: Nei það er ekki geitungur þarna." En síðan sá hún hann og öskraði ótrúlega hátt," bætir Manda María Jónsdóttir bekkjarsystir hennar við. Nokkrir strákar úr bekknum urðu þá varir við lætin. „Akkúrat á þessum tímapunkti vorum við að búa til virki og þá kom Manda: „Við fundum geitung!" en ég heyrði: „Við fundum risastóran snjóbolta til sölu sem kostar ekki neitt." Ég hljóp og eitthvað: „Vó, geitungur"," segir Baltasar Tindur Björgvinsson, sjö ára samnemandi þeirra. Geitungarnir voru upphaflega tveir en stelpurnar telja að annar þeirra hafi ekki lifað af vegna spennunnar í strákunum. „Síðan þá vildum við ekki fá neina stráka út af því að þeir reyndu bara að taka hann af okkur. Við treystum þeim ekki til að passa þá út af því að við vitum alveg hvernig þeir eru. Þeir geta alveg drepið hann þegar við erum ekki til staðar," segir Manda María.Geitungurinn fær að smakka nestið hjá börnunum.Skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun telur líklegast að nýi bekkjarfélaginn sé drottning sem hafi lagst til vetrardvala til að koma af stað búi í vor. Hún hafi hins vegar farið of snemma af stað á góðviðrisdegi og endað við Ísaksskóla. Geitungurinn var heldur líflaus við fundinn og var því færður inn í stofu til hjúkrunar. „Frá því að hann fékk nesti og mat er hann búinn að vera hress. Síðan var hann svolítið lúinn í morgun en þá gáfum við honum smá nesti og þá varð hann betri," segir Móeiður Kristjánsdóttir, kennari við Ísaksskóla.Heitir hann eitthvað? „Já ég vil rosalega mikið skíra hann Mosi," segir Marín Manda. „Ég vil skíra hann Sushi svín," segir hins vegar Baltasar Tindur og krakkarnir taka undir. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Geitungur sem fannst frosinn á skólalóðinni við Ísaksskóla er vaknaður til lífsins þökk sé nokkrum krökkum úr öðrum bekk. Hann býr nú við gott atlæti og gæðir sér á nesti barnanna sem eru hæstánægð með nýjasta bekkjarfélagann. Geitunginn sem fannst í frímínútum í gær var kaldur og lúinn en rankaði við sér þegar stúlka úr öðrum bekk settist óvart á hann. „Og hann kom upp og sagði: „Hvað ert þú eiginlega að vekja mig?" Síðan sá hann bara að það væri komin sól og hugsaði: „Ætli það sé komið vor?" Hann hefur kannski ruglast," segir hin sjö ára gamla Vigdís Jóna Tómasdóttir. „Þá kallaði ég: „Nína, geitungur!" Henni brá svo og sagði: Nei það er ekki geitungur þarna." En síðan sá hún hann og öskraði ótrúlega hátt," bætir Manda María Jónsdóttir bekkjarsystir hennar við. Nokkrir strákar úr bekknum urðu þá varir við lætin. „Akkúrat á þessum tímapunkti vorum við að búa til virki og þá kom Manda: „Við fundum geitung!" en ég heyrði: „Við fundum risastóran snjóbolta til sölu sem kostar ekki neitt." Ég hljóp og eitthvað: „Vó, geitungur"," segir Baltasar Tindur Björgvinsson, sjö ára samnemandi þeirra. Geitungarnir voru upphaflega tveir en stelpurnar telja að annar þeirra hafi ekki lifað af vegna spennunnar í strákunum. „Síðan þá vildum við ekki fá neina stráka út af því að þeir reyndu bara að taka hann af okkur. Við treystum þeim ekki til að passa þá út af því að við vitum alveg hvernig þeir eru. Þeir geta alveg drepið hann þegar við erum ekki til staðar," segir Manda María.Geitungurinn fær að smakka nestið hjá börnunum.Skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun telur líklegast að nýi bekkjarfélaginn sé drottning sem hafi lagst til vetrardvala til að koma af stað búi í vor. Hún hafi hins vegar farið of snemma af stað á góðviðrisdegi og endað við Ísaksskóla. Geitungurinn var heldur líflaus við fundinn og var því færður inn í stofu til hjúkrunar. „Frá því að hann fékk nesti og mat er hann búinn að vera hress. Síðan var hann svolítið lúinn í morgun en þá gáfum við honum smá nesti og þá varð hann betri," segir Móeiður Kristjánsdóttir, kennari við Ísaksskóla.Heitir hann eitthvað? „Já ég vil rosalega mikið skíra hann Mosi," segir Marín Manda. „Ég vil skíra hann Sushi svín," segir hins vegar Baltasar Tindur og krakkarnir taka undir.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira