Sushi-svín þiðnaði og vaknaði til lífsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 20:00 Geitungur sem fannst frosinn á skólalóðinni við Ísaksskóla er vaknaður til lífsins þökk sé nokkrum krökkum úr öðrum bekk. Hann býr nú við gott atlæti og gæðir sér á nesti barnanna sem eru hæstánægð með nýjasta bekkjarfélagann. Geitunginn sem fannst í frímínútum í gær var kaldur og lúinn en rankaði við sér þegar stúlka úr öðrum bekk settist óvart á hann. „Og hann kom upp og sagði: „Hvað ert þú eiginlega að vekja mig?" Síðan sá hann bara að það væri komin sól og hugsaði: „Ætli það sé komið vor?" Hann hefur kannski ruglast," segir hin sjö ára gamla Vigdís Jóna Tómasdóttir. „Þá kallaði ég: „Nína, geitungur!" Henni brá svo og sagði: Nei það er ekki geitungur þarna." En síðan sá hún hann og öskraði ótrúlega hátt," bætir Manda María Jónsdóttir bekkjarsystir hennar við. Nokkrir strákar úr bekknum urðu þá varir við lætin. „Akkúrat á þessum tímapunkti vorum við að búa til virki og þá kom Manda: „Við fundum geitung!" en ég heyrði: „Við fundum risastóran snjóbolta til sölu sem kostar ekki neitt." Ég hljóp og eitthvað: „Vó, geitungur"," segir Baltasar Tindur Björgvinsson, sjö ára samnemandi þeirra. Geitungarnir voru upphaflega tveir en stelpurnar telja að annar þeirra hafi ekki lifað af vegna spennunnar í strákunum. „Síðan þá vildum við ekki fá neina stráka út af því að þeir reyndu bara að taka hann af okkur. Við treystum þeim ekki til að passa þá út af því að við vitum alveg hvernig þeir eru. Þeir geta alveg drepið hann þegar við erum ekki til staðar," segir Manda María.Geitungurinn fær að smakka nestið hjá börnunum.Skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun telur líklegast að nýi bekkjarfélaginn sé drottning sem hafi lagst til vetrardvala til að koma af stað búi í vor. Hún hafi hins vegar farið of snemma af stað á góðviðrisdegi og endað við Ísaksskóla. Geitungurinn var heldur líflaus við fundinn og var því færður inn í stofu til hjúkrunar. „Frá því að hann fékk nesti og mat er hann búinn að vera hress. Síðan var hann svolítið lúinn í morgun en þá gáfum við honum smá nesti og þá varð hann betri," segir Móeiður Kristjánsdóttir, kennari við Ísaksskóla.Heitir hann eitthvað? „Já ég vil rosalega mikið skíra hann Mosi," segir Marín Manda. „Ég vil skíra hann Sushi svín," segir hins vegar Baltasar Tindur og krakkarnir taka undir. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Geitungur sem fannst frosinn á skólalóðinni við Ísaksskóla er vaknaður til lífsins þökk sé nokkrum krökkum úr öðrum bekk. Hann býr nú við gott atlæti og gæðir sér á nesti barnanna sem eru hæstánægð með nýjasta bekkjarfélagann. Geitunginn sem fannst í frímínútum í gær var kaldur og lúinn en rankaði við sér þegar stúlka úr öðrum bekk settist óvart á hann. „Og hann kom upp og sagði: „Hvað ert þú eiginlega að vekja mig?" Síðan sá hann bara að það væri komin sól og hugsaði: „Ætli það sé komið vor?" Hann hefur kannski ruglast," segir hin sjö ára gamla Vigdís Jóna Tómasdóttir. „Þá kallaði ég: „Nína, geitungur!" Henni brá svo og sagði: Nei það er ekki geitungur þarna." En síðan sá hún hann og öskraði ótrúlega hátt," bætir Manda María Jónsdóttir bekkjarsystir hennar við. Nokkrir strákar úr bekknum urðu þá varir við lætin. „Akkúrat á þessum tímapunkti vorum við að búa til virki og þá kom Manda: „Við fundum geitung!" en ég heyrði: „Við fundum risastóran snjóbolta til sölu sem kostar ekki neitt." Ég hljóp og eitthvað: „Vó, geitungur"," segir Baltasar Tindur Björgvinsson, sjö ára samnemandi þeirra. Geitungarnir voru upphaflega tveir en stelpurnar telja að annar þeirra hafi ekki lifað af vegna spennunnar í strákunum. „Síðan þá vildum við ekki fá neina stráka út af því að þeir reyndu bara að taka hann af okkur. Við treystum þeim ekki til að passa þá út af því að við vitum alveg hvernig þeir eru. Þeir geta alveg drepið hann þegar við erum ekki til staðar," segir Manda María.Geitungurinn fær að smakka nestið hjá börnunum.Skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun telur líklegast að nýi bekkjarfélaginn sé drottning sem hafi lagst til vetrardvala til að koma af stað búi í vor. Hún hafi hins vegar farið of snemma af stað á góðviðrisdegi og endað við Ísaksskóla. Geitungurinn var heldur líflaus við fundinn og var því færður inn í stofu til hjúkrunar. „Frá því að hann fékk nesti og mat er hann búinn að vera hress. Síðan var hann svolítið lúinn í morgun en þá gáfum við honum smá nesti og þá varð hann betri," segir Móeiður Kristjánsdóttir, kennari við Ísaksskóla.Heitir hann eitthvað? „Já ég vil rosalega mikið skíra hann Mosi," segir Marín Manda. „Ég vil skíra hann Sushi svín," segir hins vegar Baltasar Tindur og krakkarnir taka undir.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira