Sushi-svín þiðnaði og vaknaði til lífsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 20:00 Geitungur sem fannst frosinn á skólalóðinni við Ísaksskóla er vaknaður til lífsins þökk sé nokkrum krökkum úr öðrum bekk. Hann býr nú við gott atlæti og gæðir sér á nesti barnanna sem eru hæstánægð með nýjasta bekkjarfélagann. Geitunginn sem fannst í frímínútum í gær var kaldur og lúinn en rankaði við sér þegar stúlka úr öðrum bekk settist óvart á hann. „Og hann kom upp og sagði: „Hvað ert þú eiginlega að vekja mig?" Síðan sá hann bara að það væri komin sól og hugsaði: „Ætli það sé komið vor?" Hann hefur kannski ruglast," segir hin sjö ára gamla Vigdís Jóna Tómasdóttir. „Þá kallaði ég: „Nína, geitungur!" Henni brá svo og sagði: Nei það er ekki geitungur þarna." En síðan sá hún hann og öskraði ótrúlega hátt," bætir Manda María Jónsdóttir bekkjarsystir hennar við. Nokkrir strákar úr bekknum urðu þá varir við lætin. „Akkúrat á þessum tímapunkti vorum við að búa til virki og þá kom Manda: „Við fundum geitung!" en ég heyrði: „Við fundum risastóran snjóbolta til sölu sem kostar ekki neitt." Ég hljóp og eitthvað: „Vó, geitungur"," segir Baltasar Tindur Björgvinsson, sjö ára samnemandi þeirra. Geitungarnir voru upphaflega tveir en stelpurnar telja að annar þeirra hafi ekki lifað af vegna spennunnar í strákunum. „Síðan þá vildum við ekki fá neina stráka út af því að þeir reyndu bara að taka hann af okkur. Við treystum þeim ekki til að passa þá út af því að við vitum alveg hvernig þeir eru. Þeir geta alveg drepið hann þegar við erum ekki til staðar," segir Manda María.Geitungurinn fær að smakka nestið hjá börnunum.Skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun telur líklegast að nýi bekkjarfélaginn sé drottning sem hafi lagst til vetrardvala til að koma af stað búi í vor. Hún hafi hins vegar farið of snemma af stað á góðviðrisdegi og endað við Ísaksskóla. Geitungurinn var heldur líflaus við fundinn og var því færður inn í stofu til hjúkrunar. „Frá því að hann fékk nesti og mat er hann búinn að vera hress. Síðan var hann svolítið lúinn í morgun en þá gáfum við honum smá nesti og þá varð hann betri," segir Móeiður Kristjánsdóttir, kennari við Ísaksskóla.Heitir hann eitthvað? „Já ég vil rosalega mikið skíra hann Mosi," segir Marín Manda. „Ég vil skíra hann Sushi svín," segir hins vegar Baltasar Tindur og krakkarnir taka undir. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Geitungur sem fannst frosinn á skólalóðinni við Ísaksskóla er vaknaður til lífsins þökk sé nokkrum krökkum úr öðrum bekk. Hann býr nú við gott atlæti og gæðir sér á nesti barnanna sem eru hæstánægð með nýjasta bekkjarfélagann. Geitunginn sem fannst í frímínútum í gær var kaldur og lúinn en rankaði við sér þegar stúlka úr öðrum bekk settist óvart á hann. „Og hann kom upp og sagði: „Hvað ert þú eiginlega að vekja mig?" Síðan sá hann bara að það væri komin sól og hugsaði: „Ætli það sé komið vor?" Hann hefur kannski ruglast," segir hin sjö ára gamla Vigdís Jóna Tómasdóttir. „Þá kallaði ég: „Nína, geitungur!" Henni brá svo og sagði: Nei það er ekki geitungur þarna." En síðan sá hún hann og öskraði ótrúlega hátt," bætir Manda María Jónsdóttir bekkjarsystir hennar við. Nokkrir strákar úr bekknum urðu þá varir við lætin. „Akkúrat á þessum tímapunkti vorum við að búa til virki og þá kom Manda: „Við fundum geitung!" en ég heyrði: „Við fundum risastóran snjóbolta til sölu sem kostar ekki neitt." Ég hljóp og eitthvað: „Vó, geitungur"," segir Baltasar Tindur Björgvinsson, sjö ára samnemandi þeirra. Geitungarnir voru upphaflega tveir en stelpurnar telja að annar þeirra hafi ekki lifað af vegna spennunnar í strákunum. „Síðan þá vildum við ekki fá neina stráka út af því að þeir reyndu bara að taka hann af okkur. Við treystum þeim ekki til að passa þá út af því að við vitum alveg hvernig þeir eru. Þeir geta alveg drepið hann þegar við erum ekki til staðar," segir Manda María.Geitungurinn fær að smakka nestið hjá börnunum.Skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun telur líklegast að nýi bekkjarfélaginn sé drottning sem hafi lagst til vetrardvala til að koma af stað búi í vor. Hún hafi hins vegar farið of snemma af stað á góðviðrisdegi og endað við Ísaksskóla. Geitungurinn var heldur líflaus við fundinn og var því færður inn í stofu til hjúkrunar. „Frá því að hann fékk nesti og mat er hann búinn að vera hress. Síðan var hann svolítið lúinn í morgun en þá gáfum við honum smá nesti og þá varð hann betri," segir Móeiður Kristjánsdóttir, kennari við Ísaksskóla.Heitir hann eitthvað? „Já ég vil rosalega mikið skíra hann Mosi," segir Marín Manda. „Ég vil skíra hann Sushi svín," segir hins vegar Baltasar Tindur og krakkarnir taka undir.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira