Sushi-svín þiðnaði og vaknaði til lífsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 20:00 Geitungur sem fannst frosinn á skólalóðinni við Ísaksskóla er vaknaður til lífsins þökk sé nokkrum krökkum úr öðrum bekk. Hann býr nú við gott atlæti og gæðir sér á nesti barnanna sem eru hæstánægð með nýjasta bekkjarfélagann. Geitunginn sem fannst í frímínútum í gær var kaldur og lúinn en rankaði við sér þegar stúlka úr öðrum bekk settist óvart á hann. „Og hann kom upp og sagði: „Hvað ert þú eiginlega að vekja mig?" Síðan sá hann bara að það væri komin sól og hugsaði: „Ætli það sé komið vor?" Hann hefur kannski ruglast," segir hin sjö ára gamla Vigdís Jóna Tómasdóttir. „Þá kallaði ég: „Nína, geitungur!" Henni brá svo og sagði: Nei það er ekki geitungur þarna." En síðan sá hún hann og öskraði ótrúlega hátt," bætir Manda María Jónsdóttir bekkjarsystir hennar við. Nokkrir strákar úr bekknum urðu þá varir við lætin. „Akkúrat á þessum tímapunkti vorum við að búa til virki og þá kom Manda: „Við fundum geitung!" en ég heyrði: „Við fundum risastóran snjóbolta til sölu sem kostar ekki neitt." Ég hljóp og eitthvað: „Vó, geitungur"," segir Baltasar Tindur Björgvinsson, sjö ára samnemandi þeirra. Geitungarnir voru upphaflega tveir en stelpurnar telja að annar þeirra hafi ekki lifað af vegna spennunnar í strákunum. „Síðan þá vildum við ekki fá neina stráka út af því að þeir reyndu bara að taka hann af okkur. Við treystum þeim ekki til að passa þá út af því að við vitum alveg hvernig þeir eru. Þeir geta alveg drepið hann þegar við erum ekki til staðar," segir Manda María.Geitungurinn fær að smakka nestið hjá börnunum.Skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun telur líklegast að nýi bekkjarfélaginn sé drottning sem hafi lagst til vetrardvala til að koma af stað búi í vor. Hún hafi hins vegar farið of snemma af stað á góðviðrisdegi og endað við Ísaksskóla. Geitungurinn var heldur líflaus við fundinn og var því færður inn í stofu til hjúkrunar. „Frá því að hann fékk nesti og mat er hann búinn að vera hress. Síðan var hann svolítið lúinn í morgun en þá gáfum við honum smá nesti og þá varð hann betri," segir Móeiður Kristjánsdóttir, kennari við Ísaksskóla.Heitir hann eitthvað? „Já ég vil rosalega mikið skíra hann Mosi," segir Marín Manda. „Ég vil skíra hann Sushi svín," segir hins vegar Baltasar Tindur og krakkarnir taka undir. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Geitungur sem fannst frosinn á skólalóðinni við Ísaksskóla er vaknaður til lífsins þökk sé nokkrum krökkum úr öðrum bekk. Hann býr nú við gott atlæti og gæðir sér á nesti barnanna sem eru hæstánægð með nýjasta bekkjarfélagann. Geitunginn sem fannst í frímínútum í gær var kaldur og lúinn en rankaði við sér þegar stúlka úr öðrum bekk settist óvart á hann. „Og hann kom upp og sagði: „Hvað ert þú eiginlega að vekja mig?" Síðan sá hann bara að það væri komin sól og hugsaði: „Ætli það sé komið vor?" Hann hefur kannski ruglast," segir hin sjö ára gamla Vigdís Jóna Tómasdóttir. „Þá kallaði ég: „Nína, geitungur!" Henni brá svo og sagði: Nei það er ekki geitungur þarna." En síðan sá hún hann og öskraði ótrúlega hátt," bætir Manda María Jónsdóttir bekkjarsystir hennar við. Nokkrir strákar úr bekknum urðu þá varir við lætin. „Akkúrat á þessum tímapunkti vorum við að búa til virki og þá kom Manda: „Við fundum geitung!" en ég heyrði: „Við fundum risastóran snjóbolta til sölu sem kostar ekki neitt." Ég hljóp og eitthvað: „Vó, geitungur"," segir Baltasar Tindur Björgvinsson, sjö ára samnemandi þeirra. Geitungarnir voru upphaflega tveir en stelpurnar telja að annar þeirra hafi ekki lifað af vegna spennunnar í strákunum. „Síðan þá vildum við ekki fá neina stráka út af því að þeir reyndu bara að taka hann af okkur. Við treystum þeim ekki til að passa þá út af því að við vitum alveg hvernig þeir eru. Þeir geta alveg drepið hann þegar við erum ekki til staðar," segir Manda María.Geitungurinn fær að smakka nestið hjá börnunum.Skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun telur líklegast að nýi bekkjarfélaginn sé drottning sem hafi lagst til vetrardvala til að koma af stað búi í vor. Hún hafi hins vegar farið of snemma af stað á góðviðrisdegi og endað við Ísaksskóla. Geitungurinn var heldur líflaus við fundinn og var því færður inn í stofu til hjúkrunar. „Frá því að hann fékk nesti og mat er hann búinn að vera hress. Síðan var hann svolítið lúinn í morgun en þá gáfum við honum smá nesti og þá varð hann betri," segir Móeiður Kristjánsdóttir, kennari við Ísaksskóla.Heitir hann eitthvað? „Já ég vil rosalega mikið skíra hann Mosi," segir Marín Manda. „Ég vil skíra hann Sushi svín," segir hins vegar Baltasar Tindur og krakkarnir taka undir.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira