Óauglýst orðið eitt það vinsælasta í World Class: „Vil bara hafa fólk sem er tilbúið að leggja sig fram“ Benedikt Bóas skrifar 31. janúar 2018 11:30 Birkir Vagn Ómarsson, hefur skotist upp á stjörnuhiminn líkamsræktarþjálfara. Getur komið hverjum sem er í dúndurform. Vísir/Ernir Ein vinsælasta þjálfunin í World Class þessa stundina er MGT í umsjón Birkis Vagns Ómarssonar. Yfir 100 manns eru á biðlista þrátt fyrir að Birkir hafi aldrei auglýst það eða látið almennt nokkur mann vita af því. „Þetta byrjaði með einum litlum hóp og á þessum tíma sem eg hef haldið þessari þjálfun úti eru hóparnir núna níu. Það er ótrúleg eftirspurn og í þessum töluðu orðum er um 100 manns á biðlista til að komast að. Það er mjög skemmtilegt þar sem MGT hefur aldrei verið auglýst þannig að þetta er bara gamla gôða orðið sem fer af þjálfuninni,“ segir Birkir. MGT stendur fyrir Metcon Group Training sem hann byrjaði með fyrir rúmum tveimur árum og fara allar æfingar fram í Laugum. Nokkrar stjörnur eru í tímum Birkis eins og Áttan með Nökkva Fjalar fremstan í flokki, Evrópumeistararnir í hópfimleikum og trúlega mætti halda áfram að telja upp. Aðspurður um hvers vegna þetta námskeið sé svona vinsælt segir Birkir að liklegasta skýringin sé sú að það er mikið lagt upp úr hópefli á æfingum og einnig fyrir utan þær en hann hefur staðið fyrir þrekmótum, alls konar skemmtunum og árshátíð svo fátt eitt sé nefnt. „Það er þvi alltaf eitthvað tilefni til að hlakka til fyrir utan æfingarnar sjálfar.“ Töluverð keyrsla er á æfingunum eins og gefur að skilja en fjölbeyttar æfingar eru að hans sögn lykillinn að þvi að fólk kemst í gott form. „Það er mikið um keyrslu á þessum æfingum. Stutt hlaup, æfingar með eigin líkamsþyngd, þungar en einfaldar lyftingar gera það að verkum að hver og einn fær hámarks nýtingu á þessum klukkutíma sem æfingin tekur. Auðvitað er ástæðan fyrir að fólk stundar líkamsrækt mismunandi en þarna er viðkomandi að fá alhliða þjálfun.“ Birkir segir að hann hafi enga sérstakan áhuga á því að fá til sín fólk sem er ekki tilbúið að leggja mikið á sig. Hann fer fram á að þeir sem komist á MGT leggi sig fram. * „Alls konar fólk æfir í MGT, fyrrverandi afreksfólk í íþróttum og fólk sem vill krefjandi en skemmtilegar æfingar. Eg vil bara hafa fólk í MGT sem er tilbúið að leggja sig fram á æfingum, svo einfalt er það,“ segir hann granítharður. Heilsa Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Ein vinsælasta þjálfunin í World Class þessa stundina er MGT í umsjón Birkis Vagns Ómarssonar. Yfir 100 manns eru á biðlista þrátt fyrir að Birkir hafi aldrei auglýst það eða látið almennt nokkur mann vita af því. „Þetta byrjaði með einum litlum hóp og á þessum tíma sem eg hef haldið þessari þjálfun úti eru hóparnir núna níu. Það er ótrúleg eftirspurn og í þessum töluðu orðum er um 100 manns á biðlista til að komast að. Það er mjög skemmtilegt þar sem MGT hefur aldrei verið auglýst þannig að þetta er bara gamla gôða orðið sem fer af þjálfuninni,“ segir Birkir. MGT stendur fyrir Metcon Group Training sem hann byrjaði með fyrir rúmum tveimur árum og fara allar æfingar fram í Laugum. Nokkrar stjörnur eru í tímum Birkis eins og Áttan með Nökkva Fjalar fremstan í flokki, Evrópumeistararnir í hópfimleikum og trúlega mætti halda áfram að telja upp. Aðspurður um hvers vegna þetta námskeið sé svona vinsælt segir Birkir að liklegasta skýringin sé sú að það er mikið lagt upp úr hópefli á æfingum og einnig fyrir utan þær en hann hefur staðið fyrir þrekmótum, alls konar skemmtunum og árshátíð svo fátt eitt sé nefnt. „Það er þvi alltaf eitthvað tilefni til að hlakka til fyrir utan æfingarnar sjálfar.“ Töluverð keyrsla er á æfingunum eins og gefur að skilja en fjölbeyttar æfingar eru að hans sögn lykillinn að þvi að fólk kemst í gott form. „Það er mikið um keyrslu á þessum æfingum. Stutt hlaup, æfingar með eigin líkamsþyngd, þungar en einfaldar lyftingar gera það að verkum að hver og einn fær hámarks nýtingu á þessum klukkutíma sem æfingin tekur. Auðvitað er ástæðan fyrir að fólk stundar líkamsrækt mismunandi en þarna er viðkomandi að fá alhliða þjálfun.“ Birkir segir að hann hafi enga sérstakan áhuga á því að fá til sín fólk sem er ekki tilbúið að leggja mikið á sig. Hann fer fram á að þeir sem komist á MGT leggi sig fram. * „Alls konar fólk æfir í MGT, fyrrverandi afreksfólk í íþróttum og fólk sem vill krefjandi en skemmtilegar æfingar. Eg vil bara hafa fólk í MGT sem er tilbúið að leggja sig fram á æfingum, svo einfalt er það,“ segir hann granítharður.
Heilsa Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira