Innlent

Eiríkur Jónsson orðinn deildarforseti Lagadeildar

Jakob Bjarnar skrifar
Eiríkur Jónsson var í gær kjörinn deildarforseti Lagdeildar Háskóla Íslands.
Eiríkur Jónsson var í gær kjörinn deildarforseti Lagdeildar Háskóla Íslands. visir/eyþór

Eiríkur Jónsson prófessor, sá hinn sami og stefnt hefur íslenska ríkinu vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen í Landsrétt, hefur verið kjörinn deildarforseti Lagadeildar Háskóla Íslands.

Þetta kemur fram á vef Háskóla Íslands en kosið var um deildarforseta og varadeildarforseta Lagadeildar í gær. Niðurstaðan liggur fyrir.

„Deildarforseti var kjörinn dr. Eiríkur Jónsson prófessor og Ása Ólafsdóttir dósent var kjörin varadeildarforseti,“ segir í stuttri frétt á hi.is en þau munu taka við embætti hinn 1. júlí næstkomandi.

Ekki liggur fyrir hvort þetta mun hafa áhrif á málarekstur Eiríks á hendur ríkinu, en skaðabótakrafa hans byggir á skaða sem hann telur sig hafa orðið fyrir vegna þess að ráðherra gekk fram hjá honum þrátt fyrir að hann hafi verið metin meðal hinna 15 hæfustu af hæfisnefnd. Skaðbótakrafan byggir meðal annars á því að litið sé til tekna sem ætla má að hann hafi orðið af vegna þess að fram hjá honum var gengið með ólögmætum hætti.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.