Ólík sjónarmið um heimild ráðherra til að breyta tillögu hæfisnefndar Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2018 19:30 Dómsmálaráðherra segir lög ekki gera ráð fyrir að hæfisnefnd hafi úrskurðarvald um hverjir skuli skipaðir í embætti dómara. Geri ráðherra breytingar á tillögu hæfisnefndar sé að Alþingis að ljúka skipun í dómaraembætti. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir farið að tillögu hæfisnefnda í löndum sem Ísland beri sig saman við. Fulltrúar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gengu sumir nokkuð hart að dómsmálaráðherra á fundi nefndarinnar í morgun. Þar var farið var yfir vinnubrögð ráðherrans þegar hún fór ekki að fullu eftir tillögu hæfisnefndar um skipan dómara í Landsrétt og skipti út fjórum einstaklingum af fimmtán sem hæfisnefnd hafði lagt til.Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segist ekki hafa heyrt það á þingmönnum að ráðherra geti ekki brugðið út frá tillögu hæfisnefndar.„Hæstaréttardómurinn fjallar bara um rannsókn ráðherrans að þessu leyti. Og auðvitað, það er alveg óumdeilt að ráðherrann hefur heimild til að víkja frá tillögum nefndarinnar,“ sagði Sigríður eftir fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Dómsmálaráðherra sat fyrir svörum nefndarmanna í um tvær klukkustundir. En málið er búið að taka um ár því það var í febrúar í fyrra sem málið kom til Alþingis. Ljóst er að umræðum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er ekki lokið. Nefndin mun að minnsta kosti fjalla um þetta mál í viku í viðbót og síðan mun umboðsmaður Alþingis væntanlega taka málið til skoðunar. „Eins og fram kom í mínu máli legg ég áherslu á að þingið skoði þessi mál almennt heildstætt. Það er að segja þetta fyrirkomulag við skipan dómara til framtíðar,“ segir dómsmálaráðherra og bætir við að jafnvel þurfi að endurskoða skipun í embætti almennt og ráðningu fólks hjá ríkinu. Geri ráðherra hins vegar breytingar á tillögu hæfisnefndar sé það Alþingis að taka við endanlegu skipunarvaldi í embætti dómara. Nefndarmenn hlustuðu vel á svör ráðherra.Vísir/Eyþór Formaður nefndar segir að tryggja þurfi að réttarríkið virkiHelga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir markmið nefndarinnar að fá fram viðhorf ráðherrans í málinu.Er einhver ástæða til að ætla að annað hvort persónuleg tengsl eða pólitísk tengsl ráðherrans við einhver af þeim sem að lokum voru skipaðir hafi ráðið för við ákvörðun ráðherrans? „Það eina sem þarf að vera til staðar er að það sé hafið yfir allan vafa. Það er það eina sem við þurfum til að tryggja að réttarríkið virki eins og skyldi. Þannig að ég ætla ekki að svara því,“ segir Helga Vala. Ráðherrann hafi hlotið dóm fyrir að hafa ekki rannsakað málið sem skyldi . Eftir að hafa skoðað gögn og hlustað á ráðherrann hallist hún meira að því að dómur Hæstaréttar sé réttur. „Í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við fer ráðherra aldrei gegn ákvörðun nefndarinnar. Þannig að ég veit ekki af hverju við þurfum endilega að hafa einhvern veginn öðruvísi reglur.“ Engu að síður er það í lögum að það geti ráðherra gert? „Já, ráðherra getur gert það. Það er í lögum, vissulega. Þarf þá að breyta þeim lögum? Það er líka í lögum annars staðar. En það bara dettur engum í hug að breyta svo,“ segir Helga Vala. Fulltrúi Pírata í nefndinni segir ráðherra meðal annars beita fyrir sig dómarareynslu umsækjanda við breytingar sínar. „Það færir ekki þann úr þrítugasta sæti upp í þrettánda sæti, sem er eiginmaður fyrrverandi samstarfsaðila og yfirmanns Sigríðar Á. Andersen.“Þannig að þú ert að segja að persónuleg tengsl ráðherrans hafi ráðið þarna för að hluta til? „Ég myndi segja að það er mjög eðlilegt að áætla að slíkt sé, já,“ segir Jón Þór Ólafsson. Upptöku frá nefndarfundinum má sjá hér að neðan. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir lög ekki gera ráð fyrir að hæfisnefnd hafi úrskurðarvald um hverjir skuli skipaðir í embætti dómara. Geri ráðherra breytingar á tillögu hæfisnefndar sé að Alþingis að ljúka skipun í dómaraembætti. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir farið að tillögu hæfisnefnda í löndum sem Ísland beri sig saman við. Fulltrúar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gengu sumir nokkuð hart að dómsmálaráðherra á fundi nefndarinnar í morgun. Þar var farið var yfir vinnubrögð ráðherrans þegar hún fór ekki að fullu eftir tillögu hæfisnefndar um skipan dómara í Landsrétt og skipti út fjórum einstaklingum af fimmtán sem hæfisnefnd hafði lagt til.Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segist ekki hafa heyrt það á þingmönnum að ráðherra geti ekki brugðið út frá tillögu hæfisnefndar.„Hæstaréttardómurinn fjallar bara um rannsókn ráðherrans að þessu leyti. Og auðvitað, það er alveg óumdeilt að ráðherrann hefur heimild til að víkja frá tillögum nefndarinnar,“ sagði Sigríður eftir fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Dómsmálaráðherra sat fyrir svörum nefndarmanna í um tvær klukkustundir. En málið er búið að taka um ár því það var í febrúar í fyrra sem málið kom til Alþingis. Ljóst er að umræðum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er ekki lokið. Nefndin mun að minnsta kosti fjalla um þetta mál í viku í viðbót og síðan mun umboðsmaður Alþingis væntanlega taka málið til skoðunar. „Eins og fram kom í mínu máli legg ég áherslu á að þingið skoði þessi mál almennt heildstætt. Það er að segja þetta fyrirkomulag við skipan dómara til framtíðar,“ segir dómsmálaráðherra og bætir við að jafnvel þurfi að endurskoða skipun í embætti almennt og ráðningu fólks hjá ríkinu. Geri ráðherra hins vegar breytingar á tillögu hæfisnefndar sé það Alþingis að taka við endanlegu skipunarvaldi í embætti dómara. Nefndarmenn hlustuðu vel á svör ráðherra.Vísir/Eyþór Formaður nefndar segir að tryggja þurfi að réttarríkið virkiHelga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir markmið nefndarinnar að fá fram viðhorf ráðherrans í málinu.Er einhver ástæða til að ætla að annað hvort persónuleg tengsl eða pólitísk tengsl ráðherrans við einhver af þeim sem að lokum voru skipaðir hafi ráðið för við ákvörðun ráðherrans? „Það eina sem þarf að vera til staðar er að það sé hafið yfir allan vafa. Það er það eina sem við þurfum til að tryggja að réttarríkið virki eins og skyldi. Þannig að ég ætla ekki að svara því,“ segir Helga Vala. Ráðherrann hafi hlotið dóm fyrir að hafa ekki rannsakað málið sem skyldi . Eftir að hafa skoðað gögn og hlustað á ráðherrann hallist hún meira að því að dómur Hæstaréttar sé réttur. „Í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við fer ráðherra aldrei gegn ákvörðun nefndarinnar. Þannig að ég veit ekki af hverju við þurfum endilega að hafa einhvern veginn öðruvísi reglur.“ Engu að síður er það í lögum að það geti ráðherra gert? „Já, ráðherra getur gert það. Það er í lögum, vissulega. Þarf þá að breyta þeim lögum? Það er líka í lögum annars staðar. En það bara dettur engum í hug að breyta svo,“ segir Helga Vala. Fulltrúi Pírata í nefndinni segir ráðherra meðal annars beita fyrir sig dómarareynslu umsækjanda við breytingar sínar. „Það færir ekki þann úr þrítugasta sæti upp í þrettánda sæti, sem er eiginmaður fyrrverandi samstarfsaðila og yfirmanns Sigríðar Á. Andersen.“Þannig að þú ert að segja að persónuleg tengsl ráðherrans hafi ráðið þarna för að hluta til? „Ég myndi segja að það er mjög eðlilegt að áætla að slíkt sé, já,“ segir Jón Þór Ólafsson. Upptöku frá nefndarfundinum má sjá hér að neðan.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
„Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05