Röð mistaka Landspítalans talin upp í dómi Hæstaréttar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 19:45 Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða konu alls 27 milljónir króna í bætur og málskostnað vegna mistaka við greiningu og meðferð á eiginmanni hennar á Landspítalanum. Lögmaður konunnar segir undirmatsgerð telja upp öll mistök Landspítalans við meðferð mannsins í fjórum stafliðum. Páll Hersteinsson lést fimm klukkustundum eftir útskrift af Landspítalanum eftir vikudvöl þar. Páll var greindur með blóðtappa í bláæðum í meltingarvegi sem er lífshættulegur sjúkdómur en hvorki hann né Ástríður Pálsdóttir, eiginkona hans, fengu að vita sjúkdómsgreininguna. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fjórum árum lýsir Ástríður baráttu sinni við kerfið frá andláti eiginmannsins, takmörkuðum aðgangi að gögnum og litlum vilja yfirvalda til að rannsaka málið, og segir hún engan vafa leika á að um endurtekin mistök, vanrækslu og kolranga meðferð hafi verið að ræða. Og í dag dæmdi hæstiréttur Íslands í málinu. „Þetta er búið að vera mikil þrautaganga. Landlæknir taldi ekkert að meðferðinni, Sjúkratryggingar Íslands töldu það ekki, lögregla vildi ekki hafa afskipti af málinu. Árið 2013 stefndum við ríkinu og erum nú 2018 að fá niðurstöðu í þessu máli," segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Ástríðar. Ástríði eru dæmdar alls 27 milljónir í bætur og málskostnað sem Sigurður telur vera einsdæmi þegar kemur að bótum fyrir missi maka. Einnig sé dómurinn merkilegur vegna undirmatsgerðar sem gerð var. „Þetta mál er mjög merkilegt að því leyti að til grundvallar dómsniðurstöðu liggur undirmatsgerð þar sem farið er yfir læknismeðferðina frá a til ö og talin upp í fjórum stafliðum öll þau mistök sem gerð voru á Landspítalanum við meðferð þessa sjúklings. Þannig að dómurinn og öll gögnin að baki honum eru kennslugögn fyrir læknadeildina á Íslandi.“ Á dánarvottorði Páls kemur fram að dánarorsök hafi verið hjartastopp. Ástríður hefur alltaf gert athugasemd við þetta, enda þótt hjartað hafi vissulega stoppað þá liggi ákveðnar ástæður að baki því. Næstu skref hjá Ástríði verður að kæra krufningu á líkinu. „Ég sagði það við flutning í Hæstarétti að það væri í raun líkrán þegar lík er krufið án samþykkis aðstandanda þegar í raun hefði átt að fara fram réttarkrufning undir lögreglueftirliti.“ Tengdar fréttir Fær sautján milljónir frá ríkinu eftir margra ára baráttu Ástríður Pálsdóttir hefur frá árinu 2011 barist við ríkið vegna læknamistaka sem leiddu til dauða eiginmanns hennar. 25. janúar 2018 16:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða konu alls 27 milljónir króna í bætur og málskostnað vegna mistaka við greiningu og meðferð á eiginmanni hennar á Landspítalanum. Lögmaður konunnar segir undirmatsgerð telja upp öll mistök Landspítalans við meðferð mannsins í fjórum stafliðum. Páll Hersteinsson lést fimm klukkustundum eftir útskrift af Landspítalanum eftir vikudvöl þar. Páll var greindur með blóðtappa í bláæðum í meltingarvegi sem er lífshættulegur sjúkdómur en hvorki hann né Ástríður Pálsdóttir, eiginkona hans, fengu að vita sjúkdómsgreininguna. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fjórum árum lýsir Ástríður baráttu sinni við kerfið frá andláti eiginmannsins, takmörkuðum aðgangi að gögnum og litlum vilja yfirvalda til að rannsaka málið, og segir hún engan vafa leika á að um endurtekin mistök, vanrækslu og kolranga meðferð hafi verið að ræða. Og í dag dæmdi hæstiréttur Íslands í málinu. „Þetta er búið að vera mikil þrautaganga. Landlæknir taldi ekkert að meðferðinni, Sjúkratryggingar Íslands töldu það ekki, lögregla vildi ekki hafa afskipti af málinu. Árið 2013 stefndum við ríkinu og erum nú 2018 að fá niðurstöðu í þessu máli," segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Ástríðar. Ástríði eru dæmdar alls 27 milljónir í bætur og málskostnað sem Sigurður telur vera einsdæmi þegar kemur að bótum fyrir missi maka. Einnig sé dómurinn merkilegur vegna undirmatsgerðar sem gerð var. „Þetta mál er mjög merkilegt að því leyti að til grundvallar dómsniðurstöðu liggur undirmatsgerð þar sem farið er yfir læknismeðferðina frá a til ö og talin upp í fjórum stafliðum öll þau mistök sem gerð voru á Landspítalanum við meðferð þessa sjúklings. Þannig að dómurinn og öll gögnin að baki honum eru kennslugögn fyrir læknadeildina á Íslandi.“ Á dánarvottorði Páls kemur fram að dánarorsök hafi verið hjartastopp. Ástríður hefur alltaf gert athugasemd við þetta, enda þótt hjartað hafi vissulega stoppað þá liggi ákveðnar ástæður að baki því. Næstu skref hjá Ástríði verður að kæra krufningu á líkinu. „Ég sagði það við flutning í Hæstarétti að það væri í raun líkrán þegar lík er krufið án samþykkis aðstandanda þegar í raun hefði átt að fara fram réttarkrufning undir lögreglueftirliti.“
Tengdar fréttir Fær sautján milljónir frá ríkinu eftir margra ára baráttu Ástríður Pálsdóttir hefur frá árinu 2011 barist við ríkið vegna læknamistaka sem leiddu til dauða eiginmanns hennar. 25. janúar 2018 16:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Fær sautján milljónir frá ríkinu eftir margra ára baráttu Ástríður Pálsdóttir hefur frá árinu 2011 barist við ríkið vegna læknamistaka sem leiddu til dauða eiginmanns hennar. 25. janúar 2018 16:45
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent