Segir eftirspurn eftir umdeildum músarmottum Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2018 14:11 Músarmottur bílabúðarinnar H. Jónsson & Co. hafa verið harðlega gagnrýndar en forsvarsmaður búðarinnar segir ekkert athugavert við þær. Vísir/Facebook/ja.is „Það er allt brjálað út af litlum sætum stelpum á einhverjum músarmottum,“ segir Sveinbjörn Guðjohnsen hjá bílabúðinni H. Jónsson & Co. sem hefur boðið viðskiptavinum sínum upp á músarmottur sem búið er að prenta myndir á af þremur hálfnöktum konum.Hluti af þeim kvörtunum sem hafa borist á Facebook-síðu bílabúðarinnar.Vísir/FacebookMúsarmotturnar hafa farið fyrir brjóstið á mörgum og eru til að mynda gagnrýndar harðlega í hóp á Facebook sem kallast Femínistaspjallið. Kvörtunum hefur einnig rignt inn á Facebook-síðu bílabúðarinnar þar sem hátt í fjörutíu kvartanir hafa borist og hafa margir gefið bílabúðinni aðeins eina stjörnu í einkunn vegna málsins. „Við gerðum bara eina tegund af mottu í einhverju bríaríi,“ segir Sveinbjörn í samtali við Vísi um málið. Hann segir bílabúðina hafa látið prenta á fjórða hundrað eintaka af þessari músarmottu sem viðskiptavinir geta tekið með sér að kostnaðarlausu.Segir motturnar vinsælar „Fyrir mörgum árum vorum við með dagatöl en við hættum um þau. Svo hafa kúnnarnir bara verið að biðja um þetta og við létum undan og settum þetta í loftið,“ segir Sveinbjörn og segir langt gengið á upplagið. „Þetta er ekkert sem við erum að reyna að selja eða að reyna að koma út. Þetta hefur verið mjög vinsælt á meðal viðskiptavina okkar,“ bætir hann við og segir fyrirtækið hafa fengið mikla auglýsinga út á þessar mottur, sérstaklega í ljósi umræðunnar sem hefur skapast um þær í dag. „Þetta eru mest einhverjar konur sem hafa verið að kvarta yfir þessu. Svo horfa þær á sjónvarpið í kvöld og þar er ennþá nekt,“ segir Sveinbjörn sem segir karlmenn hafa streymt í fyrirtækið í dag til að verða sér úti um músarmottuna.Segist ekki vera að særa konur Hann segir þetta vera smekklegar mynd og alls ekki klámfengin. „Þetta eru bara fallegar skapaðar konur. Þetta er bara listaverk og ekki verið að særa konur með þessu. Svo ferðu í sundlaugina og þar eru konur berar að ofan. Er það eitthvað annað?,“ spyr Sveinbjörn.Segir þetta ekki tengjast #metoo Fjallað var um að útgerðarfélagið Síldarvinnslan hefði tilkynnt á starfsmannafundi rétt fyrir áramót að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum og í skipum fyrirtækisins. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði við Stundina að slík dagatöl væru eitthvað sem ætti að tilheyra fortíðinni. Þetta gerðist í miðri #Metoo-byltingunni en Sveinbjörn hjá H. Jónsson & Co. segir músarmotturnar hafa verið framleiddar fyrir þá umræðu. Spurður hvort hann hafi eitthvað íhugað afstöðuna gagnvart þessum músarmottum í ljósi þess að fyrirtæki hafi ákveðið að banna slíkt efni á sínum vinnustöðum og í ljósi umræðunnar um #metoo segir hann svo ekki vera. „Þetta kemur því máli ekkert við. Þetta eru bara konur og eiga menn þá að taka niður öll listaverk af berum konum. Þetta er niður á Laugaveginum, myndir af berum konum, og meira segja myndir af nöktum afskræmdum konum, sem er ekki fallegt. Þetta er ekkert skammarlegt við þetta.“ MeToo Tengdar fréttir Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
„Það er allt brjálað út af litlum sætum stelpum á einhverjum músarmottum,“ segir Sveinbjörn Guðjohnsen hjá bílabúðinni H. Jónsson & Co. sem hefur boðið viðskiptavinum sínum upp á músarmottur sem búið er að prenta myndir á af þremur hálfnöktum konum.Hluti af þeim kvörtunum sem hafa borist á Facebook-síðu bílabúðarinnar.Vísir/FacebookMúsarmotturnar hafa farið fyrir brjóstið á mörgum og eru til að mynda gagnrýndar harðlega í hóp á Facebook sem kallast Femínistaspjallið. Kvörtunum hefur einnig rignt inn á Facebook-síðu bílabúðarinnar þar sem hátt í fjörutíu kvartanir hafa borist og hafa margir gefið bílabúðinni aðeins eina stjörnu í einkunn vegna málsins. „Við gerðum bara eina tegund af mottu í einhverju bríaríi,“ segir Sveinbjörn í samtali við Vísi um málið. Hann segir bílabúðina hafa látið prenta á fjórða hundrað eintaka af þessari músarmottu sem viðskiptavinir geta tekið með sér að kostnaðarlausu.Segir motturnar vinsælar „Fyrir mörgum árum vorum við með dagatöl en við hættum um þau. Svo hafa kúnnarnir bara verið að biðja um þetta og við létum undan og settum þetta í loftið,“ segir Sveinbjörn og segir langt gengið á upplagið. „Þetta er ekkert sem við erum að reyna að selja eða að reyna að koma út. Þetta hefur verið mjög vinsælt á meðal viðskiptavina okkar,“ bætir hann við og segir fyrirtækið hafa fengið mikla auglýsinga út á þessar mottur, sérstaklega í ljósi umræðunnar sem hefur skapast um þær í dag. „Þetta eru mest einhverjar konur sem hafa verið að kvarta yfir þessu. Svo horfa þær á sjónvarpið í kvöld og þar er ennþá nekt,“ segir Sveinbjörn sem segir karlmenn hafa streymt í fyrirtækið í dag til að verða sér úti um músarmottuna.Segist ekki vera að særa konur Hann segir þetta vera smekklegar mynd og alls ekki klámfengin. „Þetta eru bara fallegar skapaðar konur. Þetta er bara listaverk og ekki verið að særa konur með þessu. Svo ferðu í sundlaugina og þar eru konur berar að ofan. Er það eitthvað annað?,“ spyr Sveinbjörn.Segir þetta ekki tengjast #metoo Fjallað var um að útgerðarfélagið Síldarvinnslan hefði tilkynnt á starfsmannafundi rétt fyrir áramót að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum og í skipum fyrirtækisins. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði við Stundina að slík dagatöl væru eitthvað sem ætti að tilheyra fortíðinni. Þetta gerðist í miðri #Metoo-byltingunni en Sveinbjörn hjá H. Jónsson & Co. segir músarmotturnar hafa verið framleiddar fyrir þá umræðu. Spurður hvort hann hafi eitthvað íhugað afstöðuna gagnvart þessum músarmottum í ljósi þess að fyrirtæki hafi ákveðið að banna slíkt efni á sínum vinnustöðum og í ljósi umræðunnar um #metoo segir hann svo ekki vera. „Þetta kemur því máli ekkert við. Þetta eru bara konur og eiga menn þá að taka niður öll listaverk af berum konum. Þetta er niður á Laugaveginum, myndir af berum konum, og meira segja myndir af nöktum afskræmdum konum, sem er ekki fallegt. Þetta er ekkert skammarlegt við þetta.“
MeToo Tengdar fréttir Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27