Vel nýttir 50 fermetrar í glæsilegri stúdíóíbúð Guðný Hrönn skrifar 28. janúar 2018 16:30 Íbúðin sem Auður og Hulda tóku í gegn í sameiningu er tæpir 50 m2. MYND/ÍRIS ANN Hulda Aðalsteinsdóttir, innanhússarkitekt hjá Kreatívu, og Auður Gná Ingvarsdóttir, innanhússarkitekt hjá Further North, fengu nýverið þá áskorun að innrétta tæplega 50 m2 rými sem íbúð þar sem hver og einn fermetri er nýttur til hins ýtrasta. Þær leystu verkefnið einstaklega vel af hendi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.Auður og Hulda létu sérsmíða margt inn í rýmið, svo sem sófa, fatahengi, eldhúseyju og skrifborð.„Við vorum fengnar til að teikna þarna inn litla stúdíóíbúð sem yrði heimili ungrar konu í nokkur ár, á meðan hún er í námi. Gera þurfti ráð fyrir hennar þörfum en um leið að hafa skipulagið þannig að hægt væri að breyta íbúðinni seinna meir, hækka veggi til lofts og búa til aukaherbergi ef til þess kemur.“„Það var óskað eftir góðu plássi undir föt og gerðum við ráð fyrir fataherbergi.“Að sögn Auðar og Huldu var ein stærsta áskorunun að nýta þá birtu sem barst frá litlum gluggum. „Við settum upp veggi í mismunandi hæð svo birta næði að flæða á milli svæða.“MYND/ÍRIS ANNSpurðar út í upprunaleg rými segir Auður:„Um hálfniðurgrafinn kjallara sem hafði verið skipt upp í tvö rými var að ræða. Við vorum fengnar til að teikna þarna inn litla stúdíóíbúð.“Auður og Hulda ákváðu að vinna mestmegnis með ljósa liti og útkoman er afar flott.MYND/ÍRIS ANNHulda og Auður lögðu mikla áherslu á að allir hlutar rýmisins myndu flæða vel saman þar sem eldhúsið er eins konar miðpunktur. „Eldhúsið er vel skipulagt með eldavél, ofni, stórum ísskáp, uppþvottavél og góðum vaski ásamt hirslum. Það tengist svo við seturými sem nýtist sem stofa og borðstofa. Við teiknuðum þar upp sófa eða öllu heldur fjölnota fleti sem má setjast á,“ útskýrir Hulda.Spurðar út í hvort þær lumi á góðum ráðum hvað varðar góða nýtingu á fáum fermetrum segir Hulda: „Við skipulag á svona litlum rýmum skiptir höfuðmáli að hugsa út fyrir það hefðbundna, ekki festa sig við venjulega herbergjaskipan eða hefðbundna nýtingu rýma. Það er hægt að gera lítil rými ótrúlega skemmtileg ef fólk er tilbúið að nálgast verkefnið á þann veg að engar sérstakar reglur séu til staðar, þannig gerast oft skemmtilegustu hlutirnir.“ Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fleiri fréttir Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Sjá meira
Hulda Aðalsteinsdóttir, innanhússarkitekt hjá Kreatívu, og Auður Gná Ingvarsdóttir, innanhússarkitekt hjá Further North, fengu nýverið þá áskorun að innrétta tæplega 50 m2 rými sem íbúð þar sem hver og einn fermetri er nýttur til hins ýtrasta. Þær leystu verkefnið einstaklega vel af hendi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.Auður og Hulda létu sérsmíða margt inn í rýmið, svo sem sófa, fatahengi, eldhúseyju og skrifborð.„Við vorum fengnar til að teikna þarna inn litla stúdíóíbúð sem yrði heimili ungrar konu í nokkur ár, á meðan hún er í námi. Gera þurfti ráð fyrir hennar þörfum en um leið að hafa skipulagið þannig að hægt væri að breyta íbúðinni seinna meir, hækka veggi til lofts og búa til aukaherbergi ef til þess kemur.“„Það var óskað eftir góðu plássi undir föt og gerðum við ráð fyrir fataherbergi.“Að sögn Auðar og Huldu var ein stærsta áskorunun að nýta þá birtu sem barst frá litlum gluggum. „Við settum upp veggi í mismunandi hæð svo birta næði að flæða á milli svæða.“MYND/ÍRIS ANNSpurðar út í upprunaleg rými segir Auður:„Um hálfniðurgrafinn kjallara sem hafði verið skipt upp í tvö rými var að ræða. Við vorum fengnar til að teikna þarna inn litla stúdíóíbúð.“Auður og Hulda ákváðu að vinna mestmegnis með ljósa liti og útkoman er afar flott.MYND/ÍRIS ANNHulda og Auður lögðu mikla áherslu á að allir hlutar rýmisins myndu flæða vel saman þar sem eldhúsið er eins konar miðpunktur. „Eldhúsið er vel skipulagt með eldavél, ofni, stórum ísskáp, uppþvottavél og góðum vaski ásamt hirslum. Það tengist svo við seturými sem nýtist sem stofa og borðstofa. Við teiknuðum þar upp sófa eða öllu heldur fjölnota fleti sem má setjast á,“ útskýrir Hulda.Spurðar út í hvort þær lumi á góðum ráðum hvað varðar góða nýtingu á fáum fermetrum segir Hulda: „Við skipulag á svona litlum rýmum skiptir höfuðmáli að hugsa út fyrir það hefðbundna, ekki festa sig við venjulega herbergjaskipan eða hefðbundna nýtingu rýma. Það er hægt að gera lítil rými ótrúlega skemmtileg ef fólk er tilbúið að nálgast verkefnið á þann veg að engar sérstakar reglur séu til staðar, þannig gerast oft skemmtilegustu hlutirnir.“
Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fleiri fréttir Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist