Fíkniefnin í stórum skákmunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. janúar 2018 20:00 Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. Á þriðjudag voru tveir menn úrskurðir í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir aðgerðir sérsveitarinnar á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og hjá Skáksambandi Íslands. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi og var ráðist í þrjár húsleitir tengdar því í vikunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að málið sé hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Aðgerðir lögreglu hjá Skáksambandinu komu til vegna þess að lögregla hafði fylgst með fíkniefnasendingu á leið til landsins. Sendingin kom frá Spáni og var stíluð á Skáksambandið. Forseti sambandins tók á móti henni en tengist málinu ekki að öðru leyti. „Ég var síðan varla byrjaður að opna pakkninguna, þá kemur sérsveitarmaður með lambhúshettu og allan pakknn, hann réðst kannski ekki að mér en ýtti mér upp að veggnum þar sem mér er haldið. Svo fyrir aftan heyri ég mannfjölda hlaupa inn," segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Gunnar náði lítið að skoða pakkann sem var mjög stór. „Þetta voru einhverjir svona stórir munir sem voru brotnir. Væntanlega vegna þess að lögreglan var búin að taka fíkniefnin úr mununum," segir hann. Gunnar var handtekinn en sleppt að loknum yfirheyrslum. Alls tóku hátt í tuttugu sérsveitar- og lögreglumenn þátt í aðgerðinni. Þeir brutust í gegnum fimm hurðir á leið sinni um húsnæðið en Gunnar segir að lögreglan muni sjá um kostnað við viðgerðir. Hann veit ekki hvers vegna leið fíkniefnanna lá í gegnum Skáksambandið. Tugir manna höfðu lykla að húnsæðinu. „Hvort einhver hafi ætlað að komast í sendinguna áður en hún náði hingað eða hvort einhver hafi ætlað að nálgast hana. En við brugðumst við og erum búin að skipta um skrá af því það hafði ekki verið gert í mörg ár," segir Gunnar. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. Á þriðjudag voru tveir menn úrskurðir í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir aðgerðir sérsveitarinnar á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og hjá Skáksambandi Íslands. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi og var ráðist í þrjár húsleitir tengdar því í vikunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að málið sé hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Aðgerðir lögreglu hjá Skáksambandinu komu til vegna þess að lögregla hafði fylgst með fíkniefnasendingu á leið til landsins. Sendingin kom frá Spáni og var stíluð á Skáksambandið. Forseti sambandins tók á móti henni en tengist málinu ekki að öðru leyti. „Ég var síðan varla byrjaður að opna pakkninguna, þá kemur sérsveitarmaður með lambhúshettu og allan pakknn, hann réðst kannski ekki að mér en ýtti mér upp að veggnum þar sem mér er haldið. Svo fyrir aftan heyri ég mannfjölda hlaupa inn," segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Gunnar náði lítið að skoða pakkann sem var mjög stór. „Þetta voru einhverjir svona stórir munir sem voru brotnir. Væntanlega vegna þess að lögreglan var búin að taka fíkniefnin úr mununum," segir hann. Gunnar var handtekinn en sleppt að loknum yfirheyrslum. Alls tóku hátt í tuttugu sérsveitar- og lögreglumenn þátt í aðgerðinni. Þeir brutust í gegnum fimm hurðir á leið sinni um húsnæðið en Gunnar segir að lögreglan muni sjá um kostnað við viðgerðir. Hann veit ekki hvers vegna leið fíkniefnanna lá í gegnum Skáksambandið. Tugir manna höfðu lykla að húnsæðinu. „Hvort einhver hafi ætlað að komast í sendinguna áður en hún náði hingað eða hvort einhver hafi ætlað að nálgast hana. En við brugðumst við og erum búin að skipta um skrá af því það hafði ekki verið gert í mörg ár," segir Gunnar.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira