Sport

Sex Íslandsmet í ólympískum lyftingum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Einar og Bjarmi á verðlaunapallinum ásamt hinum finnska Johansson
Einar og Bjarmi á verðlaunapallinum ásamt hinum finnska Johansson mynd/sportmyndir.is
Einar Ingi Jónsson setti nýtt Íslandsmet í keppni í ólympískum lyftingum á Wow Reykjavík International Games þegar hann fór með sigur í keppninni.

Einar, sem keppir undir merkjum Lyftingafélags Reykjavíkur, snaraði 119kg í annari tilraun og setti þar með Íslandsmet. Hann reyndi að gera enn betur og snara 121kg í þriðju tilraun, en það gekk ekki.

Hann lyfti 145kg í jafnhendingu og var nálægt bætingu á Íslandsmetinu þar með því að reyna við 153kg.

Liðsfélagi hans úr LFR, Bjarmi Hreinsson varð í öðru sæti, en hann tvíbætti Íslandsmetið í snörun í -94kg flokki. Fyrst snaraði hann 135kg og svo 137kg. Bjarmi lyfti síðan 158kg í jafnhöttun sem skilaði honum silfrið, jafnframt sem hann setti nýtt Íslandsmet í samanlögðum árangri, 295kg.

Þriðji varð Jere Johansson frá Finnlandi.

Þuríður Erla Helgadóttir fór með sigur í kvennaflokki. Hún sigraði með snörun á 84kg og jafnhentri lyftu á 101kg. Finninn Saara Leskinen var önnur og Aníta Líf Aradóttir þriðja.

Birna Aradóttir varð fjórða og setti hún Íslandsmet unglinga 20 ára og yngri í jafnhendingu með lyftu á 89kg.

Birkir Örn Jónsson setti Íslandsmet í -85kg flokki 23 ára og yngri með því að jafnhenda 152kg. Birkir varð í sjötta sæti keppninnar.

Þuríður Erla, Aníta Líf og Saara Leskinen á verðlaunapallinum í dagmynd/sportmyndir.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×