Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, frambjóðandi í Eflingu. vísir/ernir „Við höfum öll upplifað það persónulega mjög sterkt að það væri kominn tími til að hrista upp í verkalýðsforystunni,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formannsefni lista til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu. Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. Lista með núverandi stjórnarmönnum hefur þegar verið stillt upp. Sjö manns auk Sólveigar eru á nýja listanum sem hún segir skipaðan fólki í ýmsum störfum innan Eflingar, þar með töldum þremur innflytjendum. Sjálf vinnur hún sem ófaglærð á leikskóla. Aðspurð um helstu áherslumál segir Sólveig málefnin hreinlega hrannast upp. „Fólk er náttúrlega ótrúlega ósátt við að strita langan og erfiðan vinnudag fyrir laun sem ekki er hægt að lifa af. Hér er fullorðið fólk sem þarf að sjá fyrir fjölskyldu að vinna á lágmarkstöxtum og það er engin leið til að láta enda ná saman.“ Sólveig segir að staðan væri væntanlega ekki svona slæm ef hér væri háð sú róttæka verkalýðsbarátta sem fyrir löngu sé kominn tími á. „Hún felst í því að vera raunverulega fulltrúi fólksins sem vinnur verkmannavinnuna, fólksins sem stritar hér í þessu arðránssamfélagi,“ útskýrir hún. „Eitt af stóru vandmálunum er að við erum orðin algjörlega ósýnileg. Við eigum hvergi pláss, það talar enginn máli okkar og við fáum enga athygli.“ Aðspurð hvernig nákvæmlega þau hyggist ná fram launahækkunum og öðrum bótum segist Sólveig ekki tilbúin að svara því að svo stöddu. Það komi þó til greina að beita verkfallsvopninu oftar. „Eftir að kreppan reið yfir með öllum niðurskurðinum sem fylgdi taldi ég að það hlyti að koma að því að verkfallsvopninu yrði beitt til þess að bæta kjör okkar. Og ég er algjörlega undrandi á því að það hafi ekki verið gert.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
„Við höfum öll upplifað það persónulega mjög sterkt að það væri kominn tími til að hrista upp í verkalýðsforystunni,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formannsefni lista til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu. Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. Lista með núverandi stjórnarmönnum hefur þegar verið stillt upp. Sjö manns auk Sólveigar eru á nýja listanum sem hún segir skipaðan fólki í ýmsum störfum innan Eflingar, þar með töldum þremur innflytjendum. Sjálf vinnur hún sem ófaglærð á leikskóla. Aðspurð um helstu áherslumál segir Sólveig málefnin hreinlega hrannast upp. „Fólk er náttúrlega ótrúlega ósátt við að strita langan og erfiðan vinnudag fyrir laun sem ekki er hægt að lifa af. Hér er fullorðið fólk sem þarf að sjá fyrir fjölskyldu að vinna á lágmarkstöxtum og það er engin leið til að láta enda ná saman.“ Sólveig segir að staðan væri væntanlega ekki svona slæm ef hér væri háð sú róttæka verkalýðsbarátta sem fyrir löngu sé kominn tími á. „Hún felst í því að vera raunverulega fulltrúi fólksins sem vinnur verkmannavinnuna, fólksins sem stritar hér í þessu arðránssamfélagi,“ útskýrir hún. „Eitt af stóru vandmálunum er að við erum orðin algjörlega ósýnileg. Við eigum hvergi pláss, það talar enginn máli okkar og við fáum enga athygli.“ Aðspurð hvernig nákvæmlega þau hyggist ná fram launahækkunum og öðrum bótum segist Sólveig ekki tilbúin að svara því að svo stöddu. Það komi þó til greina að beita verkfallsvopninu oftar. „Eftir að kreppan reið yfir með öllum niðurskurðinum sem fylgdi taldi ég að það hlyti að koma að því að verkfallsvopninu yrði beitt til þess að bæta kjör okkar. Og ég er algjörlega undrandi á því að það hafi ekki verið gert.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira