Innlent

Dregið hefur úr skjálftavirkni

Gissur Sigurðsson skrifar
Á kortinu má sjá skjálftahrinuna sem hófst norður af landinu í gærmorgun.
Á kortinu má sjá skjálftahrinuna sem hófst norður af landinu í gærmorgun. Veðurstofa Íslands
Verulega hefur dregið úr skjálftahrinunni sem hófst með skjálfta upp á 4,1 stig um sextán kílómetra norð-norð austur af Grímsey laust fyrir klukkan átta í gærmorgun.

Skjálftinn fannst vel í Grímsey og við Eyjafjörð. Síðan mældist annar 3,1 stig upp úr klukkan átta og síðdegis í gær höfðu að minnsta kosti hundrað eftirskjálftar mælst, en allir mun vægari. Einhverjir smáskjálftar urðu þar líka í nótt.

Svæðið, þar sem skjálftarnir hafa átt upptök sín, er mjög þekkt skjálftassvæði og stutt er síðan að þar varð all snörp hrina. Rólegt var á öðrum skjálftasvæðum á landinu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×