Minnihlutinn í Garðabæ íhugar sameiginlegt framboð Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2018 10:39 Minnihlutinn í Garðabæ ræddi sameiginlegt framboð fyrir síðustu kosningar en upp úr þeim viðræðum slitnaði á síðustu stundu. Vísir Flokkarnir sem skipa minnihluta í bæjarstjórn Garðabæjar íhuga nú sameiginlegt framboð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Flokkarnir sem um ræðir eru Björt framtíð sem er með tvo fulltrúa í bæjarstjórn, Samfylkingin sem á einn fulltrúa og og Listi fólksins í bænum sem á einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta með sjö bæjarfulltrúa. Halldór J. Jörgensson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, segir sameiginlegt framboð flokkanna í minnihluta hafa verið rætt fyrir kosningarnar í vor, alveg eins og það var rætt fyrir síðustu kosningar.Halldór Jörgensson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Garðabæ.„Þetta var komið ansi langt skilst mér fyrir fjórum árum síðan en svo slitnaði upp úr því á síðustu stundu,“ segir Halldór. Hann segir viðræðurnar ekki komnar langt en fólk sé viljugt til að ræða saman og svo þurfi tíminn að leiða annað í ljós. Garðabær hefur reynst ansi sterkt vígi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og segir Halldór flokkinn hafa vissulega verið við stjórnvölinn lengi þar í bæ. Hann tekur þó fram að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu búnir að vinna mikið starf en mögulega sé kominn tími á breytingar. „Ég held að það sé mjög heilbrigt fyrir alla, bæði meirihlutann og Garðbæinga alla að skipta út allavega eitt kjörtímabil. Ég segi það náttúrlega hugmyndafræðilega séð, svo er annað að reyna að framkvæma það. Svo er hitt að geta mögulega styrkt minnihlutann. Í svona samstarfi getur minnihlutasamstarfið verið betra, við erum ekkert svo rosalega ósammála hér í Garðabæ, allir hér sem sitja í bæjarstjórn eru indælisfólk sem er sammála um flest mál en þetta snýst meira um hvernig á að vinna hlutina, ekki hvort,“ segir Halldór. Aðspurður hvenær ákvörðun um samstarf flokkanna í minnihluta þyrfti að liggja fyrir segist hann ekki viss, en vissulega sé það betra ef það gerist fyrr en seinna. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí næstkomandi. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
Flokkarnir sem skipa minnihluta í bæjarstjórn Garðabæjar íhuga nú sameiginlegt framboð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Flokkarnir sem um ræðir eru Björt framtíð sem er með tvo fulltrúa í bæjarstjórn, Samfylkingin sem á einn fulltrúa og og Listi fólksins í bænum sem á einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta með sjö bæjarfulltrúa. Halldór J. Jörgensson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, segir sameiginlegt framboð flokkanna í minnihluta hafa verið rætt fyrir kosningarnar í vor, alveg eins og það var rætt fyrir síðustu kosningar.Halldór Jörgensson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Garðabæ.„Þetta var komið ansi langt skilst mér fyrir fjórum árum síðan en svo slitnaði upp úr því á síðustu stundu,“ segir Halldór. Hann segir viðræðurnar ekki komnar langt en fólk sé viljugt til að ræða saman og svo þurfi tíminn að leiða annað í ljós. Garðabær hefur reynst ansi sterkt vígi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og segir Halldór flokkinn hafa vissulega verið við stjórnvölinn lengi þar í bæ. Hann tekur þó fram að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu búnir að vinna mikið starf en mögulega sé kominn tími á breytingar. „Ég held að það sé mjög heilbrigt fyrir alla, bæði meirihlutann og Garðbæinga alla að skipta út allavega eitt kjörtímabil. Ég segi það náttúrlega hugmyndafræðilega séð, svo er annað að reyna að framkvæma það. Svo er hitt að geta mögulega styrkt minnihlutann. Í svona samstarfi getur minnihlutasamstarfið verið betra, við erum ekkert svo rosalega ósammála hér í Garðabæ, allir hér sem sitja í bæjarstjórn eru indælisfólk sem er sammála um flest mál en þetta snýst meira um hvernig á að vinna hlutina, ekki hvort,“ segir Halldór. Aðspurður hvenær ákvörðun um samstarf flokkanna í minnihluta þyrfti að liggja fyrir segist hann ekki viss, en vissulega sé það betra ef það gerist fyrr en seinna. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí næstkomandi.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira