Stjórnin lýsir yfir vantrausti á Jón Pál og rekur frá Leikfélagi Akureyrar Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2018 11:25 Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóri mun ekki leikstýra fyrirhugaðri kveðjusýningu sinni fyrir norðan. visir/ernir Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar hefur verið sagt upp störfum. Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar (MAk), staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hún sagði að nú væri unnið að tilkynningu þar sem frá þessu verður greint opinberlega. „Ég tjái mig ekki um uppsögnina þar sem hún er persónulegs eðlis.“ Yfirlýsingar frá stjórn er að vænta. Jón Páll tilkynnti skömmu fyrir áramót að hann hefði sagt upp störfum. Því kemur þessi uppsögn nú nokkuð á óvart.Var búinn að segja upp störfum Ástæðan sem Jón Páll gaf upp í pistli sem hann birti opinberlega, á Facebooksíðu sinni, var rekstrarlegs eðlis og tengdist metnaðarfullum markmiðum stjórnar MAk: „Ég taldi að öll þessi jákvæðu teikn ásamt því sögulega tækifæri að gera LA kleift á hundrað ára afmæli þess tryggja samfellda starfsemi til framtíðar væri nægur hvati fyrir fulltrúa okkar í bæjarstjórn til þess að leiðrétta þann skort sem hefur verið á framlögum til leikfélagsins í nærri 10 ár samfleytt og gera LA kleift að ná yfirlýstum markmiðum. Hinn nýji samningur afhjúpar hins vegar skort á skilningi á mikilvægi LA sem hreyfialfs í okkar samfélagi og þau djúpu og dýrmætu áhrif það hefur á lífsgæði okkar og möguleika barna okkar til auðugs og hvetjandi lífs. Hann afhjúpar skort á vilja til þess að stefna sú er tryggt getur áframhaldandi samfellda starfsemi atvinnuleikhús undir merkjum LA geti orðið að veruleika. Samningurinn hafnar því þeirri framtíðarsýn hvers mótun ég leiddi í samstarfi við fulltrúa úr stjórn MAk og Leikfélags Akureyrar. Ég mun því segja starfi mínu lausu sem Leikhústjóri LA frá og með 1. Janúar 2018.“Mun ekki leikstýra Sjeikspír eins og hann leggur sig Jón Páll tilkynnti jafnframt við þetta tækifæri að þrátt fyrir þessa erfiðu stöðu ætlaði hann að skilja vel við, hann ætlaði að setja eftirmann sinn inn í málin. Og: „Ég hef óskað eftir því að ljúka ráðningu minni með því að frumsýna Sjeikspír eins og hann leggur sig í byrjun mars en það verkefni er í fullum undirbúningi. Stjórn MAk hefur fallist á það og ég er þess sannfærður að það verður glæsilegur endir á alveg frammúrskarandi leikári hjá LA hvað varðar listrænan, samfélagslegan og rekstrarlegan árangur,“ segir í yfirlýsingu Jóns Páls sem hann birti 20. desember í fyrra. Til þess mun þó ekki koma að hann stýri því verkefni. Þetta staðfesti Jón Páll í samtali við Vísi. Hann vill ekki tjá sig frekar um uppsögnina á þessu stigi máls, hann vill bíða með það þar til yfirlýsing stjórnar lítur dagsins ljós.Uppfært 11:50 Yfirlýsingin frá stjórn MAk var að birtast nú rétt í þessu. Hún er stutt og svohljóðandi: „Stjórn og framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar hafa tekið ákvörðun um að Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar starfi ekki út uppsagnarfrest sinn heldur ljúki störfum nú þegar. Byggist sú ákvörðun á því að ekki ríkir lengur traust um hans störf hjá félaginu. Ákvörðun þessi er tekin að vel athuguðu máli og ríkir einhugur um hana. Framkvæmdastjóri vinnur nú að nauðsynlegu skipulagi vegna þeirra verkefna sem eru framundan á vegum LA.“ Menning Tengdar fréttir Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Sjá meira
Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar hefur verið sagt upp störfum. Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar (MAk), staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hún sagði að nú væri unnið að tilkynningu þar sem frá þessu verður greint opinberlega. „Ég tjái mig ekki um uppsögnina þar sem hún er persónulegs eðlis.“ Yfirlýsingar frá stjórn er að vænta. Jón Páll tilkynnti skömmu fyrir áramót að hann hefði sagt upp störfum. Því kemur þessi uppsögn nú nokkuð á óvart.Var búinn að segja upp störfum Ástæðan sem Jón Páll gaf upp í pistli sem hann birti opinberlega, á Facebooksíðu sinni, var rekstrarlegs eðlis og tengdist metnaðarfullum markmiðum stjórnar MAk: „Ég taldi að öll þessi jákvæðu teikn ásamt því sögulega tækifæri að gera LA kleift á hundrað ára afmæli þess tryggja samfellda starfsemi til framtíðar væri nægur hvati fyrir fulltrúa okkar í bæjarstjórn til þess að leiðrétta þann skort sem hefur verið á framlögum til leikfélagsins í nærri 10 ár samfleytt og gera LA kleift að ná yfirlýstum markmiðum. Hinn nýji samningur afhjúpar hins vegar skort á skilningi á mikilvægi LA sem hreyfialfs í okkar samfélagi og þau djúpu og dýrmætu áhrif það hefur á lífsgæði okkar og möguleika barna okkar til auðugs og hvetjandi lífs. Hann afhjúpar skort á vilja til þess að stefna sú er tryggt getur áframhaldandi samfellda starfsemi atvinnuleikhús undir merkjum LA geti orðið að veruleika. Samningurinn hafnar því þeirri framtíðarsýn hvers mótun ég leiddi í samstarfi við fulltrúa úr stjórn MAk og Leikfélags Akureyrar. Ég mun því segja starfi mínu lausu sem Leikhústjóri LA frá og með 1. Janúar 2018.“Mun ekki leikstýra Sjeikspír eins og hann leggur sig Jón Páll tilkynnti jafnframt við þetta tækifæri að þrátt fyrir þessa erfiðu stöðu ætlaði hann að skilja vel við, hann ætlaði að setja eftirmann sinn inn í málin. Og: „Ég hef óskað eftir því að ljúka ráðningu minni með því að frumsýna Sjeikspír eins og hann leggur sig í byrjun mars en það verkefni er í fullum undirbúningi. Stjórn MAk hefur fallist á það og ég er þess sannfærður að það verður glæsilegur endir á alveg frammúrskarandi leikári hjá LA hvað varðar listrænan, samfélagslegan og rekstrarlegan árangur,“ segir í yfirlýsingu Jóns Páls sem hann birti 20. desember í fyrra. Til þess mun þó ekki koma að hann stýri því verkefni. Þetta staðfesti Jón Páll í samtali við Vísi. Hann vill ekki tjá sig frekar um uppsögnina á þessu stigi máls, hann vill bíða með það þar til yfirlýsing stjórnar lítur dagsins ljós.Uppfært 11:50 Yfirlýsingin frá stjórn MAk var að birtast nú rétt í þessu. Hún er stutt og svohljóðandi: „Stjórn og framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar hafa tekið ákvörðun um að Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar starfi ekki út uppsagnarfrest sinn heldur ljúki störfum nú þegar. Byggist sú ákvörðun á því að ekki ríkir lengur traust um hans störf hjá félaginu. Ákvörðun þessi er tekin að vel athuguðu máli og ríkir einhugur um hana. Framkvæmdastjóri vinnur nú að nauðsynlegu skipulagi vegna þeirra verkefna sem eru framundan á vegum LA.“
Menning Tengdar fréttir Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Sjá meira
Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55