Innlent

Í gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á talsverðu magni fíkniefna

Nadine Guðrún Yaghi skrifar

Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um innflutning á talsverðu magni af fíkniefnum til landsins.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, fór í fyrradag í umfangsmiklar aðgerðir vegna málsins á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem mennirnir voru handteknir.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða tvo íslenska karlmenn á þrítugsaldri sem handteknir voru í tengslum við málið í fyrradag. Aðgerðir lögreglu voru nokkuð umfangsmiklar og tók sérsveit ríkislögreglustjóra þátt í þeim.

Annar mannanna var handtekinn á veitingastaðnum Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ í fyrradag en hann tengist staðnum samkvæmt heimildum fréttastofu.

Á svipuðum tíma réðist sérsveitin inn í húsnæði Skáksambands Íslands í Faxafeni og handtók annan mann en samkvæmt upplýsingum frá Grími Grímssyni, yfirmanni miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, eru starfsmenn skáksambandsins ekki taldir tengjast málinu. Grímur vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru mennirnir taldir hafa staðið að innflutning á talsverðu magni af fíkniefnum til landsins og er málið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.