Xi Kínaforseti hefur áhuga á íslenskum jarðvarmaverkefnum Heimir Már Pétursson skrifar 11. janúar 2018 19:30 Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. Þá vilji Kínverjar samstarf við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin í loftlags- og norðurslóðamálum og séu opnir fyrir þátttöku þessara ríkja við uppbyggingu innviða í Kína. Forsetar þjóðþinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, eða NB-átta hópurinn eins og hann er kallaður, eru á fjórða degi heimsóknar sinnar til Kína en heimsókninni lýkur á laugardag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis er mjög ánægður með fund hópsins með Xi Jinping forseta Kína í Höll alþýðunnar í gær. „Hann var mjög góður og stóð í klukkutíma og korter í staðinn fyrir fjörutíu mínútur. Af því hann svaraði ítarlega og fór yfir mál. Þetta var upplýsandi og góður fundur,“ segir Steingrímur. Mikið hafi verið rætt um loftlagsmál á fundinum og mögulegt samstarf Kína við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin og önnur norðurslóðaríki. Einnig um þróun grænnar orku.Steingrímur og Xi.Skjáskot úr sjónvarpsfréttum ytra„Og ég auðvitað reyndi að koma að okkar framlagi á sviði jarðhita verkefnanna og samstarfs við Kína í þeim efnum. Það kom í ljós að hann þekkti til þeirra og sagðist persónulega áhugasamur um þau verkefni þar sem Ísland og Kína hefðu verið að vinna saman á sviði jarðhitanýtingar,“ sagði Steingrímur. Emmanuel Macron forseti Frakklands er einnig í heimsókn í Kína en þrátt fyrir það gaf kínverski forsetinn NB-átta hópnum lengri tíma en áætlað var. Xi hafi verið mjög vel inni í öllum þeim málum sem þingforsetarnir tóku upp á fundinum. „Það kom fram bæði hjá honum og áður á fundi með þingforsetanum, ráðherrum og fleirum að þeir vilja að við vitum að dyrnar standa opnar fyrir Norðurlöndin og þetta svæði til að taka þátt í þessu innviða uppbyggingarverkefni sem Kína hefur verið að hrinda af stað og bjóða upp á,“ segir forseti Alþingis. Verkefnið gengur undir nafninu Belti og vegur og er stundum kallað nýja silkileiðin segir Steingrímur. „Og felur aðallega í sér að bæta samgöngur og byggja upp inn viði til að auka samþættingu svæða. Í efnahagstilliti og svo framvegis. Það er greinilegt að Kína er tilbúið til að útvíkka það til að taka með einhverjum hætti, eða til að tengjast norðurslóðunum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. Þá vilji Kínverjar samstarf við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin í loftlags- og norðurslóðamálum og séu opnir fyrir þátttöku þessara ríkja við uppbyggingu innviða í Kína. Forsetar þjóðþinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, eða NB-átta hópurinn eins og hann er kallaður, eru á fjórða degi heimsóknar sinnar til Kína en heimsókninni lýkur á laugardag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis er mjög ánægður með fund hópsins með Xi Jinping forseta Kína í Höll alþýðunnar í gær. „Hann var mjög góður og stóð í klukkutíma og korter í staðinn fyrir fjörutíu mínútur. Af því hann svaraði ítarlega og fór yfir mál. Þetta var upplýsandi og góður fundur,“ segir Steingrímur. Mikið hafi verið rætt um loftlagsmál á fundinum og mögulegt samstarf Kína við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin og önnur norðurslóðaríki. Einnig um þróun grænnar orku.Steingrímur og Xi.Skjáskot úr sjónvarpsfréttum ytra„Og ég auðvitað reyndi að koma að okkar framlagi á sviði jarðhita verkefnanna og samstarfs við Kína í þeim efnum. Það kom í ljós að hann þekkti til þeirra og sagðist persónulega áhugasamur um þau verkefni þar sem Ísland og Kína hefðu verið að vinna saman á sviði jarðhitanýtingar,“ sagði Steingrímur. Emmanuel Macron forseti Frakklands er einnig í heimsókn í Kína en þrátt fyrir það gaf kínverski forsetinn NB-átta hópnum lengri tíma en áætlað var. Xi hafi verið mjög vel inni í öllum þeim málum sem þingforsetarnir tóku upp á fundinum. „Það kom fram bæði hjá honum og áður á fundi með þingforsetanum, ráðherrum og fleirum að þeir vilja að við vitum að dyrnar standa opnar fyrir Norðurlöndin og þetta svæði til að taka þátt í þessu innviða uppbyggingarverkefni sem Kína hefur verið að hrinda af stað og bjóða upp á,“ segir forseti Alþingis. Verkefnið gengur undir nafninu Belti og vegur og er stundum kallað nýja silkileiðin segir Steingrímur. „Og felur aðallega í sér að bæta samgöngur og byggja upp inn viði til að auka samþættingu svæða. Í efnahagstilliti og svo framvegis. Það er greinilegt að Kína er tilbúið til að útvíkka það til að taka með einhverjum hætti, eða til að tengjast norðurslóðunum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira