Heimatilbúið tímahrak við skipan dómaranna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. janúar 2018 06:00 Sjö af dómurunum voru skipaðir við Héraðsdóm Reykjavíkur. vísir/gva „Það er ekki bara við hæfnisnefndina að sakast. Ferlið allt var óheppilegt frá upphafi,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Í vikunni skipaði settur dómsmálaráðherra átta einstaklinga í stöður héraðsdómara. Skipunin var gerð með semingi þar sem settur ráðherra hafði ýmislegt út á störf dómnefndar um hæfni umsækjenda að setja. „Tímahrak“ og „einstrengingsleg“ afstaða nefndarinnar hefðu gert það að verkum að ráðherra væri sá kostur nauðugur að fallast á mat nefndarinnar.Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarVÍSIR/HANNA„Það lá fyrir í júní að skipa þyrfti átta héraðsdómara en stöðurnar voru ekki auglýstar fyrr en í september. Þá var hæfnisnefndin ekki fullskipuð fyrr en um miðjan október. Það þarf að skoða hvernig ferlið allt var unnið til að tryggja að ekki sé staðið svona illa að þessu,“ segir Helga Vala. Hún segir enn fremur óheppilegt að settur ráðherra og formaður nefndarinnar hafi farið að munnhöggvast á opinberum vettvangi. „Slíkt er ekki til þess að auka trú almennings á dómstólum. Réttarkerfið þarf að virka og það þarf að vera þannig úr garði gert að við treystum því að það virki og að þar fari fram algerlega hlutlaust mat,“ segir Helga Vala. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú þegar stjórnsýslu í kringum skipan Landsréttar til skoðunar. Sérfræðingar munu koma fyrir nefndina í næstu viku þegar þing kemur saman. Formaðurinn segir að möguleiki sé á að skipanin nú geti tvinnast þar saman við telji nefndin ástæðu til.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sést hér lengst til hægri. Hann var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins á síðasta kjörtímabili.vísir/anton brinkBrynjar Níelsson, nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og fyrrverandi fulltrúi Lögmannafélagsins í hæfnisnefndinni, telur þörf á að breyta fyrirkomulaginu við skipan dómara. „Ég er ekki sáttur við hvernig nefndin framkvæmir þessi möt. Að búið sé til eitthvert skjal, þar sem einhver einkunn er gefin og það svo lagt saman. Þannig var það ekki þegar ég var í nefndinni,“ segir Brynjar. Brynjar segir að hann sé hlynntur því að hafa matsnefnd sem myndi draga saman hvaða einstaklingar væru hæfir. Síðan væri það ráðherra að ákveða hverjir væri hentugastir á hverjum tíma, til dæmis út frá bakgrunni þeirra eða kyni. „Sé verulegur munur á umsækjendum finnst mér að draga ætti það fram. Það er í það minnsta afar erfitt fyrir ráðherra að bera ábyrgð á skipaninni meðan hún er unnin með þessum hætti,“ segir Brynjar. „Þetta kerfi eins og það er núna gengur ekki og var heldur ekki hugsunin í upphafi með lögunum. Við erum komin í pattstöðu sem við verðum að leysa úr.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
„Það er ekki bara við hæfnisnefndina að sakast. Ferlið allt var óheppilegt frá upphafi,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Í vikunni skipaði settur dómsmálaráðherra átta einstaklinga í stöður héraðsdómara. Skipunin var gerð með semingi þar sem settur ráðherra hafði ýmislegt út á störf dómnefndar um hæfni umsækjenda að setja. „Tímahrak“ og „einstrengingsleg“ afstaða nefndarinnar hefðu gert það að verkum að ráðherra væri sá kostur nauðugur að fallast á mat nefndarinnar.Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarVÍSIR/HANNA„Það lá fyrir í júní að skipa þyrfti átta héraðsdómara en stöðurnar voru ekki auglýstar fyrr en í september. Þá var hæfnisnefndin ekki fullskipuð fyrr en um miðjan október. Það þarf að skoða hvernig ferlið allt var unnið til að tryggja að ekki sé staðið svona illa að þessu,“ segir Helga Vala. Hún segir enn fremur óheppilegt að settur ráðherra og formaður nefndarinnar hafi farið að munnhöggvast á opinberum vettvangi. „Slíkt er ekki til þess að auka trú almennings á dómstólum. Réttarkerfið þarf að virka og það þarf að vera þannig úr garði gert að við treystum því að það virki og að þar fari fram algerlega hlutlaust mat,“ segir Helga Vala. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú þegar stjórnsýslu í kringum skipan Landsréttar til skoðunar. Sérfræðingar munu koma fyrir nefndina í næstu viku þegar þing kemur saman. Formaðurinn segir að möguleiki sé á að skipanin nú geti tvinnast þar saman við telji nefndin ástæðu til.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sést hér lengst til hægri. Hann var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins á síðasta kjörtímabili.vísir/anton brinkBrynjar Níelsson, nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og fyrrverandi fulltrúi Lögmannafélagsins í hæfnisnefndinni, telur þörf á að breyta fyrirkomulaginu við skipan dómara. „Ég er ekki sáttur við hvernig nefndin framkvæmir þessi möt. Að búið sé til eitthvert skjal, þar sem einhver einkunn er gefin og það svo lagt saman. Þannig var það ekki þegar ég var í nefndinni,“ segir Brynjar. Brynjar segir að hann sé hlynntur því að hafa matsnefnd sem myndi draga saman hvaða einstaklingar væru hæfir. Síðan væri það ráðherra að ákveða hverjir væri hentugastir á hverjum tíma, til dæmis út frá bakgrunni þeirra eða kyni. „Sé verulegur munur á umsækjendum finnst mér að draga ætti það fram. Það er í það minnsta afar erfitt fyrir ráðherra að bera ábyrgð á skipaninni meðan hún er unnin með þessum hætti,“ segir Brynjar. „Þetta kerfi eins og það er núna gengur ekki og var heldur ekki hugsunin í upphafi með lögunum. Við erum komin í pattstöðu sem við verðum að leysa úr.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira