Lífið

Twitter logar út af menguðu vatni

Birgir Olgeirsson skrifar
Það er betra að sjóða vatnið.
Það er betra að sjóða vatnið. Vísir/Getty
Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 

Þetta hefur orðið til þess að nokkrir æringjar á Twitter hafa gert grín að ástandinu á meðan aðrir eiga vart orð og gagnrýna þetta harðlega. 

Hér fyrir neðan er farið yfir nokkur tíst vegna málsins:

Heiður Anna myndi til dæmis borga ansi mikið fyrir vatnsflösku:

Stefán Hrafn Hagalín segir einnig að tilboðið hjá Þrastarlundi hljómi vel í þessari stöðu:

Körfuboltaþjálfarinn Teitur Örlygsson segist eiga kassa af vatnsflöskum frá Hótel Adamsem komust í fréttirnar um árið. Eigandi hótelsins varaði gesti sína við kranavatninu og bauð þeim sérmerktar Hótel Adam-vatnsflöskur á fjögur hundruð krónur :

Þessi spyr sig hvort eigandi Hótel Adam hafi hreinlega haft rétt fyrir sér?:

Ragnar Eyþórsson einnig með góða Hótel Adam tilvísun:

Glódís þakkar fyrir að hafa gleypt hálfan lítra af vatni áður en hún sá fréttirnar:

Fríða sér ljósu hliðarnar á þessu ástandi:

Kristjana ekki þó eins jákvæð.

Eydís Blöndal bendir á alvarleika málsins, sem er mikill:

Og þetta eru sannarlega ekki fréttirnar sem þú vilt fá á miðri æfingu:

Grínistinn Þorsteinn Guðmundsson hefur áhyggjur af heilsufasistunum í þessu ástandi:

Loks bendir Eyþór Arnalds, sem vill leiða lista Sjálfstæðismanna í borginni, á að Reykvíkingar eigi rétt á greinargóðum skýringum hvernig þetta gat gerst:

Tengdar fréttir

Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík

Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.