Ísland í dag: „Ég myndi frekar vilja fá þetta heldur en börnin“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2018 21:55 Sóli Hólm sagði sögu sína í Íslandi í dag. Stöð 2 Skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm, eða Sóli Hólm eins og hann er alltaf kallaður, greindist með krabbamein 16. júlí síðastliðinn en er nú læknaður. Ísland í dag hitti Sóla Hólm fyrir skemmstu og fékk að heyra sögu hans. Sóli sagði frá því að hann hefði farið í sturtu að morgni 5. júlí síðastliðins en þegar hann skoðaði sig í spegli eftir þá sturtuferð tók hann eftir því að annar hálsvöðvinn var stærri heldur en hinn. Hann fór þá að hugsa hvort eitthvað gæti í raun amað að sér. Hann pantaði tíma hjá heimilislækni samdægurs og viðbrögð læknis bentu til þess að þessi bólga væri ekki út af hálsbólgu, líkt og Sóli hafði ímyndað sér.Sóli Hólm ásamt sambýliskonu sinni Viktoríu Hermannsdóttur og börnum þeirra.Stöð 2Hann fór í fjölda rannsókna sem leiddu í ljós að hann var með Hodgkins-eitlakrabbamein. Biðin eftir niðurstöðunni reyndist honum afar erfið og hann var búinn að ímynda sér að hann væri með krabbamein um allan líkamann. Eftir eins og hálfs sólarhrings bið kom í ljós að hann var með bólgna eitla í háls og brjóstholi og þyrfti að fara í lyfjameðferð. „Það fannst mér ennþá meira áfall, ég hélt að þetta yrði bara skorið í burtu og yrði góður eftir tvær vikur,“ sagði Sóli. Hann sagðist hafa verið snöggur að sætta sig við niðurstöðuna og hafði trú á því að batahorfur hans væri góðar. Sóli gekkst við því að þessi barátta hans við sjúkdóminn hafi reynst fólki í kringum hann erfiðari heldur en honum sjálfum. „Alveg tvímælalaust! Mamma var með flensueinkenni í marga daga og fór til læknis sem spurði hana hvort hún væri undir andlegu álagi. Þá sagði hún honum frá því að sonur hennar hefði verið að greinast með krabbamein og hann sagði að það væri það sem væri að hrjá hana og eftir það var hún hress,“ sagði Sóli. Faðir hann sagði einnig við Sóla að hann hefði sjálfur viljað taka þetta krabbamein á sig heldur en að horfa á son sinn greinast með það. „Ég skyldi það svo vel því ég myndi frekar vilja fá þetta heldur en börnin.“Sóli fór í sína síðustu lyfjameðferð 6. nóvember síðastliðinn.Stöð 2Sóli fór í sína síðustu lyfjagjöf 6. nóvember í fyrra og fékk að vita í lok nóvember að hann væri læknaður. Hann segir meinið hafa uppgötvast snemma og hafi svarað lyfjameðferðinni mjög hratt þá séu líkurnar frekar litlar á að það taki sig upp aftur. Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sóla í spilaranum hér fyrir neðan: Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira
Skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm, eða Sóli Hólm eins og hann er alltaf kallaður, greindist með krabbamein 16. júlí síðastliðinn en er nú læknaður. Ísland í dag hitti Sóla Hólm fyrir skemmstu og fékk að heyra sögu hans. Sóli sagði frá því að hann hefði farið í sturtu að morgni 5. júlí síðastliðins en þegar hann skoðaði sig í spegli eftir þá sturtuferð tók hann eftir því að annar hálsvöðvinn var stærri heldur en hinn. Hann fór þá að hugsa hvort eitthvað gæti í raun amað að sér. Hann pantaði tíma hjá heimilislækni samdægurs og viðbrögð læknis bentu til þess að þessi bólga væri ekki út af hálsbólgu, líkt og Sóli hafði ímyndað sér.Sóli Hólm ásamt sambýliskonu sinni Viktoríu Hermannsdóttur og börnum þeirra.Stöð 2Hann fór í fjölda rannsókna sem leiddu í ljós að hann var með Hodgkins-eitlakrabbamein. Biðin eftir niðurstöðunni reyndist honum afar erfið og hann var búinn að ímynda sér að hann væri með krabbamein um allan líkamann. Eftir eins og hálfs sólarhrings bið kom í ljós að hann var með bólgna eitla í háls og brjóstholi og þyrfti að fara í lyfjameðferð. „Það fannst mér ennþá meira áfall, ég hélt að þetta yrði bara skorið í burtu og yrði góður eftir tvær vikur,“ sagði Sóli. Hann sagðist hafa verið snöggur að sætta sig við niðurstöðuna og hafði trú á því að batahorfur hans væri góðar. Sóli gekkst við því að þessi barátta hans við sjúkdóminn hafi reynst fólki í kringum hann erfiðari heldur en honum sjálfum. „Alveg tvímælalaust! Mamma var með flensueinkenni í marga daga og fór til læknis sem spurði hana hvort hún væri undir andlegu álagi. Þá sagði hún honum frá því að sonur hennar hefði verið að greinast með krabbamein og hann sagði að það væri það sem væri að hrjá hana og eftir það var hún hress,“ sagði Sóli. Faðir hann sagði einnig við Sóla að hann hefði sjálfur viljað taka þetta krabbamein á sig heldur en að horfa á son sinn greinast með það. „Ég skyldi það svo vel því ég myndi frekar vilja fá þetta heldur en börnin.“Sóli fór í sína síðustu lyfjameðferð 6. nóvember síðastliðinn.Stöð 2Sóli fór í sína síðustu lyfjagjöf 6. nóvember í fyrra og fékk að vita í lok nóvember að hann væri læknaður. Hann segir meinið hafa uppgötvast snemma og hafi svarað lyfjameðferðinni mjög hratt þá séu líkurnar frekar litlar á að það taki sig upp aftur. Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sóla í spilaranum hér fyrir neðan:
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira
Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50
Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24