Ísland í dag: „Ég myndi frekar vilja fá þetta heldur en börnin“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2018 21:55 Sóli Hólm sagði sögu sína í Íslandi í dag. Stöð 2 Skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm, eða Sóli Hólm eins og hann er alltaf kallaður, greindist með krabbamein 16. júlí síðastliðinn en er nú læknaður. Ísland í dag hitti Sóla Hólm fyrir skemmstu og fékk að heyra sögu hans. Sóli sagði frá því að hann hefði farið í sturtu að morgni 5. júlí síðastliðins en þegar hann skoðaði sig í spegli eftir þá sturtuferð tók hann eftir því að annar hálsvöðvinn var stærri heldur en hinn. Hann fór þá að hugsa hvort eitthvað gæti í raun amað að sér. Hann pantaði tíma hjá heimilislækni samdægurs og viðbrögð læknis bentu til þess að þessi bólga væri ekki út af hálsbólgu, líkt og Sóli hafði ímyndað sér.Sóli Hólm ásamt sambýliskonu sinni Viktoríu Hermannsdóttur og börnum þeirra.Stöð 2Hann fór í fjölda rannsókna sem leiddu í ljós að hann var með Hodgkins-eitlakrabbamein. Biðin eftir niðurstöðunni reyndist honum afar erfið og hann var búinn að ímynda sér að hann væri með krabbamein um allan líkamann. Eftir eins og hálfs sólarhrings bið kom í ljós að hann var með bólgna eitla í háls og brjóstholi og þyrfti að fara í lyfjameðferð. „Það fannst mér ennþá meira áfall, ég hélt að þetta yrði bara skorið í burtu og yrði góður eftir tvær vikur,“ sagði Sóli. Hann sagðist hafa verið snöggur að sætta sig við niðurstöðuna og hafði trú á því að batahorfur hans væri góðar. Sóli gekkst við því að þessi barátta hans við sjúkdóminn hafi reynst fólki í kringum hann erfiðari heldur en honum sjálfum. „Alveg tvímælalaust! Mamma var með flensueinkenni í marga daga og fór til læknis sem spurði hana hvort hún væri undir andlegu álagi. Þá sagði hún honum frá því að sonur hennar hefði verið að greinast með krabbamein og hann sagði að það væri það sem væri að hrjá hana og eftir það var hún hress,“ sagði Sóli. Faðir hann sagði einnig við Sóla að hann hefði sjálfur viljað taka þetta krabbamein á sig heldur en að horfa á son sinn greinast með það. „Ég skyldi það svo vel því ég myndi frekar vilja fá þetta heldur en börnin.“Sóli fór í sína síðustu lyfjameðferð 6. nóvember síðastliðinn.Stöð 2Sóli fór í sína síðustu lyfjagjöf 6. nóvember í fyrra og fékk að vita í lok nóvember að hann væri læknaður. Hann segir meinið hafa uppgötvast snemma og hafi svarað lyfjameðferðinni mjög hratt þá séu líkurnar frekar litlar á að það taki sig upp aftur. Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sóla í spilaranum hér fyrir neðan: Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Sjá meira
Skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm, eða Sóli Hólm eins og hann er alltaf kallaður, greindist með krabbamein 16. júlí síðastliðinn en er nú læknaður. Ísland í dag hitti Sóla Hólm fyrir skemmstu og fékk að heyra sögu hans. Sóli sagði frá því að hann hefði farið í sturtu að morgni 5. júlí síðastliðins en þegar hann skoðaði sig í spegli eftir þá sturtuferð tók hann eftir því að annar hálsvöðvinn var stærri heldur en hinn. Hann fór þá að hugsa hvort eitthvað gæti í raun amað að sér. Hann pantaði tíma hjá heimilislækni samdægurs og viðbrögð læknis bentu til þess að þessi bólga væri ekki út af hálsbólgu, líkt og Sóli hafði ímyndað sér.Sóli Hólm ásamt sambýliskonu sinni Viktoríu Hermannsdóttur og börnum þeirra.Stöð 2Hann fór í fjölda rannsókna sem leiddu í ljós að hann var með Hodgkins-eitlakrabbamein. Biðin eftir niðurstöðunni reyndist honum afar erfið og hann var búinn að ímynda sér að hann væri með krabbamein um allan líkamann. Eftir eins og hálfs sólarhrings bið kom í ljós að hann var með bólgna eitla í háls og brjóstholi og þyrfti að fara í lyfjameðferð. „Það fannst mér ennþá meira áfall, ég hélt að þetta yrði bara skorið í burtu og yrði góður eftir tvær vikur,“ sagði Sóli. Hann sagðist hafa verið snöggur að sætta sig við niðurstöðuna og hafði trú á því að batahorfur hans væri góðar. Sóli gekkst við því að þessi barátta hans við sjúkdóminn hafi reynst fólki í kringum hann erfiðari heldur en honum sjálfum. „Alveg tvímælalaust! Mamma var með flensueinkenni í marga daga og fór til læknis sem spurði hana hvort hún væri undir andlegu álagi. Þá sagði hún honum frá því að sonur hennar hefði verið að greinast með krabbamein og hann sagði að það væri það sem væri að hrjá hana og eftir það var hún hress,“ sagði Sóli. Faðir hann sagði einnig við Sóla að hann hefði sjálfur viljað taka þetta krabbamein á sig heldur en að horfa á son sinn greinast með það. „Ég skyldi það svo vel því ég myndi frekar vilja fá þetta heldur en börnin.“Sóli fór í sína síðustu lyfjameðferð 6. nóvember síðastliðinn.Stöð 2Sóli fór í sína síðustu lyfjagjöf 6. nóvember í fyrra og fékk að vita í lok nóvember að hann væri læknaður. Hann segir meinið hafa uppgötvast snemma og hafi svarað lyfjameðferðinni mjög hratt þá séu líkurnar frekar litlar á að það taki sig upp aftur. Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sóla í spilaranum hér fyrir neðan:
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Sjá meira
Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50
Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24