Sögðust hafa tekið stera vegna sólarlandaferðar en fengu enga miskunn hjá Áfrýjunardómstólnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 07:45 Íshokkímaður. Myndin tengist málinu ekki. Vísir/Getty Áfrýjunardómstóll Íþrótta og Ólympíusambands Íslands staðfesti í gær fjögurra ára keppnisbann yfir íshokkí-landsliðsmönnunum Birni Róberti Sigurðssyni og Steindóri Ingasyni. Þeir féllu báðir á lyfaprófi eftir að hafa verið að eigin sögn að undirbúa sig fyrir sólarlandaferð en ekki fyrir keppni inn á svellinu. Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason tóku inn stera sem voru á bannlista lyfjaráðs ÍSÍ og féllu á lyfjaprófi. Skýring þeirra þá og öll vörn þeirra hefur snúist um að þeir hafi tekið sterana til að stækka vöðva sína fyrir sólarlandaferð en ekki til að bæta árangur sinn í íshokkí. Á það féllst dómurinn hinsvegar ekki. Björn Róbert og Steindór áfrýjuðu dómi dómstóls Íþrótta og Ólympíusambands Íslands frá 6. desember síðastliðnum og vildu að dómurinn yfir þeim yrði ómerktur og málinu vísað heim til dómstóls ÍSÍ til efnislegrar úrlausnar en á það var ekki fallist. Tvímenningarnir vísuðu meðal annars til þess að þeir féllu ekki undir gildissvið laga ÍSÍ og að ákæran í málinu væri haldin ágöllum. „Heimildir dómstóla til refsilækkunnar eru mjög takmarkaðar í lögunum eins og fram kemur í forsendum hins áfrjýjaða dóms. Með vísann til þessa og að öðru leyti forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í lokaorðum dómsins. Þeir Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason eru því báðir dæmdir í fjögurra ára óhlutgengis til þátttöku í allri starfsemi sem fram fer á vegum ÍSÍ, sambandsaðili þess eða félaga eða deilda innan þeirra frá 6. september 2017. Þetta þýðir með öðrum orðum að þeir Björn Róbert og Steindór mega ekki koma nálægt íslensku íþróttalífi til 6. sepetember 2021. Dómana má sjá hér og hér. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tveir landsliðsmenn í íshokkí mega ekki taka þátt í íþróttum í fjögur ár Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason eru landsliðsmenn í íshokkí en mega ekki taka þátt í sinni grein eða öðrum íþróttum á vegum ÍSÍ næstu fjögur árin. 14. desember 2017 14:36 Landsliðsmenn féllu á lyfjaprófi vegna steraneyslu Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason, landsliðsmenn í íshokkí, eru í tímabundnu keppnisbanni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 30. september 2017 11:15 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira
Áfrýjunardómstóll Íþrótta og Ólympíusambands Íslands staðfesti í gær fjögurra ára keppnisbann yfir íshokkí-landsliðsmönnunum Birni Róberti Sigurðssyni og Steindóri Ingasyni. Þeir féllu báðir á lyfaprófi eftir að hafa verið að eigin sögn að undirbúa sig fyrir sólarlandaferð en ekki fyrir keppni inn á svellinu. Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason tóku inn stera sem voru á bannlista lyfjaráðs ÍSÍ og féllu á lyfjaprófi. Skýring þeirra þá og öll vörn þeirra hefur snúist um að þeir hafi tekið sterana til að stækka vöðva sína fyrir sólarlandaferð en ekki til að bæta árangur sinn í íshokkí. Á það féllst dómurinn hinsvegar ekki. Björn Róbert og Steindór áfrýjuðu dómi dómstóls Íþrótta og Ólympíusambands Íslands frá 6. desember síðastliðnum og vildu að dómurinn yfir þeim yrði ómerktur og málinu vísað heim til dómstóls ÍSÍ til efnislegrar úrlausnar en á það var ekki fallist. Tvímenningarnir vísuðu meðal annars til þess að þeir féllu ekki undir gildissvið laga ÍSÍ og að ákæran í málinu væri haldin ágöllum. „Heimildir dómstóla til refsilækkunnar eru mjög takmarkaðar í lögunum eins og fram kemur í forsendum hins áfrjýjaða dóms. Með vísann til þessa og að öðru leyti forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í lokaorðum dómsins. Þeir Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason eru því báðir dæmdir í fjögurra ára óhlutgengis til þátttöku í allri starfsemi sem fram fer á vegum ÍSÍ, sambandsaðili þess eða félaga eða deilda innan þeirra frá 6. september 2017. Þetta þýðir með öðrum orðum að þeir Björn Róbert og Steindór mega ekki koma nálægt íslensku íþróttalífi til 6. sepetember 2021. Dómana má sjá hér og hér.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tveir landsliðsmenn í íshokkí mega ekki taka þátt í íþróttum í fjögur ár Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason eru landsliðsmenn í íshokkí en mega ekki taka þátt í sinni grein eða öðrum íþróttum á vegum ÍSÍ næstu fjögur árin. 14. desember 2017 14:36 Landsliðsmenn féllu á lyfjaprófi vegna steraneyslu Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason, landsliðsmenn í íshokkí, eru í tímabundnu keppnisbanni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 30. september 2017 11:15 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira
Tveir landsliðsmenn í íshokkí mega ekki taka þátt í íþróttum í fjögur ár Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason eru landsliðsmenn í íshokkí en mega ekki taka þátt í sinni grein eða öðrum íþróttum á vegum ÍSÍ næstu fjögur árin. 14. desember 2017 14:36
Landsliðsmenn féllu á lyfjaprófi vegna steraneyslu Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason, landsliðsmenn í íshokkí, eru í tímabundnu keppnisbanni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 30. september 2017 11:15