Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. janúar 2018 19:15 Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/ÞÞ Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. Greint var frá því í gær að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefði sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Í skýrslu starfshóps þáverandi heilbrigðisráðherra um stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu frá árinu 2016 var neyslurými nefnt sem ein af tillögum starfshópsins sem stóð að baki skýrslunni. SÁÁ og Rauði krossinn á Íslandi áætla að það séu um 500-700 einstaklingar sem neyta vímuefna í æð sem eru í virkri neyslu en langflestir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Að mati tveggja hjúkrunarfræðinga sem skrifuðu lokaritgerðina sína um neyslurými er brýn þörf fyrir slík rými í borginni. Þær sögðu í samtali við Stöð 2 að eðlilegast væri að staðsetja það miðsvæðis í í Reykjavík en þær hafa báðar unnið með vímuefnaneytendum sem sjálfboðaliðar hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkandi úrræði Rauða krossins. Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarssviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin styðji öll úrræði sem miði að því að þjónusta þennan jaðarsetta hóp betur. „Það hafa verið skiptar skoðanir um þetta en ég held að við munum fylgja hinum Norðurlandaþjóðunum. Osló er með eitt neyslurými, Bergen er að opna neyslurými, Kaupmannahöfn er með tvö. Þannig að það er alveg greinilegt að þetta er úrræði sem sveitarfélög á Norðurlöndunum eru að horfa á í auknum mæli og við viljum fara þá leið líka. Við höfum óskað eftir því að heilbrigðisyfirvöld komi með okkur í þennan leiðangur,“ segir Regína. Tengdar fréttir Fíklar í skjól Svokölluð neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur, verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar aðstæður og viðunandi hreinlæti undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks, hafa gefið góða raun - kallast skaðaminnkunarúrræði. 16. janúar 2018 07:00 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. Greint var frá því í gær að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefði sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Í skýrslu starfshóps þáverandi heilbrigðisráðherra um stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu frá árinu 2016 var neyslurými nefnt sem ein af tillögum starfshópsins sem stóð að baki skýrslunni. SÁÁ og Rauði krossinn á Íslandi áætla að það séu um 500-700 einstaklingar sem neyta vímuefna í æð sem eru í virkri neyslu en langflestir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Að mati tveggja hjúkrunarfræðinga sem skrifuðu lokaritgerðina sína um neyslurými er brýn þörf fyrir slík rými í borginni. Þær sögðu í samtali við Stöð 2 að eðlilegast væri að staðsetja það miðsvæðis í í Reykjavík en þær hafa báðar unnið með vímuefnaneytendum sem sjálfboðaliðar hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkandi úrræði Rauða krossins. Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarssviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin styðji öll úrræði sem miði að því að þjónusta þennan jaðarsetta hóp betur. „Það hafa verið skiptar skoðanir um þetta en ég held að við munum fylgja hinum Norðurlandaþjóðunum. Osló er með eitt neyslurými, Bergen er að opna neyslurými, Kaupmannahöfn er með tvö. Þannig að það er alveg greinilegt að þetta er úrræði sem sveitarfélög á Norðurlöndunum eru að horfa á í auknum mæli og við viljum fara þá leið líka. Við höfum óskað eftir því að heilbrigðisyfirvöld komi með okkur í þennan leiðangur,“ segir Regína.
Tengdar fréttir Fíklar í skjól Svokölluð neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur, verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar aðstæður og viðunandi hreinlæti undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks, hafa gefið góða raun - kallast skaðaminnkunarúrræði. 16. janúar 2018 07:00 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Fíklar í skjól Svokölluð neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur, verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar aðstæður og viðunandi hreinlæti undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks, hafa gefið góða raun - kallast skaðaminnkunarúrræði. 16. janúar 2018 07:00
Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15