Mengunin skaðlegri en í eldgosi Daníel Freyr Birkisson skrifar 2. janúar 2018 08:00 Þykkur reykjarmökkur lá yfir höfuðborgarsvæðinu á nýársnóttu. vísir/egill Svifryk í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu mældist töluvert yfir heilsuverndarmörkum skömmu eftir miðnætti á nýársdag samkvæmt mælingum loftgæðafarstöðva. Sólarhrings heilsuverndarmörk einstaklings vegna svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra (µg/m3) en hæsta hlutfallið mældist skömmu eftir miðnætti hjá loftgæðafarstöðinni í Dalsmára í Kópavogi þegar svifryksmagn fór yfir 4.500 µg/m3. Á sama tíma var magnið 2.500 á Grensásvegi í Reykjavík og 1.700 µg/m3 í loftgæðafarstöðinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Til þess að setja þessar tölur í samhengi má geta þess að í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli mældist svifryksmengun í Reykjavík í kringum 2.000 µg/m3. Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, doktor í lýðheilsuvísindum, segir svifryksagnirnar í flugeldum vera smærri og fíngerðari en í eldgosinu. „Smærri agnirnar ná miklu lengra ofan í lungun og ná ekki að síast út í nefinu og nefkokinu. Þær geta einnig farið inn í blóðrásina og jafnvel inn í líffærin.“ Hún segir vísindafólk hætt að tala um það hvort svifryk sé hættulegt, heldur sé frekar talað um það hvernig hættan sem því fylgir hafi áhrif á fólk. Áhrif svifryks sjást einkum í lungnaþembu og með auknum astmaeinkennum. Því hærra sem svifryksgildi fer, því meiri eru áhrifin á lungnastarfsemina. Auk þess bendir Ragnhildur á erlendar rannsóknir sem sýna fram á samband aukinna hjartsláttartruflana, heilablóðfalla, hærri blóðþrýstings og kransæðastífla við hækkandi svifryksgildi. Það sé því nauðsynlegt að vera á varðbergi gagnvart slíku. Börn, aldraðir og fólk með öndunarfærasjúkdóma séu þeir hópar sem berskjaldaðastir eru fyrir auknu svifryki í andrúmsloftinu. Notkun þungmálma er algeng í flugeldum til þess að kalla fram ákveðna liti og segir Ragnhildur að það sé nokkuð varhugavert. „Þungmálmar eru þrávirk efni sem safnast upp og eru krabbameinsvaldandi.“Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum.vísir/anton brinkJón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir að spítalinn hafi tekið á móti mun fleiri manns með öndunarvandræði í gær en á sama tíma á undanförnum árum. „Við erum að sjá töluvert af fólki koma inn með versnun á lungnasjúkdómum, astma og lungnaþembu,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt tölum bráðamóttökunnar leituðu allt að fimmtán manns sér hjálpar vegna andþyngsla og súrefnislækkunar í blóði. Hann segir að í sumum tilfellum hafi fólk þurft að leggjast inn á spítala vegna þessa. Þá bendir hann einnig á að fleiri hafi leitað til bráðamóttökunnar vegna öndunarvandræða nú en þegar gaus í Eyjafjallajökli árið 2010. Þess ber að geta að svifryk á höfuðborgarsvæðinu náði hámarki skömmu eftir miðnætti á nýársdag þegar nýju ári var fagnað með sprengingu flugelda en fór aftur niður í eðlilegt ástand síðdegis í gær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Svifryk í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu mældist töluvert yfir heilsuverndarmörkum skömmu eftir miðnætti á nýársdag samkvæmt mælingum loftgæðafarstöðva. Sólarhrings heilsuverndarmörk einstaklings vegna svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra (µg/m3) en hæsta hlutfallið mældist skömmu eftir miðnætti hjá loftgæðafarstöðinni í Dalsmára í Kópavogi þegar svifryksmagn fór yfir 4.500 µg/m3. Á sama tíma var magnið 2.500 á Grensásvegi í Reykjavík og 1.700 µg/m3 í loftgæðafarstöðinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Til þess að setja þessar tölur í samhengi má geta þess að í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli mældist svifryksmengun í Reykjavík í kringum 2.000 µg/m3. Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, doktor í lýðheilsuvísindum, segir svifryksagnirnar í flugeldum vera smærri og fíngerðari en í eldgosinu. „Smærri agnirnar ná miklu lengra ofan í lungun og ná ekki að síast út í nefinu og nefkokinu. Þær geta einnig farið inn í blóðrásina og jafnvel inn í líffærin.“ Hún segir vísindafólk hætt að tala um það hvort svifryk sé hættulegt, heldur sé frekar talað um það hvernig hættan sem því fylgir hafi áhrif á fólk. Áhrif svifryks sjást einkum í lungnaþembu og með auknum astmaeinkennum. Því hærra sem svifryksgildi fer, því meiri eru áhrifin á lungnastarfsemina. Auk þess bendir Ragnhildur á erlendar rannsóknir sem sýna fram á samband aukinna hjartsláttartruflana, heilablóðfalla, hærri blóðþrýstings og kransæðastífla við hækkandi svifryksgildi. Það sé því nauðsynlegt að vera á varðbergi gagnvart slíku. Börn, aldraðir og fólk með öndunarfærasjúkdóma séu þeir hópar sem berskjaldaðastir eru fyrir auknu svifryki í andrúmsloftinu. Notkun þungmálma er algeng í flugeldum til þess að kalla fram ákveðna liti og segir Ragnhildur að það sé nokkuð varhugavert. „Þungmálmar eru þrávirk efni sem safnast upp og eru krabbameinsvaldandi.“Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum.vísir/anton brinkJón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir að spítalinn hafi tekið á móti mun fleiri manns með öndunarvandræði í gær en á sama tíma á undanförnum árum. „Við erum að sjá töluvert af fólki koma inn með versnun á lungnasjúkdómum, astma og lungnaþembu,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt tölum bráðamóttökunnar leituðu allt að fimmtán manns sér hjálpar vegna andþyngsla og súrefnislækkunar í blóði. Hann segir að í sumum tilfellum hafi fólk þurft að leggjast inn á spítala vegna þessa. Þá bendir hann einnig á að fleiri hafi leitað til bráðamóttökunnar vegna öndunarvandræða nú en þegar gaus í Eyjafjallajökli árið 2010. Þess ber að geta að svifryk á höfuðborgarsvæðinu náði hámarki skömmu eftir miðnætti á nýársdag þegar nýju ári var fagnað með sprengingu flugelda en fór aftur niður í eðlilegt ástand síðdegis í gær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36