Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. janúar 2018 17:48 Hildur Lilliendahl. Vísir/Stefán Stofnun Árna Magnússonar, RÚV og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands, stóðu fyrir kosningu á orði ársins 2017 á dögunum. Kosningu lauk í gær og var það orðið epalhommi sem hlaut flest atkvæði. Orðin leyndarhyggja, þyrilsnælda, falsfrétt, uppreist, örplast, hægvarp, líkamsvirðing, áreitni og innviðauppbygging komu einnig til greina. Hildur Lilliendahl notaði orðið fyrst þann 7. mars á þessu ári, þegar skrifaði um Sindra Sindrason fréttamann á Stöð 2. Segir í tilkynningu um valið: „Sindri Sindrason fréttamaður á Stöð 2 ræddi við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í tengslum við grasrótarhátíðina Truflandi tilvist 6. mars 2017. Tara Margrét sagði að maður í forréttindastöðu, eins og Sindri, gæti ekki sett sig í spor fólks í jaðarhópum sem verður fyrir fordómum annarra. Sindri taldi þá upp nokkra minnihlutahópa sem hann tilheyrði. Svar Sindra vakti harkaleg viðbrögð á samfélagsmiðlum og meðal annars talaði Hildur Lilliendahl Viggósdóttir um kúgaða, hvíta, ófatlaða epalhommann og þar birtist orðið fyrst. Daginn eftir, 7. mars, birtist opnuauglýsing frá versluninni Epal í dagblöðum. Auglýsingin er einfaldlega mynd af sex þekktum hommum í verslun Epals og er hún án orða. Hér á vel við orðtakið þeir skilja sem vilja því að með þessari orðlausu auglýsingu var merkingu orðsins epalhommi snúið við. Það var sett fram í niðrandi merkingu en snúið upp í jákvæða. Í íslenskri nútímamálsorðabók á gáttinni málið.is er epalhommi sagt merkja samkynhneigður karlmaður sem hefur áhuga á vandaðri hönnun.“ Þess má geta að fyrr á árinu minnti Hildur á það á Twitter að hún hafi verið fyrst til að nota orðið epalhommi. Minni mildilega á þegar orð ársins verður valið að ég á bæði epalhommi og KÞBAVD — Hildur ♀ (@hillldur) May 25, 2017 Sindri óskaði Hildi til hamingju með orð ársins á Facebook í dag og óskaði hún honum til hamingju sömuleiðis. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Upphlaup ársins: Tíu þúsund kall, ísréttur eða vaffla og stóra kjólamálið Íslendingar verða kannski seint þekktir fyrir það að vera blóðheitir. Engu að síður verðum við stundum mörg hver dálítið æst yfir fréttamálum líðandi stundar. 30. desember 2017 11:30 Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur í vikunni hefur verið á milli tannanna á fólki. 10. mars 2017 16:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Stofnun Árna Magnússonar, RÚV og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands, stóðu fyrir kosningu á orði ársins 2017 á dögunum. Kosningu lauk í gær og var það orðið epalhommi sem hlaut flest atkvæði. Orðin leyndarhyggja, þyrilsnælda, falsfrétt, uppreist, örplast, hægvarp, líkamsvirðing, áreitni og innviðauppbygging komu einnig til greina. Hildur Lilliendahl notaði orðið fyrst þann 7. mars á þessu ári, þegar skrifaði um Sindra Sindrason fréttamann á Stöð 2. Segir í tilkynningu um valið: „Sindri Sindrason fréttamaður á Stöð 2 ræddi við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í tengslum við grasrótarhátíðina Truflandi tilvist 6. mars 2017. Tara Margrét sagði að maður í forréttindastöðu, eins og Sindri, gæti ekki sett sig í spor fólks í jaðarhópum sem verður fyrir fordómum annarra. Sindri taldi þá upp nokkra minnihlutahópa sem hann tilheyrði. Svar Sindra vakti harkaleg viðbrögð á samfélagsmiðlum og meðal annars talaði Hildur Lilliendahl Viggósdóttir um kúgaða, hvíta, ófatlaða epalhommann og þar birtist orðið fyrst. Daginn eftir, 7. mars, birtist opnuauglýsing frá versluninni Epal í dagblöðum. Auglýsingin er einfaldlega mynd af sex þekktum hommum í verslun Epals og er hún án orða. Hér á vel við orðtakið þeir skilja sem vilja því að með þessari orðlausu auglýsingu var merkingu orðsins epalhommi snúið við. Það var sett fram í niðrandi merkingu en snúið upp í jákvæða. Í íslenskri nútímamálsorðabók á gáttinni málið.is er epalhommi sagt merkja samkynhneigður karlmaður sem hefur áhuga á vandaðri hönnun.“ Þess má geta að fyrr á árinu minnti Hildur á það á Twitter að hún hafi verið fyrst til að nota orðið epalhommi. Minni mildilega á þegar orð ársins verður valið að ég á bæði epalhommi og KÞBAVD — Hildur ♀ (@hillldur) May 25, 2017 Sindri óskaði Hildi til hamingju með orð ársins á Facebook í dag og óskaði hún honum til hamingju sömuleiðis.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Upphlaup ársins: Tíu þúsund kall, ísréttur eða vaffla og stóra kjólamálið Íslendingar verða kannski seint þekktir fyrir það að vera blóðheitir. Engu að síður verðum við stundum mörg hver dálítið æst yfir fréttamálum líðandi stundar. 30. desember 2017 11:30 Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur í vikunni hefur verið á milli tannanna á fólki. 10. mars 2017 16:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Upphlaup ársins: Tíu þúsund kall, ísréttur eða vaffla og stóra kjólamálið Íslendingar verða kannski seint þekktir fyrir það að vera blóðheitir. Engu að síður verðum við stundum mörg hver dálítið æst yfir fréttamálum líðandi stundar. 30. desember 2017 11:30
Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur í vikunni hefur verið á milli tannanna á fólki. 10. mars 2017 16:00