Glamour

Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar

Ritstjórn skrifar
Epal kann að nýta tækifærið.
Epal kann að nýta tækifærið. Mynd/Epal

Húsgagnaverslunin Epal var ekki lengi að bregðast við umræðu vikunnar með nýjustu auglýsingu sinni sem birtist í dag. Seinustu daga hefur verið mikið rætt um viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu. 

Auglýsingin vísar þó í athugasemd frá Hildi Lillendahl sem kallaði Sindra „Epal-homma“. Það var auglýsingastofan Brandenburg sem lét til skara skríða og nýtti tækifærið til þess að loka umræðunni á frábæran hátt. Það var ljósmyndarinn Ari Magg sem tók myndina. 

Á myndinni eru Svavar Örn, Friðrik Ómar, Bergþór Pálsson, Guðfinnur Sigurvinsson, Símon Ormarsson og Albert Eiríksson. 
 
 
 
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.