Borgnesingar vilja fá Latabæjargarð í plássið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. janúar 2018 06:00 Latibær hefur ratað í leikhús, sjónvarp og verið gerður að borðspili. Nú er stefnt að skemmtigarði. vísir/andi marinó „Þetta er nú bara rétt að komast inn á teikniborðið,“ segir Helga Halldórsdóttir, íbúi í Borgarnesi. Helga fer fyrir félagi sem stefnir að því að koma á koppinn skemmtigarði sem byggir á grunnhugmyndinni um Latabæ. Í Lögbirtingablaðinu á dögunum birtist tilkynning um skráningu hlutafélagsins Upplifunargarður Borgarnesi ehf. en tilgangur þess, að því er fram kemur í tilkynningunni, er „[u]ppbygging afþreyingar í ferðaþjónustu í Borgarnesi og nágrenni, byggt á grunnhugmyndinni um Latabæ.“ Latabæ kannast flestir Íslendingar við en árið 1991 kom út barnabókin Áfram Latibær! eftir Magnús Scheving þolfimikappa og síðar íþróttamann ársins. Sagan segir frá Sollu stirðu, Sigga sæta, Nenna níska og öðrum íbúum Latabæjar en líf þeirra tekur stakkaskiptum eftir að Íþróttaálfurinn birtist í bænum og rífur þá úr letirútínu sinni. Sagan rataði síðar í leikhús og að endingu voru gerðir sjónvarpsþættir um bæjarbúa. „Verkefnið er til skoðunar hjá hópi fólks sem hefur áhuga á að koma einhverju á laggirnar sem byggt er á hugmyndafræði Magnúsar Scheving,“ segir Helga. „Magnús er auðvitað Borgnesingur og hefur sterkar rætur hingað heim í hérað.“ Hópurinn fékk á dögunum þriggja milljóna króna styrk úr uppbyggingarsjóði Vesturlands en styrkveitingin var grundvöllur fyrir stofnun félagsins. „Á næstu dögum munum við ráða verkefnastjóra, sem gert er ráð fyrir að starfi í sex mánuði hið minnsta, til að kanna möguleg staðsetningu og útfærslur fyrir garðinn auk þess að kanna áhuga fjárfesta á verkefninu,“ segir Helga. Helga segir að upphafsmaðurinn Magnús komi meðal annars að vinnunni og að slíkt muni miklu. Hann hafi skapað sér nafn út fyrir landsteinana auk þess sem Latibær sé auðvitað þekkt merki á erlendri grund. „Næstu sex mánuðir eru meðgöngutími og síðan verður að skýrast í júlí hver næstu skref hjá okkur verða. Það veltur auðvitað að stærstum hluta á áhuga fjárfesta og annarra sem leitað verður til varðandi aðkomu að verkefninu,“ segir Helga. Líkt og áður segir er verkefnið á algjöru frumstigi og því óljóst hvenær garðurinn gæti verið opnaður ef hann nær á það stig. „Fyrir mitt leyti þá mætti það ekki taka meira en þrjú til fimm ár að koma þessu í gagnið,“ segir Helga. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Þetta er nú bara rétt að komast inn á teikniborðið,“ segir Helga Halldórsdóttir, íbúi í Borgarnesi. Helga fer fyrir félagi sem stefnir að því að koma á koppinn skemmtigarði sem byggir á grunnhugmyndinni um Latabæ. Í Lögbirtingablaðinu á dögunum birtist tilkynning um skráningu hlutafélagsins Upplifunargarður Borgarnesi ehf. en tilgangur þess, að því er fram kemur í tilkynningunni, er „[u]ppbygging afþreyingar í ferðaþjónustu í Borgarnesi og nágrenni, byggt á grunnhugmyndinni um Latabæ.“ Latabæ kannast flestir Íslendingar við en árið 1991 kom út barnabókin Áfram Latibær! eftir Magnús Scheving þolfimikappa og síðar íþróttamann ársins. Sagan segir frá Sollu stirðu, Sigga sæta, Nenna níska og öðrum íbúum Latabæjar en líf þeirra tekur stakkaskiptum eftir að Íþróttaálfurinn birtist í bænum og rífur þá úr letirútínu sinni. Sagan rataði síðar í leikhús og að endingu voru gerðir sjónvarpsþættir um bæjarbúa. „Verkefnið er til skoðunar hjá hópi fólks sem hefur áhuga á að koma einhverju á laggirnar sem byggt er á hugmyndafræði Magnúsar Scheving,“ segir Helga. „Magnús er auðvitað Borgnesingur og hefur sterkar rætur hingað heim í hérað.“ Hópurinn fékk á dögunum þriggja milljóna króna styrk úr uppbyggingarsjóði Vesturlands en styrkveitingin var grundvöllur fyrir stofnun félagsins. „Á næstu dögum munum við ráða verkefnastjóra, sem gert er ráð fyrir að starfi í sex mánuði hið minnsta, til að kanna möguleg staðsetningu og útfærslur fyrir garðinn auk þess að kanna áhuga fjárfesta á verkefninu,“ segir Helga. Helga segir að upphafsmaðurinn Magnús komi meðal annars að vinnunni og að slíkt muni miklu. Hann hafi skapað sér nafn út fyrir landsteinana auk þess sem Latibær sé auðvitað þekkt merki á erlendri grund. „Næstu sex mánuðir eru meðgöngutími og síðan verður að skýrast í júlí hver næstu skref hjá okkur verða. Það veltur auðvitað að stærstum hluta á áhuga fjárfesta og annarra sem leitað verður til varðandi aðkomu að verkefninu,“ segir Helga. Líkt og áður segir er verkefnið á algjöru frumstigi og því óljóst hvenær garðurinn gæti verið opnaður ef hann nær á það stig. „Fyrir mitt leyti þá mætti það ekki taka meira en þrjú til fimm ár að koma þessu í gagnið,“ segir Helga.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira