Rannsókn á meintum fjárdrætti á Siglufirði er nú á lokametrunum Haraldur Guðmundsson skrifar 9. janúar 2018 06:00 Afl varð til við samruna tveggja sparisjóða. vísir/stefán Rannsókn héraðssaksóknara á meintum fjárdrætti úr Afli sparisjóði, sparisjóði Siglufjarðar, ætti að ljúka í næsta mánuði. Þetta segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og staðfestir að tekist hafi að yfirheyra Magnús Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra sparisjóðsins, í síðasta mánuði. Ólafur Þór vill ekki svara því hvort aðrir liggi undir grun í málinu. Tveir menn voru handteknir og þar á meðal Magnús í september 2015 vegna gruns um fjárdrátt en skrifstofustjórinn fyrrverandi lét af störfum í sparisjóðnum í júní það ár við yfirtöku Arion banka á fyrirtækinu. Kom þá fram að rökstuddur grunur hefði komið upp vegna fyrirspurnar Embættis sérstaks saksóknara í alls óskyldu máli. Rúmum mánuði síðar var greint frá því að Magnús væri grunaður um að hafa dregið sér rúmar 100 milljónir króna í starfi og baðst hann lausnar sem forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Ráðist var í húsleitir á Siglufirði í desember 2016 og aðrir tveir menn handteknir. Annar þeirra var Ólafur Jónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Afls. Rannsóknin hafði legið á ís vegna alvarlegra veikinda Magnúsar þegar Fréttablaðið fjallaði síðast um málið eða í mars í fyrra. Í sama mánuði felldi Hæstiréttur úr gildi úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að fresta skaðabótamáli þar til rannsókn á meintum brotum Magnúsar, sem talið er að hafi staðið yfir á nokkurra ára tímabili, væri lokið. Var þeirri niðurstöðu mótmælt bæði af lögmanni hans og Arion banka sem rekur nú útibú á Siglufirði undir sínum merkjum. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir handteknir vegna gruns um fjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar Átta starfsmenn frá sérstökum saksóknara fóru norður í aðgerðir í gær. 30. september 2015 17:08 Fyrrum sparisjóðsstjóri í haldi: Fjárdráttur í heildina upp á hundruð milljóna Embætti héraðssaksóknara gerði húsleit á fimm stöðum í bænum. Rannsóknin angi af stærra máli frá í fyrra. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Sjá meira
Rannsókn héraðssaksóknara á meintum fjárdrætti úr Afli sparisjóði, sparisjóði Siglufjarðar, ætti að ljúka í næsta mánuði. Þetta segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og staðfestir að tekist hafi að yfirheyra Magnús Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra sparisjóðsins, í síðasta mánuði. Ólafur Þór vill ekki svara því hvort aðrir liggi undir grun í málinu. Tveir menn voru handteknir og þar á meðal Magnús í september 2015 vegna gruns um fjárdrátt en skrifstofustjórinn fyrrverandi lét af störfum í sparisjóðnum í júní það ár við yfirtöku Arion banka á fyrirtækinu. Kom þá fram að rökstuddur grunur hefði komið upp vegna fyrirspurnar Embættis sérstaks saksóknara í alls óskyldu máli. Rúmum mánuði síðar var greint frá því að Magnús væri grunaður um að hafa dregið sér rúmar 100 milljónir króna í starfi og baðst hann lausnar sem forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Ráðist var í húsleitir á Siglufirði í desember 2016 og aðrir tveir menn handteknir. Annar þeirra var Ólafur Jónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Afls. Rannsóknin hafði legið á ís vegna alvarlegra veikinda Magnúsar þegar Fréttablaðið fjallaði síðast um málið eða í mars í fyrra. Í sama mánuði felldi Hæstiréttur úr gildi úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að fresta skaðabótamáli þar til rannsókn á meintum brotum Magnúsar, sem talið er að hafi staðið yfir á nokkurra ára tímabili, væri lokið. Var þeirri niðurstöðu mótmælt bæði af lögmanni hans og Arion banka sem rekur nú útibú á Siglufirði undir sínum merkjum.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir handteknir vegna gruns um fjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar Átta starfsmenn frá sérstökum saksóknara fóru norður í aðgerðir í gær. 30. september 2015 17:08 Fyrrum sparisjóðsstjóri í haldi: Fjárdráttur í heildina upp á hundruð milljóna Embætti héraðssaksóknara gerði húsleit á fimm stöðum í bænum. Rannsóknin angi af stærra máli frá í fyrra. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Sjá meira
Tveir handteknir vegna gruns um fjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar Átta starfsmenn frá sérstökum saksóknara fóru norður í aðgerðir í gær. 30. september 2015 17:08
Fyrrum sparisjóðsstjóri í haldi: Fjárdráttur í heildina upp á hundruð milljóna Embætti héraðssaksóknara gerði húsleit á fimm stöðum í bænum. Rannsóknin angi af stærra máli frá í fyrra. 2. desember 2016 06:00