Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. janúar 2018 17:15 Eyþór er einn hluthafa í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Vísir/Eyþór Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir og fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg, gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook síðu Eyþórs. Þar fer hann meðal annars yfir erfiðleika ungs fólks við að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. „Framboð á húsnæði er takmarkað og þess vegna er verðið hátt. Þétting byggðar á einstökum reitum hefur í raun skilað sér í hærra verði, dreifðari byggð á höfuðborgarsvæðinu. Raunfjölgun íbúða er lítil sem engin þegar tekið er tilliti til útleigu til ferðamanna,“ skrifar Eyþór. Þá segir hann borgina vera í miklum vanda í samgöngumálum og að dýrar lausnir líkt og Borgarlína séu til þess fallandi að auka á vandann með auknum þrengslum í gatnakerfinu. „Reykjavík er í miklum vanda í samgöngumálum og dýrar lausnir eins og Borgarlína munu auka á vandann með enn meiri þrengslum í gatnakerfinu. Reykjavík á að vera í fararbroddi í nútímalegum samgöngum en festast ekki í dýrum og þunglamalegum lausnum. Þrengingarnar hafa búið til kransæðastíflu í gatnakerfi borgarinnar. Stjórnkerfið hefur stækkað mikið og er dýrt í rekstri. Auk þess er flóknara en áður fyrir íbúa að fá lausn sinna mála. Það er því tækifæri að gera betur og breyta um stefnu í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.“ Ákall eftir nýju fólki Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram þann 27. janúar næstkomandi og rennur framboðsfrestur út klukkan 16 á morgun. Halldór Halldórsson núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon hafa þegar gefið kost á sér til að leiða listann en þrátt fyrir það hafa ýmsir kallað eftir nýjum andlitum í komandi prófkjöri. Eyþór ræddi framboðið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni og má hlusta á viðtalið hér fyrir neðan.Yfirlýsing Eyþórs í heild sinni: Það er erfitt fyrir ungt fólk að eignast fyrstu íbúð í Reykjavík. Framboð á húsnæði er takmarkað og þess vegna er verðið hátt. Þétting byggðar á einstökum reitum hefur í raun skilað sér í hærra verði, dreifðari byggð á höfuðborgarsvæðinu. Raunfjölgun íbúða er lítil sem engin þegar tekið er tilliti til útleigu til ferðamanna.Lestrarkunnáttu barna hefur hrakað í grunnskólum samkvæmt nýlegum rannsóknum. Börnin eiga betra skilið.Reykjavík er í miklum vanda í samgöngumálum og dýrar lausnir eins og Borgarlína munu auka á vandann með enn meiri þrengslum í gatnakerfinu. Reykjavík á að vera í fararbroddi í nútímalegum samgöngum en festast ekki í dýrum og þunglamalegum lausnum. Þrengingarnar hafa búið til kransæðastíflu í gatnakerfi borgarinnar.Stjórnkerfið hefur stækkað mikið og er dýrt í rekstri. Auk þess er flóknara en áður fyrir íbúa að fá lausn sinna mála. Það er því tækifæri að gera betur og breyta um stefnu í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.Ég hef einlægan áhuga á að vinna fyrir fólkið sem býr í borginni við sundin. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ef þú ert sammála því að við getum gert betur trúi ég að við getum átt samleið í að bæta borgina okkar allra. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir og fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg, gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook síðu Eyþórs. Þar fer hann meðal annars yfir erfiðleika ungs fólks við að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. „Framboð á húsnæði er takmarkað og þess vegna er verðið hátt. Þétting byggðar á einstökum reitum hefur í raun skilað sér í hærra verði, dreifðari byggð á höfuðborgarsvæðinu. Raunfjölgun íbúða er lítil sem engin þegar tekið er tilliti til útleigu til ferðamanna,“ skrifar Eyþór. Þá segir hann borgina vera í miklum vanda í samgöngumálum og að dýrar lausnir líkt og Borgarlína séu til þess fallandi að auka á vandann með auknum þrengslum í gatnakerfinu. „Reykjavík er í miklum vanda í samgöngumálum og dýrar lausnir eins og Borgarlína munu auka á vandann með enn meiri þrengslum í gatnakerfinu. Reykjavík á að vera í fararbroddi í nútímalegum samgöngum en festast ekki í dýrum og þunglamalegum lausnum. Þrengingarnar hafa búið til kransæðastíflu í gatnakerfi borgarinnar. Stjórnkerfið hefur stækkað mikið og er dýrt í rekstri. Auk þess er flóknara en áður fyrir íbúa að fá lausn sinna mála. Það er því tækifæri að gera betur og breyta um stefnu í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.“ Ákall eftir nýju fólki Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram þann 27. janúar næstkomandi og rennur framboðsfrestur út klukkan 16 á morgun. Halldór Halldórsson núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon hafa þegar gefið kost á sér til að leiða listann en þrátt fyrir það hafa ýmsir kallað eftir nýjum andlitum í komandi prófkjöri. Eyþór ræddi framboðið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni og má hlusta á viðtalið hér fyrir neðan.Yfirlýsing Eyþórs í heild sinni: Það er erfitt fyrir ungt fólk að eignast fyrstu íbúð í Reykjavík. Framboð á húsnæði er takmarkað og þess vegna er verðið hátt. Þétting byggðar á einstökum reitum hefur í raun skilað sér í hærra verði, dreifðari byggð á höfuðborgarsvæðinu. Raunfjölgun íbúða er lítil sem engin þegar tekið er tilliti til útleigu til ferðamanna.Lestrarkunnáttu barna hefur hrakað í grunnskólum samkvæmt nýlegum rannsóknum. Börnin eiga betra skilið.Reykjavík er í miklum vanda í samgöngumálum og dýrar lausnir eins og Borgarlína munu auka á vandann með enn meiri þrengslum í gatnakerfinu. Reykjavík á að vera í fararbroddi í nútímalegum samgöngum en festast ekki í dýrum og þunglamalegum lausnum. Þrengingarnar hafa búið til kransæðastíflu í gatnakerfi borgarinnar.Stjórnkerfið hefur stækkað mikið og er dýrt í rekstri. Auk þess er flóknara en áður fyrir íbúa að fá lausn sinna mála. Það er því tækifæri að gera betur og breyta um stefnu í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.Ég hef einlægan áhuga á að vinna fyrir fólkið sem býr í borginni við sundin. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ef þú ert sammála því að við getum gert betur trúi ég að við getum átt samleið í að bæta borgina okkar allra.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira