Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2018 11:45 Íris Róbertsdóttir er nýr bæjarstjóri í Eyjum. Vísir/Stöð2 Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, verður bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Njáli Ragnarssyni, oddvita Eyjalistans, sem verður formaður bæjarráðs í Eyjum en H-listinn og Eyjalistinn mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórninni. „Að ósk Eyjalistans mun Íris Róbertsdóttir ekki segja af sér sem bæjarfulltrúi eins og H-listinn hafði áform um, yrði oddviti hans bæjarstjóri. Málefnasamningur hins nýja meirihluta verður kynntur í næstu viku,“ segir í tilkynningunni. Íris tekur við starfinu af Elliða Vignissyni sem hefur verið bæjarstjóri í Eyjum frá árinu 2006.Óánægja með að ekkert varð af prófkjöri Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum náði Elliði ekki inn í bæjarstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn náði aðeins þremur mönnum inn en Elliði skipaði 5. sætið á lista flokksins. Mikil óánægja var með það á meðal Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum að ekki skyldi haldið prófkjör hjá flokknum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna. Litlu mátti muna að prófkjör færi fram í fyrsta skipti í 28 ár hjá flokknum í Eyjum en niðurstaðan var sú að aðal-og varamenn í fulltrúaráði flokksins í bænum kusu á milli frambjóðenda í svokallaðri „röðun.“ Íris var einn helsti talsmaður prófkjörsins en var boðið þriðja sæti á lista Sjálfstæðismanna sem hún þáði ekki. Fór það síðan svo að hún leiddi lista nýja framboðsins Fyrir Heimaey, sem náði þremur mönnum í bæjarstjórn Eyja í kosningunum á laugardag, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn. Samstarfsflokkur Fyrir Heimaey, Eyjalistinn, er með einn mann í bæjarstjórn.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Óánægðir Sjálfstæðismenn í Eyjum ræða sérframboð Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. 7. febrúar 2018 08:45 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, verður bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Njáli Ragnarssyni, oddvita Eyjalistans, sem verður formaður bæjarráðs í Eyjum en H-listinn og Eyjalistinn mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórninni. „Að ósk Eyjalistans mun Íris Róbertsdóttir ekki segja af sér sem bæjarfulltrúi eins og H-listinn hafði áform um, yrði oddviti hans bæjarstjóri. Málefnasamningur hins nýja meirihluta verður kynntur í næstu viku,“ segir í tilkynningunni. Íris tekur við starfinu af Elliða Vignissyni sem hefur verið bæjarstjóri í Eyjum frá árinu 2006.Óánægja með að ekkert varð af prófkjöri Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum náði Elliði ekki inn í bæjarstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn náði aðeins þremur mönnum inn en Elliði skipaði 5. sætið á lista flokksins. Mikil óánægja var með það á meðal Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum að ekki skyldi haldið prófkjör hjá flokknum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna. Litlu mátti muna að prófkjör færi fram í fyrsta skipti í 28 ár hjá flokknum í Eyjum en niðurstaðan var sú að aðal-og varamenn í fulltrúaráði flokksins í bænum kusu á milli frambjóðenda í svokallaðri „röðun.“ Íris var einn helsti talsmaður prófkjörsins en var boðið þriðja sæti á lista Sjálfstæðismanna sem hún þáði ekki. Fór það síðan svo að hún leiddi lista nýja framboðsins Fyrir Heimaey, sem náði þremur mönnum í bæjarstjórn Eyja í kosningunum á laugardag, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn. Samstarfsflokkur Fyrir Heimaey, Eyjalistinn, er með einn mann í bæjarstjórn.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Óánægðir Sjálfstæðismenn í Eyjum ræða sérframboð Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. 7. febrúar 2018 08:45 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00
Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30
Óánægðir Sjálfstæðismenn í Eyjum ræða sérframboð Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. 7. febrúar 2018 08:45
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent