Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2018 16:09 Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. Jónas Garðarsson er formaður félagsins en það er varaformaður þess sem ritar undir yfirlýsinguna. Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem spjótum er sérstaklega beint að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem gefið hefur það út að hún muni bjóða fram lista á næsta aðalfundi til stjórnar. Aldrei áður hefur verið kosið um stjórn heldur hefur hún verið einróma samþykkt að tillögu uppstillinganefndar. Í yfirlýsingunni, sem sjá má í heild hér neðar, er meðal annars vísað til viðtals Vísis við Heiðveigu Maríu: „Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar hinar alvarlegu ásakanir í garð félagsins. Sjómannafélagið hefur alla tíð unnið af heillindum að hagsmunum og kjaramálum sjómanna. Innan raða þess er starfsfólk með áratugareynslu af málefnum sjómanna. Með ásökunum sínum á hendur starfsmönnum Sjómannafélags Íslands vegur Heiðveig María að æru félagsins og allra þeirra sem koma að stjórn og rekstri félagsins.“Gagnrýni frambjóðandans Heiðveig María hefur gagnrýnt félagið harðlega fyrir skort á upplýsingagjöf sem og það að nýlega var sett fram tilkynning á vefnum sem í raun kemur í veg fyrir framboð hennar; þeir einir eru kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár. Vísað er til samþykktar þar að lútandi frá á síðasta aðalfundi. Það útilokar Heiðveigu Maríu. Þá telur hún og lögmaður hennar að hugsanlega hafi verið átt við fundagerðarbækur. Undir yfirlýsinguna skrifar Helgi Kristinsson varaformaður en ekki Jónas Garðarsson formaður. Snurða á þráðinn í samningaviðræðum Vísir hefur greint frá því að Jónas muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs, en samkvæmt reglum félagsins mun hann sitja út árið 2019 en þá fyrst mun nýr formaður og ný stjórn taka við. Nú eru yfirstandandi viðræður sem Jónas leiðir milli ýmissa samtaka og félaga sjómanna þar sem stefnt er að því að sameina þau og fá aukinn slagkraft í kjara- og réttindabaráttu stéttarinnar. Ef það gengur eftir þýðir það í raun að næstu kosningar til stjórnar, sem fyrirhugað er að fram fari í desember, eru málamyndakosningar; ný stjórn mun aldrei taka við ef sameining í nýtt félag takast. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ólga innan Sjómannafélags Íslands hins vegar orðið til þess ýmsir sem að þeim viðræðum koma eru orðnir tvístígandi og vilja jafnvel gera á þeim hlé þar til Sjómannafélag Íslands hefur gert upp sín innanbúðarmál. Sem svo rekja má til gagnrýni Heiðveigar Maríu. Yfirlýsing stjórnar Sjómannafélags ÍslandsÁ aðalfundi Sjómannafélags Íslands 28. desember 2017 voru lagðar fram nokkrar tillögur til lagabreytinga sem höfðu verið bornar undir Trúnaðarmannaráð, sem samþykkti að leggja þær fyrir aðalfund. Þá var lögð fram tillaga á aðalfundinum um breytingu á 16. grein laga um kjörgengi. Tillagan var svohljóðandi: „Kjörgengir eru þeir félagar sem greitt hafa í félagið sl. þrjú ár.“ Tillögurnar voru lagðar fyrir aðalfund sem samþykkti þær með öllum greiddum atkvæðum.Undanfarna daga hefur Sjómannafélag Íslands legið undir ámæli frá Heiðveigu Maríu Einarsdóttur sjómanni vegna þessara lagabreytinga og hefur hún sakað forystu Sjómannafélagins um að falsa lagabreytingu um kjörgengi til stjórnar Sjómannafélagsins til þess að koma í veg fyrir framboð sitt en Heiðveg María hefur lýst áhuga á því að bjóða sig fram til formanns í félaginu.Á visir.is síðasta fimmtudag og viðtali á Bylgjunni síðasta föstudag fór Heiðveig fram með órökstuddum staðhæfingum um að félagið hafi „brotið gegn félagsmönnum“. Aðspurð í útvarpsviðtalinu viðurkennir Heiðveig það hins vegar að umræddar lagabreytingar hafi verið bornar upp og samþykktar á aðalfundi félagsins. Með öðrum orðum að farið hafi verið að lögum félagsins.Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar hinar alvarlegu ásakanir í garð félagsins. Sjómannafélagið hefur alla tíð unnið af heillindum að hagsmunum og kjaramálum sjómanna. Innan raða þess er starfsfólk með áratugareynslu af málefnum sjómanna. Með ásökunum sínum á hendur starfsmönnum Sjómannafélags Íslands vegur Heiðveig María að æru félagsins og allra þeirra sem koma að stjórn og rekstri félagsins.Reykjavík 17.10 2018.Helgi Kristinsson, varaformaður Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem spjótum er sérstaklega beint að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem gefið hefur það út að hún muni bjóða fram lista á næsta aðalfundi til stjórnar. Aldrei áður hefur verið kosið um stjórn heldur hefur hún verið einróma samþykkt að tillögu uppstillinganefndar. Í yfirlýsingunni, sem sjá má í heild hér neðar, er meðal annars vísað til viðtals Vísis við Heiðveigu Maríu: „Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar hinar alvarlegu ásakanir í garð félagsins. Sjómannafélagið hefur alla tíð unnið af heillindum að hagsmunum og kjaramálum sjómanna. Innan raða þess er starfsfólk með áratugareynslu af málefnum sjómanna. Með ásökunum sínum á hendur starfsmönnum Sjómannafélags Íslands vegur Heiðveig María að æru félagsins og allra þeirra sem koma að stjórn og rekstri félagsins.“Gagnrýni frambjóðandans Heiðveig María hefur gagnrýnt félagið harðlega fyrir skort á upplýsingagjöf sem og það að nýlega var sett fram tilkynning á vefnum sem í raun kemur í veg fyrir framboð hennar; þeir einir eru kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár. Vísað er til samþykktar þar að lútandi frá á síðasta aðalfundi. Það útilokar Heiðveigu Maríu. Þá telur hún og lögmaður hennar að hugsanlega hafi verið átt við fundagerðarbækur. Undir yfirlýsinguna skrifar Helgi Kristinsson varaformaður en ekki Jónas Garðarsson formaður. Snurða á þráðinn í samningaviðræðum Vísir hefur greint frá því að Jónas muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs, en samkvæmt reglum félagsins mun hann sitja út árið 2019 en þá fyrst mun nýr formaður og ný stjórn taka við. Nú eru yfirstandandi viðræður sem Jónas leiðir milli ýmissa samtaka og félaga sjómanna þar sem stefnt er að því að sameina þau og fá aukinn slagkraft í kjara- og réttindabaráttu stéttarinnar. Ef það gengur eftir þýðir það í raun að næstu kosningar til stjórnar, sem fyrirhugað er að fram fari í desember, eru málamyndakosningar; ný stjórn mun aldrei taka við ef sameining í nýtt félag takast. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ólga innan Sjómannafélags Íslands hins vegar orðið til þess ýmsir sem að þeim viðræðum koma eru orðnir tvístígandi og vilja jafnvel gera á þeim hlé þar til Sjómannafélag Íslands hefur gert upp sín innanbúðarmál. Sem svo rekja má til gagnrýni Heiðveigar Maríu. Yfirlýsing stjórnar Sjómannafélags ÍslandsÁ aðalfundi Sjómannafélags Íslands 28. desember 2017 voru lagðar fram nokkrar tillögur til lagabreytinga sem höfðu verið bornar undir Trúnaðarmannaráð, sem samþykkti að leggja þær fyrir aðalfund. Þá var lögð fram tillaga á aðalfundinum um breytingu á 16. grein laga um kjörgengi. Tillagan var svohljóðandi: „Kjörgengir eru þeir félagar sem greitt hafa í félagið sl. þrjú ár.“ Tillögurnar voru lagðar fyrir aðalfund sem samþykkti þær með öllum greiddum atkvæðum.Undanfarna daga hefur Sjómannafélag Íslands legið undir ámæli frá Heiðveigu Maríu Einarsdóttur sjómanni vegna þessara lagabreytinga og hefur hún sakað forystu Sjómannafélagins um að falsa lagabreytingu um kjörgengi til stjórnar Sjómannafélagsins til þess að koma í veg fyrir framboð sitt en Heiðveg María hefur lýst áhuga á því að bjóða sig fram til formanns í félaginu.Á visir.is síðasta fimmtudag og viðtali á Bylgjunni síðasta föstudag fór Heiðveig fram með órökstuddum staðhæfingum um að félagið hafi „brotið gegn félagsmönnum“. Aðspurð í útvarpsviðtalinu viðurkennir Heiðveig það hins vegar að umræddar lagabreytingar hafi verið bornar upp og samþykktar á aðalfundi félagsins. Með öðrum orðum að farið hafi verið að lögum félagsins.Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar hinar alvarlegu ásakanir í garð félagsins. Sjómannafélagið hefur alla tíð unnið af heillindum að hagsmunum og kjaramálum sjómanna. Innan raða þess er starfsfólk með áratugareynslu af málefnum sjómanna. Með ásökunum sínum á hendur starfsmönnum Sjómannafélags Íslands vegur Heiðveig María að æru félagsins og allra þeirra sem koma að stjórn og rekstri félagsins.Reykjavík 17.10 2018.Helgi Kristinsson, varaformaður
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48
Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00
Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19