Segir að hrunið hafi haft óveruleg áhrif á afbrot hér á landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júlí 2018 11:14 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Valli „Þessar hamfarir þegar fjármálastofnanir okkar hrynja á nokkrum dögum, þá fóru um mann miklar áhyggjur og ótti við að það yrði bara óöld á Íslandi á næstu misserum,“ sagði Helgi Helgi Gunnlaugsson prófessor og afbrotafræðingur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, um tímabilið eftir hrun. Hann segist hafa velt því fyrir sér hvort þetta myndi hafa mikil áhrif á afbrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot hér á landi. „Maður setti setti sig strax í einhverjar stellingar við það að raunverulega fylgjast með þessu og með svona ótta í brjósti.“ Helgi gaf á dögunum út bókina Afbrot og íslenskt samfélag. Í bókinni er meðal annars farið yfir þróun afbrotafræðinnar á Íslandi, einkenni íslenskra fangelsa og fanga, dómstólana, netbrot og gerendur kynferðisbrota. Hann segir að hrunið hafi haft óveruleg áhrif á tíðni brota en í upphafi hafi fólk staðsett hrunið í fang ákveðinna einstaklinga. „Þetta reynir auðvitað mjög mikið á réttarríkið. Þetta reynir auðvitað mikið á hvernig brugðist er við áfalli af þessu tagi. Við verðum auðvitað að hafa í huga að það var auðvitað mjög mikil reiði í okkar samfélagi. Það var talsvert mikil ólga. Það var líka kannski spurningin, sérstaklega í upphafi, að það væru þarna ákveðnir einstaklingar sem að væru ábyrgir fyrir þessu hruni og þeir voru nefndir, það voru teknir tilteknir einstaklingar út.“Mynd/HáskólaútgáfanMenn fóru fram úr sér „Innlendir bankamenn gripu til margvíslegra aðgerða eða gjörninga sem að vafalítið eru vafasamir og hafa verið dæmdir sem refsiverðir, sem eru í raun og veru til að bjarga stofnunum.“ Helgi segir að í bókinni setji hann bankahrunið í aðeins víðara samhengi en hefur verið gert hér á landi þar sem hefur verið staldrað mikið við sök einstaklinga. „Ég reyni að setja þetta í þetta pólitíska og efnahagslega umhverfi eða umgjörð sem að einhverju leyti gerði það að verkum að það varð til svona eða stemning þar sem að menn fóru kannski fram úr sjálfum sér og réttlættu þetta með ákveðnum hætti.“ Það sé klárt mál að það hafi verið mikil reiði í íslensku samfélagi sem hugsanlega hafi náð alla leið inn í réttarsal. „Menn vildu einhvern vegin draga einhvern til ábyrgðar fyrir hrunið. Það var jú refsigleði og mikil reiði í garð bankamanna.“ Ákveðnir einstaklingar hafi farið frá því að vera hetjur í það að vera skúrkar.Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan: Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
„Þessar hamfarir þegar fjármálastofnanir okkar hrynja á nokkrum dögum, þá fóru um mann miklar áhyggjur og ótti við að það yrði bara óöld á Íslandi á næstu misserum,“ sagði Helgi Helgi Gunnlaugsson prófessor og afbrotafræðingur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, um tímabilið eftir hrun. Hann segist hafa velt því fyrir sér hvort þetta myndi hafa mikil áhrif á afbrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot hér á landi. „Maður setti setti sig strax í einhverjar stellingar við það að raunverulega fylgjast með þessu og með svona ótta í brjósti.“ Helgi gaf á dögunum út bókina Afbrot og íslenskt samfélag. Í bókinni er meðal annars farið yfir þróun afbrotafræðinnar á Íslandi, einkenni íslenskra fangelsa og fanga, dómstólana, netbrot og gerendur kynferðisbrota. Hann segir að hrunið hafi haft óveruleg áhrif á tíðni brota en í upphafi hafi fólk staðsett hrunið í fang ákveðinna einstaklinga. „Þetta reynir auðvitað mjög mikið á réttarríkið. Þetta reynir auðvitað mikið á hvernig brugðist er við áfalli af þessu tagi. Við verðum auðvitað að hafa í huga að það var auðvitað mjög mikil reiði í okkar samfélagi. Það var talsvert mikil ólga. Það var líka kannski spurningin, sérstaklega í upphafi, að það væru þarna ákveðnir einstaklingar sem að væru ábyrgir fyrir þessu hruni og þeir voru nefndir, það voru teknir tilteknir einstaklingar út.“Mynd/HáskólaútgáfanMenn fóru fram úr sér „Innlendir bankamenn gripu til margvíslegra aðgerða eða gjörninga sem að vafalítið eru vafasamir og hafa verið dæmdir sem refsiverðir, sem eru í raun og veru til að bjarga stofnunum.“ Helgi segir að í bókinni setji hann bankahrunið í aðeins víðara samhengi en hefur verið gert hér á landi þar sem hefur verið staldrað mikið við sök einstaklinga. „Ég reyni að setja þetta í þetta pólitíska og efnahagslega umhverfi eða umgjörð sem að einhverju leyti gerði það að verkum að það varð til svona eða stemning þar sem að menn fóru kannski fram úr sjálfum sér og réttlættu þetta með ákveðnum hætti.“ Það sé klárt mál að það hafi verið mikil reiði í íslensku samfélagi sem hugsanlega hafi náð alla leið inn í réttarsal. „Menn vildu einhvern vegin draga einhvern til ábyrgðar fyrir hrunið. Það var jú refsigleði og mikil reiði í garð bankamanna.“ Ákveðnir einstaklingar hafi farið frá því að vera hetjur í það að vera skúrkar.Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan:
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira