Segir að hrunið hafi haft óveruleg áhrif á afbrot hér á landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júlí 2018 11:14 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Valli „Þessar hamfarir þegar fjármálastofnanir okkar hrynja á nokkrum dögum, þá fóru um mann miklar áhyggjur og ótti við að það yrði bara óöld á Íslandi á næstu misserum,“ sagði Helgi Helgi Gunnlaugsson prófessor og afbrotafræðingur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, um tímabilið eftir hrun. Hann segist hafa velt því fyrir sér hvort þetta myndi hafa mikil áhrif á afbrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot hér á landi. „Maður setti setti sig strax í einhverjar stellingar við það að raunverulega fylgjast með þessu og með svona ótta í brjósti.“ Helgi gaf á dögunum út bókina Afbrot og íslenskt samfélag. Í bókinni er meðal annars farið yfir þróun afbrotafræðinnar á Íslandi, einkenni íslenskra fangelsa og fanga, dómstólana, netbrot og gerendur kynferðisbrota. Hann segir að hrunið hafi haft óveruleg áhrif á tíðni brota en í upphafi hafi fólk staðsett hrunið í fang ákveðinna einstaklinga. „Þetta reynir auðvitað mjög mikið á réttarríkið. Þetta reynir auðvitað mikið á hvernig brugðist er við áfalli af þessu tagi. Við verðum auðvitað að hafa í huga að það var auðvitað mjög mikil reiði í okkar samfélagi. Það var talsvert mikil ólga. Það var líka kannski spurningin, sérstaklega í upphafi, að það væru þarna ákveðnir einstaklingar sem að væru ábyrgir fyrir þessu hruni og þeir voru nefndir, það voru teknir tilteknir einstaklingar út.“Mynd/HáskólaútgáfanMenn fóru fram úr sér „Innlendir bankamenn gripu til margvíslegra aðgerða eða gjörninga sem að vafalítið eru vafasamir og hafa verið dæmdir sem refsiverðir, sem eru í raun og veru til að bjarga stofnunum.“ Helgi segir að í bókinni setji hann bankahrunið í aðeins víðara samhengi en hefur verið gert hér á landi þar sem hefur verið staldrað mikið við sök einstaklinga. „Ég reyni að setja þetta í þetta pólitíska og efnahagslega umhverfi eða umgjörð sem að einhverju leyti gerði það að verkum að það varð til svona eða stemning þar sem að menn fóru kannski fram úr sjálfum sér og réttlættu þetta með ákveðnum hætti.“ Það sé klárt mál að það hafi verið mikil reiði í íslensku samfélagi sem hugsanlega hafi náð alla leið inn í réttarsal. „Menn vildu einhvern vegin draga einhvern til ábyrgðar fyrir hrunið. Það var jú refsigleði og mikil reiði í garð bankamanna.“ Ákveðnir einstaklingar hafi farið frá því að vera hetjur í það að vera skúrkar.Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan: Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Þessar hamfarir þegar fjármálastofnanir okkar hrynja á nokkrum dögum, þá fóru um mann miklar áhyggjur og ótti við að það yrði bara óöld á Íslandi á næstu misserum,“ sagði Helgi Helgi Gunnlaugsson prófessor og afbrotafræðingur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, um tímabilið eftir hrun. Hann segist hafa velt því fyrir sér hvort þetta myndi hafa mikil áhrif á afbrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot hér á landi. „Maður setti setti sig strax í einhverjar stellingar við það að raunverulega fylgjast með þessu og með svona ótta í brjósti.“ Helgi gaf á dögunum út bókina Afbrot og íslenskt samfélag. Í bókinni er meðal annars farið yfir þróun afbrotafræðinnar á Íslandi, einkenni íslenskra fangelsa og fanga, dómstólana, netbrot og gerendur kynferðisbrota. Hann segir að hrunið hafi haft óveruleg áhrif á tíðni brota en í upphafi hafi fólk staðsett hrunið í fang ákveðinna einstaklinga. „Þetta reynir auðvitað mjög mikið á réttarríkið. Þetta reynir auðvitað mikið á hvernig brugðist er við áfalli af þessu tagi. Við verðum auðvitað að hafa í huga að það var auðvitað mjög mikil reiði í okkar samfélagi. Það var talsvert mikil ólga. Það var líka kannski spurningin, sérstaklega í upphafi, að það væru þarna ákveðnir einstaklingar sem að væru ábyrgir fyrir þessu hruni og þeir voru nefndir, það voru teknir tilteknir einstaklingar út.“Mynd/HáskólaútgáfanMenn fóru fram úr sér „Innlendir bankamenn gripu til margvíslegra aðgerða eða gjörninga sem að vafalítið eru vafasamir og hafa verið dæmdir sem refsiverðir, sem eru í raun og veru til að bjarga stofnunum.“ Helgi segir að í bókinni setji hann bankahrunið í aðeins víðara samhengi en hefur verið gert hér á landi þar sem hefur verið staldrað mikið við sök einstaklinga. „Ég reyni að setja þetta í þetta pólitíska og efnahagslega umhverfi eða umgjörð sem að einhverju leyti gerði það að verkum að það varð til svona eða stemning þar sem að menn fóru kannski fram úr sjálfum sér og réttlættu þetta með ákveðnum hætti.“ Það sé klárt mál að það hafi verið mikil reiði í íslensku samfélagi sem hugsanlega hafi náð alla leið inn í réttarsal. „Menn vildu einhvern vegin draga einhvern til ábyrgðar fyrir hrunið. Það var jú refsigleði og mikil reiði í garð bankamanna.“ Ákveðnir einstaklingar hafi farið frá því að vera hetjur í það að vera skúrkar.Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan:
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira