Fjölmargar hættur steðja að vatnsbólum Lovísa Arnardóttir skrifar 18. janúar 2018 06:00 Fjölmargar hættur steðja að vatnsbólum og nauðsynlegt að fylgjast vel með. vísir/getty Umhverfismál „Miðað við fyrri ár var þessi ákveðni frostakafli mjög langur. Við höfum ekki séð svona frost í nokkuð langan tíma. En leysingin sem gerði síðastliðinn föstudag var ekkert sérstök,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir flóðið á föstudag lítið í sögulegu samhengi. „Við skjóta yfirferð má finna frá því um 1960 þrjú til fjögur leysingartilvik sem öll voru mun stærri en nú.“ Það var í apríl árið 1962, febrúar 1968 og tvisvar í febrúar árið 1982. Einar segir þó slíka hláku og leysingar alls ekki það eina sem ógnar vatnsbólinu. Hann segir mikilvægt að huga að ýmissi umhverfisvá eins og jarðvegsmengun, olíuóhöppum og auknu álagi vegna aukinnar umferðar fólks á vatnsverndarsvæðunum. „Mikið er fjallað þar um Heiðmörk og Bláfjöll, en minna um sjálfan Suðurlandsveg, en hluti hans liggur óvarinn fyrir mengunarslysi. Til dæmis ef olíubíll færi á hliðina mjög nærri brunnsvæði Gvendarbrunna og nágrennis.“ Einar segir eina lausn vera að tengja saman mikilvægustu vatnstökusvæðin, Kaldárbotna, Gvendarbrunna og Vatnsendakrika. „Best er vitanlega að tengja þessi þrjú svæði saman með vatnslögn ofan byggðar. Ef eitt þeirra verður fyrir mengun eða öðru umhverfisálagi geta hin tvö miðlað vatni án þess að nokkur yrði þess var.“ Aðeins sex af tuttugu holum á Vatnsverndarsvæði Heiðmerkur eru í notkun eftir að jarðvegs- og saurgerlar mældust í þeim í vikunni. Í tilkynningu frá Veitum og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að líkleg ástæða þessarar mengunar sé „mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla. Við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla.“ Hjá Veitum eru viðbragðsáætlanir vegna aukinnar hláku. Þess vegna eru fjórar holur við Gvendarbrunna ekki í notkun frá byrjun október til loka mars. „Það sem við sáum núna var aukið magn af jarðvegsgerlum í holu sem hefur ekki verið viðkvæm fyrir þessu áður, það er hola sem kallast V-1,“ sagði Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna. Einn saurgerill fannst í sýnum sem tekin voru úr V-4, V-5 og V-14 þann 9. janúar, það er einn gerill í hverju sýni. Einnig mældist aukið magn jarðvegsgerla í þeim. Þessum holum var strax lokað sem og holu V-3 sem sýndi aukið magn jarðvegsgerla samkvæmt upplýsingum frá Veitum. lovisaa@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
Umhverfismál „Miðað við fyrri ár var þessi ákveðni frostakafli mjög langur. Við höfum ekki séð svona frost í nokkuð langan tíma. En leysingin sem gerði síðastliðinn föstudag var ekkert sérstök,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir flóðið á föstudag lítið í sögulegu samhengi. „Við skjóta yfirferð má finna frá því um 1960 þrjú til fjögur leysingartilvik sem öll voru mun stærri en nú.“ Það var í apríl árið 1962, febrúar 1968 og tvisvar í febrúar árið 1982. Einar segir þó slíka hláku og leysingar alls ekki það eina sem ógnar vatnsbólinu. Hann segir mikilvægt að huga að ýmissi umhverfisvá eins og jarðvegsmengun, olíuóhöppum og auknu álagi vegna aukinnar umferðar fólks á vatnsverndarsvæðunum. „Mikið er fjallað þar um Heiðmörk og Bláfjöll, en minna um sjálfan Suðurlandsveg, en hluti hans liggur óvarinn fyrir mengunarslysi. Til dæmis ef olíubíll færi á hliðina mjög nærri brunnsvæði Gvendarbrunna og nágrennis.“ Einar segir eina lausn vera að tengja saman mikilvægustu vatnstökusvæðin, Kaldárbotna, Gvendarbrunna og Vatnsendakrika. „Best er vitanlega að tengja þessi þrjú svæði saman með vatnslögn ofan byggðar. Ef eitt þeirra verður fyrir mengun eða öðru umhverfisálagi geta hin tvö miðlað vatni án þess að nokkur yrði þess var.“ Aðeins sex af tuttugu holum á Vatnsverndarsvæði Heiðmerkur eru í notkun eftir að jarðvegs- og saurgerlar mældust í þeim í vikunni. Í tilkynningu frá Veitum og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að líkleg ástæða þessarar mengunar sé „mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla. Við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla.“ Hjá Veitum eru viðbragðsáætlanir vegna aukinnar hláku. Þess vegna eru fjórar holur við Gvendarbrunna ekki í notkun frá byrjun október til loka mars. „Það sem við sáum núna var aukið magn af jarðvegsgerlum í holu sem hefur ekki verið viðkvæm fyrir þessu áður, það er hola sem kallast V-1,“ sagði Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna. Einn saurgerill fannst í sýnum sem tekin voru úr V-4, V-5 og V-14 þann 9. janúar, það er einn gerill í hverju sýni. Einnig mældist aukið magn jarðvegsgerla í þeim. Þessum holum var strax lokað sem og holu V-3 sem sýndi aukið magn jarðvegsgerla samkvæmt upplýsingum frá Veitum. lovisaa@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira