Bæði fráskilin, kynntust á Facebook og nú gift: „Þetta var ást við fyrsta orð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. ágúst 2018 10:30 Almar hélt í fyrstu að hann ætti ekki séns í Heiðdísi. Vala Matt fór í ævintýraleiðangur þar sem hún ræddi við hjón sem kynntust á Facebook. Fyrirsætan og snyrtifræðingurinn Heiðdís Steinsdóttir samþykkti vinabeiðni á Facebook frá manni sem hún þekkti ekki neitt, Almari Eiríkssyni framkvæmdastjóra, og við það breyttist allt hennar líf. Í dag eru þau yfir sig ástfangin og hamingjusamlega gift. „Einn daginn fékk ég vinabeiðni. Við áttum alveg þónokkra sameiginlega vini og því samþykkti ég hann sem vin minn,“ segir Heiðdís í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Svo svona vika seinna fæ ég skilaboð og hann byrjar á því að þakka mér fyrir að samþykkja sig sem vin og spyr mig hvort ég væri til í smá spjall. Ég hugsaði bara já, af hverju ekki. Ég svaraði honum játandi en vildi nú bara létt spjall.“Varð alltaf alvarlegra Heiðdís segir að með tímanum hafi spjallið undið upp á sig og orðið alvarlegra og alvarlegra. „Ég ákvað að senda og sé ekki eftir því. Hún var svolítið treg í fyrstu, en þetta gekk og við spjölluðum og spjölluðum,“ segir Almar.Fallega saga.„Við spjölluðum saman á messenger í um einn mánuð þar til að hann fór í veiði með vinum sínum. Þá sagði ég honum að hann mætti fá símanúmerið mitt og gæti hringt þegar hann væri kominn inn í hús eftir veiði dagsins,“ segir Heiðdís og Almar hringdi síðan um kvöldið og var það í fyrsta skipti sem þau töluðu saman í síma. „Við töluðum saman í tvo þrjá klukkutíma og það var einhver fótboltaleikur í gangi og hann mátti sko ekkert vera að því að horfa á leikinn og drengirnir sem voru með honum voru bara látnir bíða. Svo kom hann í bæinn og þá var kominn tíma til að við myndum hittast í fyrsta skipti. Við hittumst í grasagarðinum á Kaffi Flóru.“Ég á ekki séns „Ég sá bara þetta yndislega fallega bros sem kom á móti mér. Ég hugsaði með mér, nei ekki séns,“ segir Almar sem taldi að hann ætti ekki möguleika í svona flotta konu. Þetta væri 1. deildin. „Við sátum þarna í fjóra klukkutíma og töluðum og töluðum. Maður varð alltaf meira og meira heilluð. Maður fann það og sá að skrifin áttu alveg við það sem maður var að hitta og tala við. Svo hittumst við daglega eftir það. Ég var að fara út til útlanda eftir tvo mánuði og hugsaði fljótalega, æji ég bíð honum bara með,“ segir Heiðdís en saman fóru þau til Alicante á Spáni. Heiðdís rifjar upp yndislega göngu við ströndina á Spáni. „Þegar við erum komin út að enda við tangann fer minn bara niður á hné og segist ekki hafa undirbúið þetta neitt en biður mig bara um að giftast sér. Ég sagði bara strax já, en ekki hvað. Allir sem stóðu í kring klöppuðu og var þetta eins og í bíómynd.“ „Þetta var ást við fyrsta orð. Þegar við hittumst var eins og við hefðum þekkst lengi,“ segir Almar. Eftir þriggja mánaða samband voru þau orðin trúlofuð og farinn að búa saman. Tveimur árum síðar giftu þau sig á Akureyri. Sjáið þessa dásamlegu ástarsögu hér að neðan. Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Vala Matt fór í ævintýraleiðangur þar sem hún ræddi við hjón sem kynntust á Facebook. Fyrirsætan og snyrtifræðingurinn Heiðdís Steinsdóttir samþykkti vinabeiðni á Facebook frá manni sem hún þekkti ekki neitt, Almari Eiríkssyni framkvæmdastjóra, og við það breyttist allt hennar líf. Í dag eru þau yfir sig ástfangin og hamingjusamlega gift. „Einn daginn fékk ég vinabeiðni. Við áttum alveg þónokkra sameiginlega vini og því samþykkti ég hann sem vin minn,“ segir Heiðdís í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Svo svona vika seinna fæ ég skilaboð og hann byrjar á því að þakka mér fyrir að samþykkja sig sem vin og spyr mig hvort ég væri til í smá spjall. Ég hugsaði bara já, af hverju ekki. Ég svaraði honum játandi en vildi nú bara létt spjall.“Varð alltaf alvarlegra Heiðdís segir að með tímanum hafi spjallið undið upp á sig og orðið alvarlegra og alvarlegra. „Ég ákvað að senda og sé ekki eftir því. Hún var svolítið treg í fyrstu, en þetta gekk og við spjölluðum og spjölluðum,“ segir Almar.Fallega saga.„Við spjölluðum saman á messenger í um einn mánuð þar til að hann fór í veiði með vinum sínum. Þá sagði ég honum að hann mætti fá símanúmerið mitt og gæti hringt þegar hann væri kominn inn í hús eftir veiði dagsins,“ segir Heiðdís og Almar hringdi síðan um kvöldið og var það í fyrsta skipti sem þau töluðu saman í síma. „Við töluðum saman í tvo þrjá klukkutíma og það var einhver fótboltaleikur í gangi og hann mátti sko ekkert vera að því að horfa á leikinn og drengirnir sem voru með honum voru bara látnir bíða. Svo kom hann í bæinn og þá var kominn tíma til að við myndum hittast í fyrsta skipti. Við hittumst í grasagarðinum á Kaffi Flóru.“Ég á ekki séns „Ég sá bara þetta yndislega fallega bros sem kom á móti mér. Ég hugsaði með mér, nei ekki séns,“ segir Almar sem taldi að hann ætti ekki möguleika í svona flotta konu. Þetta væri 1. deildin. „Við sátum þarna í fjóra klukkutíma og töluðum og töluðum. Maður varð alltaf meira og meira heilluð. Maður fann það og sá að skrifin áttu alveg við það sem maður var að hitta og tala við. Svo hittumst við daglega eftir það. Ég var að fara út til útlanda eftir tvo mánuði og hugsaði fljótalega, æji ég bíð honum bara með,“ segir Heiðdís en saman fóru þau til Alicante á Spáni. Heiðdís rifjar upp yndislega göngu við ströndina á Spáni. „Þegar við erum komin út að enda við tangann fer minn bara niður á hné og segist ekki hafa undirbúið þetta neitt en biður mig bara um að giftast sér. Ég sagði bara strax já, en ekki hvað. Allir sem stóðu í kring klöppuðu og var þetta eins og í bíómynd.“ „Þetta var ást við fyrsta orð. Þegar við hittumst var eins og við hefðum þekkst lengi,“ segir Almar. Eftir þriggja mánaða samband voru þau orðin trúlofuð og farinn að búa saman. Tveimur árum síðar giftu þau sig á Akureyri. Sjáið þessa dásamlegu ástarsögu hér að neðan.
Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“