Bæði fráskilin, kynntust á Facebook og nú gift: „Þetta var ást við fyrsta orð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. ágúst 2018 10:30 Almar hélt í fyrstu að hann ætti ekki séns í Heiðdísi. Vala Matt fór í ævintýraleiðangur þar sem hún ræddi við hjón sem kynntust á Facebook. Fyrirsætan og snyrtifræðingurinn Heiðdís Steinsdóttir samþykkti vinabeiðni á Facebook frá manni sem hún þekkti ekki neitt, Almari Eiríkssyni framkvæmdastjóra, og við það breyttist allt hennar líf. Í dag eru þau yfir sig ástfangin og hamingjusamlega gift. „Einn daginn fékk ég vinabeiðni. Við áttum alveg þónokkra sameiginlega vini og því samþykkti ég hann sem vin minn,“ segir Heiðdís í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Svo svona vika seinna fæ ég skilaboð og hann byrjar á því að þakka mér fyrir að samþykkja sig sem vin og spyr mig hvort ég væri til í smá spjall. Ég hugsaði bara já, af hverju ekki. Ég svaraði honum játandi en vildi nú bara létt spjall.“Varð alltaf alvarlegra Heiðdís segir að með tímanum hafi spjallið undið upp á sig og orðið alvarlegra og alvarlegra. „Ég ákvað að senda og sé ekki eftir því. Hún var svolítið treg í fyrstu, en þetta gekk og við spjölluðum og spjölluðum,“ segir Almar.Fallega saga.„Við spjölluðum saman á messenger í um einn mánuð þar til að hann fór í veiði með vinum sínum. Þá sagði ég honum að hann mætti fá símanúmerið mitt og gæti hringt þegar hann væri kominn inn í hús eftir veiði dagsins,“ segir Heiðdís og Almar hringdi síðan um kvöldið og var það í fyrsta skipti sem þau töluðu saman í síma. „Við töluðum saman í tvo þrjá klukkutíma og það var einhver fótboltaleikur í gangi og hann mátti sko ekkert vera að því að horfa á leikinn og drengirnir sem voru með honum voru bara látnir bíða. Svo kom hann í bæinn og þá var kominn tíma til að við myndum hittast í fyrsta skipti. Við hittumst í grasagarðinum á Kaffi Flóru.“Ég á ekki séns „Ég sá bara þetta yndislega fallega bros sem kom á móti mér. Ég hugsaði með mér, nei ekki séns,“ segir Almar sem taldi að hann ætti ekki möguleika í svona flotta konu. Þetta væri 1. deildin. „Við sátum þarna í fjóra klukkutíma og töluðum og töluðum. Maður varð alltaf meira og meira heilluð. Maður fann það og sá að skrifin áttu alveg við það sem maður var að hitta og tala við. Svo hittumst við daglega eftir það. Ég var að fara út til útlanda eftir tvo mánuði og hugsaði fljótalega, æji ég bíð honum bara með,“ segir Heiðdís en saman fóru þau til Alicante á Spáni. Heiðdís rifjar upp yndislega göngu við ströndina á Spáni. „Þegar við erum komin út að enda við tangann fer minn bara niður á hné og segist ekki hafa undirbúið þetta neitt en biður mig bara um að giftast sér. Ég sagði bara strax já, en ekki hvað. Allir sem stóðu í kring klöppuðu og var þetta eins og í bíómynd.“ „Þetta var ást við fyrsta orð. Þegar við hittumst var eins og við hefðum þekkst lengi,“ segir Almar. Eftir þriggja mánaða samband voru þau orðin trúlofuð og farinn að búa saman. Tveimur árum síðar giftu þau sig á Akureyri. Sjáið þessa dásamlegu ástarsögu hér að neðan. Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Fleiri fréttir „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Sjá meira
Vala Matt fór í ævintýraleiðangur þar sem hún ræddi við hjón sem kynntust á Facebook. Fyrirsætan og snyrtifræðingurinn Heiðdís Steinsdóttir samþykkti vinabeiðni á Facebook frá manni sem hún þekkti ekki neitt, Almari Eiríkssyni framkvæmdastjóra, og við það breyttist allt hennar líf. Í dag eru þau yfir sig ástfangin og hamingjusamlega gift. „Einn daginn fékk ég vinabeiðni. Við áttum alveg þónokkra sameiginlega vini og því samþykkti ég hann sem vin minn,“ segir Heiðdís í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Svo svona vika seinna fæ ég skilaboð og hann byrjar á því að þakka mér fyrir að samþykkja sig sem vin og spyr mig hvort ég væri til í smá spjall. Ég hugsaði bara já, af hverju ekki. Ég svaraði honum játandi en vildi nú bara létt spjall.“Varð alltaf alvarlegra Heiðdís segir að með tímanum hafi spjallið undið upp á sig og orðið alvarlegra og alvarlegra. „Ég ákvað að senda og sé ekki eftir því. Hún var svolítið treg í fyrstu, en þetta gekk og við spjölluðum og spjölluðum,“ segir Almar.Fallega saga.„Við spjölluðum saman á messenger í um einn mánuð þar til að hann fór í veiði með vinum sínum. Þá sagði ég honum að hann mætti fá símanúmerið mitt og gæti hringt þegar hann væri kominn inn í hús eftir veiði dagsins,“ segir Heiðdís og Almar hringdi síðan um kvöldið og var það í fyrsta skipti sem þau töluðu saman í síma. „Við töluðum saman í tvo þrjá klukkutíma og það var einhver fótboltaleikur í gangi og hann mátti sko ekkert vera að því að horfa á leikinn og drengirnir sem voru með honum voru bara látnir bíða. Svo kom hann í bæinn og þá var kominn tíma til að við myndum hittast í fyrsta skipti. Við hittumst í grasagarðinum á Kaffi Flóru.“Ég á ekki séns „Ég sá bara þetta yndislega fallega bros sem kom á móti mér. Ég hugsaði með mér, nei ekki séns,“ segir Almar sem taldi að hann ætti ekki möguleika í svona flotta konu. Þetta væri 1. deildin. „Við sátum þarna í fjóra klukkutíma og töluðum og töluðum. Maður varð alltaf meira og meira heilluð. Maður fann það og sá að skrifin áttu alveg við það sem maður var að hitta og tala við. Svo hittumst við daglega eftir það. Ég var að fara út til útlanda eftir tvo mánuði og hugsaði fljótalega, æji ég bíð honum bara með,“ segir Heiðdís en saman fóru þau til Alicante á Spáni. Heiðdís rifjar upp yndislega göngu við ströndina á Spáni. „Þegar við erum komin út að enda við tangann fer minn bara niður á hné og segist ekki hafa undirbúið þetta neitt en biður mig bara um að giftast sér. Ég sagði bara strax já, en ekki hvað. Allir sem stóðu í kring klöppuðu og var þetta eins og í bíómynd.“ „Þetta var ást við fyrsta orð. Þegar við hittumst var eins og við hefðum þekkst lengi,“ segir Almar. Eftir þriggja mánaða samband voru þau orðin trúlofuð og farinn að búa saman. Tveimur árum síðar giftu þau sig á Akureyri. Sjáið þessa dásamlegu ástarsögu hér að neðan.
Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Fleiri fréttir „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Sjá meira