Framlög til tannlækninga aldraðra og öryrkja aukin Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2018 14:34 Svandís Svavarsdóttir, Þuríður Harpa Sigurðardóttir og Þórunn Sveinbjörnsdóttir fyrir miðri mynd Velferðarráðuneytið Nýr samningur um tannlæknaþjónustu við aldraða og öryrkja tekur gildi á morgun. Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samningurinn feli í sér mikilvæga kjarabót og einnig réttarbót fyrir aldraða og öryrkja. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga hækkar almennt úr 27% í 50%. Tannlæknaþjónusta við langveika aldraða og öryrkja á stofnunum verður þeim að kostnaðarlausu. Samningurinn markar tímamót, því enginn samningur hefur gilt um tannlæknaþjónustu fyrir þessa hópa frá árinu 1999 og tannlæknakostnaður þeirra því aukist jöfnum skrefum. Heilbrigðisráðherra staðfesti samninginn með undirritun sinni í velferðarráðuneytinu í dag, að viðstöddum Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara og Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formanni Öryrkjabandalags Íslands. Ráðherra og formennirnir tveir ræddu um efni samningsins, þýðingu hans fyrir þá sem hlut eiga að máli og áherslur í þessum málum til lengri tíma litið. „Ég lít svo á að við sem þjóð séum nú að ganga inn í nútímann í þessum efnum. Staða þessara mála gagnvart öldruðum og öryrkjum var okkur til vansa en er nú gjörbreytt, þótt við ætlum að gera enn betur“segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra: „Síðast en ekki síst er þetta mikilvægur liður í áformum stjórnvalda um að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, líkt og fjallað er um í sáttmála ríkisstjórnarinnar“ er haft eftir Svandísi.Framlög til verkefnisins aukin úr 700 milljónum kr. í 1,7 milljarða króna á ári Útgjöld sjúkratrygginga til tannlækninga öryrkja og aldraða hafa verið 700 milljónir króna á ári. Þar sem engir samningar hafa verið við tannlækna hefur verðlagning þeirra ekki verið samræmd en greiðsluþátttaka sjúkratrygginga hefur undanfarið numið að jafnaði um 27% af verði þjónustunnar. Nýi samningurinn tryggir samræmda verðlagningu og greiðsluhlutfall sjúkratrygginga hækkar í rúm 50% af kostnaði einstaklings. Stefnt að 75% greiðsluþátttöku sjúkratrygginga Heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp í byrjun þessa árs og fól honum að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag tannlæknaþjónustu við aldraða og öryrkja í samræmi við ákvörðun stjórnvalda um aukna fjármuni til málaflokksins. Á grundvelli þeirra tillagna fól ráðherra Sjúkratryggingum Íslands að vinna að samningum við tannlækna um þjónustuna. Stefnt var að því að niðurgreiðsla ríkisins yrði 75% á móti 25% greiðsluþátttöku einstaklings og 100% fyrir tiltekna hópa. Það fjármagn sem var til ráðstöfunar dugði ekki til að ná þessum markmiðunum til fulls en vilji stendur til þess að auka greiðsluþátttökuna í skrefum þar til hún hefur náð 75% markmiðinu og var tillaga heilbrigðisráðherra þess efnis samþykkt á fundi ríkisstjórnar í dag. Tannlæknaþjónusta við langveika á stofnunum verður þeim að kostnaðarlausu Samkvæmt samningnum verður tannlæknaþjónusta öryrkja og aldraðra sem eru langveikir og dveljast á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum eða hjúkrunarrýmum á öldrunarstofnunum þeim að kostnaðarlausu. Hið sama gildir fyrir andlega þroskahamlaða einstaklinga 18 ára og eldri, þó með þeim fyrirvara að áður en til greiðslu kemur þarf að sækja sérstaklega um hana. Skráning hjá tannlækni Nýi samningurinn, eins og samningurinn um tannlækningar barna frá árinu 2013, byggir á því að hinn sjúkratryggði sé skráður hjá tannlækni sem boðar hann í reglubundið eftirlit. Þeir sem leitað hafa til tannlæknis eftir 1. janúar 2017 verða sjálfkrafa skráðir hjá honum. Aðrir geta óskað eftir skráningu þegar þeir fara næst til tannlæknis eða gengið sjálfir frá skráningu hjá tannlækni í Réttindagáttinni á vef Sjúkratrygginga Íslands. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Nýr samningur um tannlæknaþjónustu við aldraða og öryrkja tekur gildi á morgun. Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samningurinn feli í sér mikilvæga kjarabót og einnig réttarbót fyrir aldraða og öryrkja. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga hækkar almennt úr 27% í 50%. Tannlæknaþjónusta við langveika aldraða og öryrkja á stofnunum verður þeim að kostnaðarlausu. Samningurinn markar tímamót, því enginn samningur hefur gilt um tannlæknaþjónustu fyrir þessa hópa frá árinu 1999 og tannlæknakostnaður þeirra því aukist jöfnum skrefum. Heilbrigðisráðherra staðfesti samninginn með undirritun sinni í velferðarráðuneytinu í dag, að viðstöddum Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara og Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formanni Öryrkjabandalags Íslands. Ráðherra og formennirnir tveir ræddu um efni samningsins, þýðingu hans fyrir þá sem hlut eiga að máli og áherslur í þessum málum til lengri tíma litið. „Ég lít svo á að við sem þjóð séum nú að ganga inn í nútímann í þessum efnum. Staða þessara mála gagnvart öldruðum og öryrkjum var okkur til vansa en er nú gjörbreytt, þótt við ætlum að gera enn betur“segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra: „Síðast en ekki síst er þetta mikilvægur liður í áformum stjórnvalda um að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, líkt og fjallað er um í sáttmála ríkisstjórnarinnar“ er haft eftir Svandísi.Framlög til verkefnisins aukin úr 700 milljónum kr. í 1,7 milljarða króna á ári Útgjöld sjúkratrygginga til tannlækninga öryrkja og aldraða hafa verið 700 milljónir króna á ári. Þar sem engir samningar hafa verið við tannlækna hefur verðlagning þeirra ekki verið samræmd en greiðsluþátttaka sjúkratrygginga hefur undanfarið numið að jafnaði um 27% af verði þjónustunnar. Nýi samningurinn tryggir samræmda verðlagningu og greiðsluhlutfall sjúkratrygginga hækkar í rúm 50% af kostnaði einstaklings. Stefnt að 75% greiðsluþátttöku sjúkratrygginga Heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp í byrjun þessa árs og fól honum að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag tannlæknaþjónustu við aldraða og öryrkja í samræmi við ákvörðun stjórnvalda um aukna fjármuni til málaflokksins. Á grundvelli þeirra tillagna fól ráðherra Sjúkratryggingum Íslands að vinna að samningum við tannlækna um þjónustuna. Stefnt var að því að niðurgreiðsla ríkisins yrði 75% á móti 25% greiðsluþátttöku einstaklings og 100% fyrir tiltekna hópa. Það fjármagn sem var til ráðstöfunar dugði ekki til að ná þessum markmiðunum til fulls en vilji stendur til þess að auka greiðsluþátttökuna í skrefum þar til hún hefur náð 75% markmiðinu og var tillaga heilbrigðisráðherra þess efnis samþykkt á fundi ríkisstjórnar í dag. Tannlæknaþjónusta við langveika á stofnunum verður þeim að kostnaðarlausu Samkvæmt samningnum verður tannlæknaþjónusta öryrkja og aldraðra sem eru langveikir og dveljast á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum eða hjúkrunarrýmum á öldrunarstofnunum þeim að kostnaðarlausu. Hið sama gildir fyrir andlega þroskahamlaða einstaklinga 18 ára og eldri, þó með þeim fyrirvara að áður en til greiðslu kemur þarf að sækja sérstaklega um hana. Skráning hjá tannlækni Nýi samningurinn, eins og samningurinn um tannlækningar barna frá árinu 2013, byggir á því að hinn sjúkratryggði sé skráður hjá tannlækni sem boðar hann í reglubundið eftirlit. Þeir sem leitað hafa til tannlæknis eftir 1. janúar 2017 verða sjálfkrafa skráðir hjá honum. Aðrir geta óskað eftir skráningu þegar þeir fara næst til tannlæknis eða gengið sjálfir frá skráningu hjá tannlækni í Réttindagáttinni á vef Sjúkratrygginga Íslands.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira