Framlög til þróunarsamvinnu hækka um 233 milljónir Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2018 10:19 Ríkisstjórnin stefnir að því að auka framlög til opinberrar þróunaraðstoðar á næstu árum. Vísir/E.Ól Heildarfjárheimild til þróunarsamvinnu fyrir árið 2019 er áætluð 5.919 milljónir króna og hækkar um 233 milljónir króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Miðað er við að 0,28 prósent af vergum þjóðartekjum ársins 2019 verði varið til opinberrar þróunaraðstoðar í heild. Stefnt skuli að því að hlutfallið verði komið í 0,35 prósent árið 2022. Í frumvarpinu segir að til viðbótar þessum útgjöldum komi önnur framlög sem teljist til opinberrar þróunaraðstoðar, meðal annars stofnfjárframlög og hluti útgjalda á öðrum málefnasviðum vegna umsækjenda um vernd og móttöku kvótaflóttamanna sem í þessu sambandi er áætlaður um 1.707 milljónir króna árið 2019. „Samtals er gert ráð fyrir að framlög til opinberrar þróunaraðstoðar verði 7.804,9 m.kr. eða 0,28% af þjóðartekjum á árinu 2019 og hækki um 786,2 m.kr. á frá fjárlögum 2018. Í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stefnt að því að auka heildarframlag til opinberrar þróunaraðstoðar á næstu árum og að það verði komið í 0,35% af vergum þjóðartekjum árið 2022,“ segir í frumvarpinu. Fjárlagafrumvarp 2019 Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Heildarfjárheimild til þróunarsamvinnu fyrir árið 2019 er áætluð 5.919 milljónir króna og hækkar um 233 milljónir króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Miðað er við að 0,28 prósent af vergum þjóðartekjum ársins 2019 verði varið til opinberrar þróunaraðstoðar í heild. Stefnt skuli að því að hlutfallið verði komið í 0,35 prósent árið 2022. Í frumvarpinu segir að til viðbótar þessum útgjöldum komi önnur framlög sem teljist til opinberrar þróunaraðstoðar, meðal annars stofnfjárframlög og hluti útgjalda á öðrum málefnasviðum vegna umsækjenda um vernd og móttöku kvótaflóttamanna sem í þessu sambandi er áætlaður um 1.707 milljónir króna árið 2019. „Samtals er gert ráð fyrir að framlög til opinberrar þróunaraðstoðar verði 7.804,9 m.kr. eða 0,28% af þjóðartekjum á árinu 2019 og hækki um 786,2 m.kr. á frá fjárlögum 2018. Í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stefnt að því að auka heildarframlag til opinberrar þróunaraðstoðar á næstu árum og að það verði komið í 0,35% af vergum þjóðartekjum árið 2022,“ segir í frumvarpinu.
Fjárlagafrumvarp 2019 Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43