Borgarbúar kjósa um rafrænt eftirlit og ýmsar umbætur í hverfum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. október 2018 07:00 Kjósa má um öflugra eftirlit í helstu úthverfum. Fréttablaðið/Anton Brink Borgarbúar ganga nú til kosninga á vefnum hverfidmitt.is um ýmsar framkvæmdir í hverfum Reykjavíkur en þetta er í sjöunda sinn sem slík íbúakosning fer fram á vegum borgarinnar. Borgin leggur 450 milljónir til verkefnisins í ár og hefur þeirri fjárhæð verið skipt á milli hverfana eftir fjölda íbúa. Íbúar sem eru eða verða 15 ára á árinu hafa kosningarétt en hingað til hefur aldurstakmarkið verið 16 ár. Forval verkefna hefur þegar farið fram og kosið er á milli verkefna sem komust í gegnum fyrri síu. Meðal verkefna sem kjósa má um í flestum hverfum eru gönguþveranir gatna, vatnspóstar, endurbætur á göngustígum, leik- og sparkvöllum, fjölnota hreysti- og klifursvæði, þurrgufuböð við sundlaugar, nýjar ruslafötur og fleira. Auk framangreindra verkefna gefst íbúum í Grafarvogi kostur á að kjósa um rafræna vöktun við innganga í hverfið sem kosta myndi 33 milljónir, íbúar í Vesturbænum geta kosið um hundagerði við Vesturbæjarlaug fyrir 4 milljónir og Árbæingar gætu varið sömu fjárhæð í deilihjólastæði. Snjallvæðing Breiðhyltinga vekur athygli en þeir gætu kosið sér hleðsluskápa fyrir snjalltæki og snjallbekki til að setjast á meðan hlaðið er. Íbúar Grafarholts geta kosið sér meira skjól með auknu fé til gróðursetninga og íbúar Hlíða kosið bætt aðgengi að stríðsminjum í Öskjuhlíð og tjörn á Klambratúni. Kjalnesingar kosið að virkja vindinn með vindmyllu fyrir 4 milljónir. Þeir eiga þess einnig kost að auka rafræna vöktun í sínu hverfi líkt og Grafarvogsbúar. Kosningin hófst í gær og fer fram á vefnum hverfidmitt.is. Íbúar hafa allan októbermánuð til að kjósa. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Borgarbúar ganga nú til kosninga á vefnum hverfidmitt.is um ýmsar framkvæmdir í hverfum Reykjavíkur en þetta er í sjöunda sinn sem slík íbúakosning fer fram á vegum borgarinnar. Borgin leggur 450 milljónir til verkefnisins í ár og hefur þeirri fjárhæð verið skipt á milli hverfana eftir fjölda íbúa. Íbúar sem eru eða verða 15 ára á árinu hafa kosningarétt en hingað til hefur aldurstakmarkið verið 16 ár. Forval verkefna hefur þegar farið fram og kosið er á milli verkefna sem komust í gegnum fyrri síu. Meðal verkefna sem kjósa má um í flestum hverfum eru gönguþveranir gatna, vatnspóstar, endurbætur á göngustígum, leik- og sparkvöllum, fjölnota hreysti- og klifursvæði, þurrgufuböð við sundlaugar, nýjar ruslafötur og fleira. Auk framangreindra verkefna gefst íbúum í Grafarvogi kostur á að kjósa um rafræna vöktun við innganga í hverfið sem kosta myndi 33 milljónir, íbúar í Vesturbænum geta kosið um hundagerði við Vesturbæjarlaug fyrir 4 milljónir og Árbæingar gætu varið sömu fjárhæð í deilihjólastæði. Snjallvæðing Breiðhyltinga vekur athygli en þeir gætu kosið sér hleðsluskápa fyrir snjalltæki og snjallbekki til að setjast á meðan hlaðið er. Íbúar Grafarholts geta kosið sér meira skjól með auknu fé til gróðursetninga og íbúar Hlíða kosið bætt aðgengi að stríðsminjum í Öskjuhlíð og tjörn á Klambratúni. Kjalnesingar kosið að virkja vindinn með vindmyllu fyrir 4 milljónir. Þeir eiga þess einnig kost að auka rafræna vöktun í sínu hverfi líkt og Grafarvogsbúar. Kosningin hófst í gær og fer fram á vefnum hverfidmitt.is. Íbúar hafa allan októbermánuð til að kjósa.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira