Frestur til uppsagna kjarasamninga þorra verkafólks að renna út Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2018 11:59 Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ. Vísir/Vilhelm Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. Forseti Alþýðusambandsins segir að ef koma eigi í veg fyrir uppsögn samnnga þurfi að koma uppbyggileg svör frá stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins fyrir formannafund í fyrrmálið. Fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað innan endurskoðunarnefndar gildandi kjarasamninga undanfranar vikur og einnig átt fjölda funda með leiðtogum ríkisstjórnarinnar. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að seinni partinn í dag og í kvöld muni einstök aðildarfélög innan ASÍ funda með sínu félagsfólki fyrir fund um sextíu formanna verkalýðsfélaga innan ASÍ sem hefst klukkan ellefu í fyrramálið. Ögurstund vegna mögulegra uppsagna kjarasamninga nálgast því frestur til uppsagna rennur út klukkan fjögur á morgun. „Já, já. Þetta ár sem við frestuðum þessum forsendubresti í fyrra er bara að líða núna og þá þarf að taka afstöðu og við erum að vinna í því.“Það er eins og komið hefur fram; að ef það yrði niðurstaðan að samningum verði sagt upp þá gildir það strax frá og með 1. mars? „Já, þá eru félögin laus af því mog geta þá hafið bæði undirbúning kröfugerðar og sett fram. Kröfur. Launahækkun samkvæmt kjarasamningi ætti að vera 1. maí þannig að menn hafa þá tíma til að setja ferlið í gang til að freista þess að ná að ljúka samningi ef til þess kemur fyrir þann tíma,“ segir Gylfi. Miðstjórn Alþýðusambandsins komst að þeirri niðurstöðu um miðja síðustu viku að forsendur gildandi samninga væru brostnar að óbreyttu en Samtök atvinnulífsins segja svo ekki vera. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax. Gylfi segir skiptar skoðanir innan félaganna í Alþýðusambandinu um hvort segja beri upp samningum. „Það hefur alla vega legið ljíst fyrir. Það er meðal annars þess vegna sem við erum að boða til formannafundar með tillögu um að þessi ákvörðun verði tekin í atkvæðagreiðslu á þeim fundi. Einfaldlega til að virða að það eru um þetta skiptar skoðanir. En það breytir því ekki að í lýðræðislegri hreyfingu er það meirihlutinn sem verður að fá að ráða niðurstöðunni. Í hvora áttina sem það er,“ segir forseti ASÍ. Viðræðuskylda hvíli á ASÍ þegar sambandið komist að þeirri niðurstöðu að forsendur samninga hafi brostið. Því sé beðið svara bæði frá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum eftir fundi með þeim. „Það sem hefur farið út af á þessu tímabili er að stjórnvöld hafa verið að skerða í gegnum skattleysismörk, barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisbætur ýmislegt af því sem við máttum reikna með að yrði þessu fólki aðgengilegt. En hefur ekki verið það,“ segir Gylfi. Forsendubresturinn verði því þrátt fyrir að tekist hafi að hækka lægstu launin og gera betur fyrir þá tekjulægstu. „Þá hafa stjórnvöld tekið það til baka með ýmsum skerðingum. Þess vegna höfum við kallað stjórnvöld til ábyrgðar um aðkomu á lausn á þessum vanda,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. Forseti Alþýðusambandsins segir að ef koma eigi í veg fyrir uppsögn samnnga þurfi að koma uppbyggileg svör frá stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins fyrir formannafund í fyrrmálið. Fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað innan endurskoðunarnefndar gildandi kjarasamninga undanfranar vikur og einnig átt fjölda funda með leiðtogum ríkisstjórnarinnar. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að seinni partinn í dag og í kvöld muni einstök aðildarfélög innan ASÍ funda með sínu félagsfólki fyrir fund um sextíu formanna verkalýðsfélaga innan ASÍ sem hefst klukkan ellefu í fyrramálið. Ögurstund vegna mögulegra uppsagna kjarasamninga nálgast því frestur til uppsagna rennur út klukkan fjögur á morgun. „Já, já. Þetta ár sem við frestuðum þessum forsendubresti í fyrra er bara að líða núna og þá þarf að taka afstöðu og við erum að vinna í því.“Það er eins og komið hefur fram; að ef það yrði niðurstaðan að samningum verði sagt upp þá gildir það strax frá og með 1. mars? „Já, þá eru félögin laus af því mog geta þá hafið bæði undirbúning kröfugerðar og sett fram. Kröfur. Launahækkun samkvæmt kjarasamningi ætti að vera 1. maí þannig að menn hafa þá tíma til að setja ferlið í gang til að freista þess að ná að ljúka samningi ef til þess kemur fyrir þann tíma,“ segir Gylfi. Miðstjórn Alþýðusambandsins komst að þeirri niðurstöðu um miðja síðustu viku að forsendur gildandi samninga væru brostnar að óbreyttu en Samtök atvinnulífsins segja svo ekki vera. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax. Gylfi segir skiptar skoðanir innan félaganna í Alþýðusambandinu um hvort segja beri upp samningum. „Það hefur alla vega legið ljíst fyrir. Það er meðal annars þess vegna sem við erum að boða til formannafundar með tillögu um að þessi ákvörðun verði tekin í atkvæðagreiðslu á þeim fundi. Einfaldlega til að virða að það eru um þetta skiptar skoðanir. En það breytir því ekki að í lýðræðislegri hreyfingu er það meirihlutinn sem verður að fá að ráða niðurstöðunni. Í hvora áttina sem það er,“ segir forseti ASÍ. Viðræðuskylda hvíli á ASÍ þegar sambandið komist að þeirri niðurstöðu að forsendur samninga hafi brostið. Því sé beðið svara bæði frá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum eftir fundi með þeim. „Það sem hefur farið út af á þessu tímabili er að stjórnvöld hafa verið að skerða í gegnum skattleysismörk, barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisbætur ýmislegt af því sem við máttum reikna með að yrði þessu fólki aðgengilegt. En hefur ekki verið það,“ segir Gylfi. Forsendubresturinn verði því þrátt fyrir að tekist hafi að hækka lægstu launin og gera betur fyrir þá tekjulægstu. „Þá hafa stjórnvöld tekið það til baka með ýmsum skerðingum. Þess vegna höfum við kallað stjórnvöld til ábyrgðar um aðkomu á lausn á þessum vanda,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15