Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 14:39 Fjölskyldurnar fimm lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Vísir/Elín Margrét Fimm írakskar flóttamannafjölskyldur komu til landsins í dag, þar af nokkur börn. Að baki er langt og strangt ferðalag frá Jórdaníu og mun fólkið halda ferðinni áfram við komuna til landsins, tvær fjölskyldur fara á Vestfirði og þrjár í Fjarðarbyggð. Fleiri flóttamanna er að vænta á næstu vikum. Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. Þar af eru 10 hinsegin flóttamenn frá Úganda og 32 úr flóttamannabúðum í Jórdaníu, sem koma frá Sýrlandi og Írak.Stór hluti kvótaflóttamannanna eru börn.Vísir/Elín MargrétHópur dagsins, sem telur 21 manns, lenti um klukkan 14 í Flugsstöð Leifs Eiríkssonar. Að baki er langt og strangt ferðalag en fjölskyldurnar fimm, sem allar eru frá Írak, höfðust lengi við í Jórdaníu og komu til Íslands með flugi frá Frankfurt. Hluti hópsins sem lenti á Íslandi í dag fer á Vestfirði, ein fjölskyldan til Ísafjarðar og hin til Súðavíkur, en alls munu 23 flóttamenn setjast að á svæðinu, tíu fullorðnir einstaklingar, ellefu börn og tvö ungmenni eldri en 18 ára. Annars hluta hópsins er svo að vænta á Vestfirði í næstu viku en Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Gísli Halldór Halldórsson, undirrituðu í dag samning sem lýtur að móttöku, aðstoð og stuðningi við fimm flóttamannafjölskyldur á næstu tveimur árum.Neyðin mest í JórdaníuÞá fer annar hluti hópsins frá Írak sem kom til landsins í dag til Fjarðarbyggðar, tvær fjölskyldur til Neskaupsstaðar og ein til Reyðarfjarðar. Að sögn Lindu Rósar Alfreðsdóttur, sérfræðings hjá velferðarráðuneytinu, kemur annar jafnstór hópur flóttamanna frá Írak og Sýrlandi til landsins í næstu viku. „Þetta eru margar fjölskyldur. Þær koma að beiðni Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna en við báðum þau um upplýsingar um það hvar neyðin væri mest. Þá var það arabískumælandi flóttafólk sem er statt í Jórdaníu,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu í samtali við Vísi. „Þau eru búin að vera í löngu og ströngu ferðalagi. Það verður ekki formleg móttaka þarna núna, sumir eru að fara í flug og aðrir gista hérna í eina nótt.“Hópurinn fyrir utan Leifsstöð í dag.Vísir/Elín Margrét Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Tekið á móti hinsegin flóttafólki í annað sinn Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. 31. ágúst 2017 10:45 Leita að fimm íbúðum fyrir flóttafólk í Mosfellsbæ Bæjarstjórn Mosfellsbæjar leitar að fimm íbúðum í bænum fyrir tíu flóttamenn frá Úganda sem neyðst hafa til að flýja heimalandið vegna ofsókna. 11. janúar 2018 10:37 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Fimm írakskar flóttamannafjölskyldur komu til landsins í dag, þar af nokkur börn. Að baki er langt og strangt ferðalag frá Jórdaníu og mun fólkið halda ferðinni áfram við komuna til landsins, tvær fjölskyldur fara á Vestfirði og þrjár í Fjarðarbyggð. Fleiri flóttamanna er að vænta á næstu vikum. Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. Þar af eru 10 hinsegin flóttamenn frá Úganda og 32 úr flóttamannabúðum í Jórdaníu, sem koma frá Sýrlandi og Írak.Stór hluti kvótaflóttamannanna eru börn.Vísir/Elín MargrétHópur dagsins, sem telur 21 manns, lenti um klukkan 14 í Flugsstöð Leifs Eiríkssonar. Að baki er langt og strangt ferðalag en fjölskyldurnar fimm, sem allar eru frá Írak, höfðust lengi við í Jórdaníu og komu til Íslands með flugi frá Frankfurt. Hluti hópsins sem lenti á Íslandi í dag fer á Vestfirði, ein fjölskyldan til Ísafjarðar og hin til Súðavíkur, en alls munu 23 flóttamenn setjast að á svæðinu, tíu fullorðnir einstaklingar, ellefu börn og tvö ungmenni eldri en 18 ára. Annars hluta hópsins er svo að vænta á Vestfirði í næstu viku en Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Gísli Halldór Halldórsson, undirrituðu í dag samning sem lýtur að móttöku, aðstoð og stuðningi við fimm flóttamannafjölskyldur á næstu tveimur árum.Neyðin mest í JórdaníuÞá fer annar hluti hópsins frá Írak sem kom til landsins í dag til Fjarðarbyggðar, tvær fjölskyldur til Neskaupsstaðar og ein til Reyðarfjarðar. Að sögn Lindu Rósar Alfreðsdóttur, sérfræðings hjá velferðarráðuneytinu, kemur annar jafnstór hópur flóttamanna frá Írak og Sýrlandi til landsins í næstu viku. „Þetta eru margar fjölskyldur. Þær koma að beiðni Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna en við báðum þau um upplýsingar um það hvar neyðin væri mest. Þá var það arabískumælandi flóttafólk sem er statt í Jórdaníu,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu í samtali við Vísi. „Þau eru búin að vera í löngu og ströngu ferðalagi. Það verður ekki formleg móttaka þarna núna, sumir eru að fara í flug og aðrir gista hérna í eina nótt.“Hópurinn fyrir utan Leifsstöð í dag.Vísir/Elín Margrét
Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Tekið á móti hinsegin flóttafólki í annað sinn Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. 31. ágúst 2017 10:45 Leita að fimm íbúðum fyrir flóttafólk í Mosfellsbæ Bæjarstjórn Mosfellsbæjar leitar að fimm íbúðum í bænum fyrir tíu flóttamenn frá Úganda sem neyðst hafa til að flýja heimalandið vegna ofsókna. 11. janúar 2018 10:37 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30
Tekið á móti hinsegin flóttafólki í annað sinn Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. 31. ágúst 2017 10:45
Leita að fimm íbúðum fyrir flóttafólk í Mosfellsbæ Bæjarstjórn Mosfellsbæjar leitar að fimm íbúðum í bænum fyrir tíu flóttamenn frá Úganda sem neyðst hafa til að flýja heimalandið vegna ofsókna. 11. janúar 2018 10:37