Hættir hjá Miðflokknum vegna skipulagsleysis Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2018 11:32 Viðar Freyr Guðmundsson, fyrrverandi formaður Miðflokssfélags Reykjavíkur, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Viðar Freyr Guðmundsson, formaður Miðflokksfélagsins í Reykjavík, hefur sagt sig frá störfum fyrir flokkinn. Þetta tilkynnti hann á Facebook fyrir skömmu og sagði ástæðuna vera langvarandi óánægju með skipulagsleysi við stjórn flokksins og málefnastarf. Það hafi til dæmis kristallast í eftirmálum við Klaustursmálið og hvernig tekið var á þeim. Viðar segir hafa háð mikið hugarstríð en konfekt og laufabrauð hafi hjálpað honum að komast að þessari niðurstöðu.Sjá einnig: Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Hann segir vöntun á skýrari ábyrgðarkeðjum og lýðræðislegri ferlum í starfi flokksins til að hægt verði að taka á erfiðum málum sem kunni að koma upp og til að reka hefðbundið lýðræðislegt flokksstarf. „Ég hef tekið þátt í eða fylgst með hvernig ýmsir flokkar haga starfi sínu og því miður finnst mér vanta töluvert upp á að Miðflokkurinn sé á pari við suma aðra flokka þegar kemur að skipulagningu á málefnastarfi flokksins sem heild. Það var svo sem hægt að horfa fram hjá þessu til að byrja með þar sem flokkurinn var nýr og varla sanngjarnt að bera saman við flokka sem hafa starfað í nærri 100 ár,“ skrifar Viðar. Hann segist þó ekki sjá neina bót á sjóndeildarhringnum og því telji hann sinni orku betur varið að starfa utan flokka að sinna. Viðar segir einnig að jarðvegurinn fyrir Miðflokknum sé til staðar og honum þyki leiðinlegt að skilja við aðra í flokknum með þessum hætti. Hins vegar verði það þó líklega fyrir bestu. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Viðar Freyr Guðmundsson, formaður Miðflokksfélagsins í Reykjavík, hefur sagt sig frá störfum fyrir flokkinn. Þetta tilkynnti hann á Facebook fyrir skömmu og sagði ástæðuna vera langvarandi óánægju með skipulagsleysi við stjórn flokksins og málefnastarf. Það hafi til dæmis kristallast í eftirmálum við Klaustursmálið og hvernig tekið var á þeim. Viðar segir hafa háð mikið hugarstríð en konfekt og laufabrauð hafi hjálpað honum að komast að þessari niðurstöðu.Sjá einnig: Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Hann segir vöntun á skýrari ábyrgðarkeðjum og lýðræðislegri ferlum í starfi flokksins til að hægt verði að taka á erfiðum málum sem kunni að koma upp og til að reka hefðbundið lýðræðislegt flokksstarf. „Ég hef tekið þátt í eða fylgst með hvernig ýmsir flokkar haga starfi sínu og því miður finnst mér vanta töluvert upp á að Miðflokkurinn sé á pari við suma aðra flokka þegar kemur að skipulagningu á málefnastarfi flokksins sem heild. Það var svo sem hægt að horfa fram hjá þessu til að byrja með þar sem flokkurinn var nýr og varla sanngjarnt að bera saman við flokka sem hafa starfað í nærri 100 ár,“ skrifar Viðar. Hann segist þó ekki sjá neina bót á sjóndeildarhringnum og því telji hann sinni orku betur varið að starfa utan flokka að sinna. Viðar segir einnig að jarðvegurinn fyrir Miðflokknum sé til staðar og honum þyki leiðinlegt að skilja við aðra í flokknum með þessum hætti. Hins vegar verði það þó líklega fyrir bestu.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira