Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2018 19:48 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Sigtryggur Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. Þetta segir hann í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá fundi þeirra sem verður að sögn Ragnars næstkomandi fimmtudag. Mikill styr hefur staðið um Hörpu undanfarið eftir að nánast allir þjónustufulltrúar hússins sögðu upp störfum vegna óánægju með kjör sín. Þeir voru ekki síst óánægðir með það að hafa verið gert að lækka í launum um áramótin eftir að fregnir bárust af því að forstjóri hússins hefði fengið launahækkun í fyrra. Ragnar Þór hefur harðlega gagnrýnt framkomu stjórnenda Hörpu við starfsmenn hússins og lýsti því meðal annars yfir í vikunni að VR væri hætt viðskiptum við húsið. Hann segir jákvætt að hann og Svanhildur muni funda. „Ég reikna með því að við séum fyrst og fremst að fara yfir þessa stöðu sem er komin upp. Það er bara mjög jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman. Málið snýst um að fá einhverja lausn og hún fæst ekkert öðruvísi en að fólk setjist niður og ræði málin,“ segir Ragnar.Hjarta hússins fólgið í starfseminni og starfsfólkinu Hann mun funda með þjónustufulltrúum hússins á mánudag og þá ætti eitthvað að fara að skýrast hvert framhaldið verður. Aðspurður hvað væri ákjósanleg lausn að hans mati segir Ragnar: „Það eina sem skiptir okkur máli er starfsfólkið, þjónustufulltrúarnir, það er það sem við leggjum mestu áhersluna á.“ Þá nefnir hann líka afstöðu ríkis og borgar til málsins en Reykjavíkurborg og ríkið eiga Hörpu. Þjóðin sé því í raun eigandinn. „Við enduðum með þetta í fanginu eftir hrunið. Ef við ætlum að ná einhverri sátt um þessa starfsemi, sem þó náðist, og það hefur náðst ótrúlegur árangur. Þetta var einn aðalminnisvarði hrunsins sem maður keyrði framhjá á sínum tíma. Ég held að það hafi alveg legið fyrir að fólkið myndi aldrei standa undir sér rekstrarlega séð en það þarf að vera einhver eigendastefna sem er mynduð af ríkinu og borginni hvernig við ætlum að reka húsið. Hjarta hússins er fólgið í starfsemi og starfsfólki og það verður aldrei sátt um húsið ef það á að reka það á svipuðum rekstrargrundvelli og fyrirtæki þar sem rekstrargrundvöllurinn er hæpinn,“ segir Ragnar. Spurður út í það hvort að hann muni fara fram með einhverjar kröfur fyrir hönd þjónustufulltrúanna á fundinum með Svanhildi segir Ragnar: „Þetta eru okkar félagsmenn og fyrst og fremst ber okkur skylda til þess að taka upp þeirra málstað. Það er okkar markmið að finna einhverja lausn á þeirra málum. Þetta snýst náttúrulega um þeirra kjör og framkomu stjórnenda í þeirra garð. Síðan verðum við bara að sjá hver vilji þjónustufulltrúanna er, þeirra kröfur og væntingar. Við notum það til hliðsjónar þegar við förum og hittum síðan stjórnendur. En mestu máli skiptir að aðilar ætli að setjast niður og ræða málin.“ Kjaramál Tengdar fréttir Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46 Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. Þetta segir hann í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá fundi þeirra sem verður að sögn Ragnars næstkomandi fimmtudag. Mikill styr hefur staðið um Hörpu undanfarið eftir að nánast allir þjónustufulltrúar hússins sögðu upp störfum vegna óánægju með kjör sín. Þeir voru ekki síst óánægðir með það að hafa verið gert að lækka í launum um áramótin eftir að fregnir bárust af því að forstjóri hússins hefði fengið launahækkun í fyrra. Ragnar Þór hefur harðlega gagnrýnt framkomu stjórnenda Hörpu við starfsmenn hússins og lýsti því meðal annars yfir í vikunni að VR væri hætt viðskiptum við húsið. Hann segir jákvætt að hann og Svanhildur muni funda. „Ég reikna með því að við séum fyrst og fremst að fara yfir þessa stöðu sem er komin upp. Það er bara mjög jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman. Málið snýst um að fá einhverja lausn og hún fæst ekkert öðruvísi en að fólk setjist niður og ræði málin,“ segir Ragnar.Hjarta hússins fólgið í starfseminni og starfsfólkinu Hann mun funda með þjónustufulltrúum hússins á mánudag og þá ætti eitthvað að fara að skýrast hvert framhaldið verður. Aðspurður hvað væri ákjósanleg lausn að hans mati segir Ragnar: „Það eina sem skiptir okkur máli er starfsfólkið, þjónustufulltrúarnir, það er það sem við leggjum mestu áhersluna á.“ Þá nefnir hann líka afstöðu ríkis og borgar til málsins en Reykjavíkurborg og ríkið eiga Hörpu. Þjóðin sé því í raun eigandinn. „Við enduðum með þetta í fanginu eftir hrunið. Ef við ætlum að ná einhverri sátt um þessa starfsemi, sem þó náðist, og það hefur náðst ótrúlegur árangur. Þetta var einn aðalminnisvarði hrunsins sem maður keyrði framhjá á sínum tíma. Ég held að það hafi alveg legið fyrir að fólkið myndi aldrei standa undir sér rekstrarlega séð en það þarf að vera einhver eigendastefna sem er mynduð af ríkinu og borginni hvernig við ætlum að reka húsið. Hjarta hússins er fólgið í starfsemi og starfsfólki og það verður aldrei sátt um húsið ef það á að reka það á svipuðum rekstrargrundvelli og fyrirtæki þar sem rekstrargrundvöllurinn er hæpinn,“ segir Ragnar. Spurður út í það hvort að hann muni fara fram með einhverjar kröfur fyrir hönd þjónustufulltrúanna á fundinum með Svanhildi segir Ragnar: „Þetta eru okkar félagsmenn og fyrst og fremst ber okkur skylda til þess að taka upp þeirra málstað. Það er okkar markmið að finna einhverja lausn á þeirra málum. Þetta snýst náttúrulega um þeirra kjör og framkomu stjórnenda í þeirra garð. Síðan verðum við bara að sjá hver vilji þjónustufulltrúanna er, þeirra kröfur og væntingar. Við notum það til hliðsjónar þegar við förum og hittum síðan stjórnendur. En mestu máli skiptir að aðilar ætli að setjast niður og ræða málin.“
Kjaramál Tengdar fréttir Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46 Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Sjá meira
Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00
Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46
Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46