Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2018 22:02 „Ég veit ekki hvort að vikugamalt barn er búið að gera sér grein fyrir trúnni. En þetta er gert á börnum á rauninni öllum aldri og þess vegna fullorðnum,“ sagði Kristján Óskarsson, barnaskurðlæknir á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Þar spurðu þáttastjórnendur Kristján út í umskurð í ljósi frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. Kristján sagði að það væri algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð væri að ræða. „Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft. Hér áður fyrr héldu menn að nýburar væru þess ekki skynug hvaða aðgerð væri verið að gera á þeim, það er að segja í rauninni töldu menn að sársaukaskynið væri ekki til staðar hjá þeim. Staðreyndin hefur síðan reynst sú að nýfæddir sem aðrir eru með sársaukaskyn og þar af leiðandi hljóta þeir að finna fyrir þessu eins og hver annar,“ sagði Kristján. Hann sagði ýmsar útfærslur á því hvernig þessi aðgerð er framkvæmd. Það sem snýr að heilbrigðiskerfinu hefur þessi aðgerð verið gerð í svæfingu. „Og staðdeyfing á yfirleitt ekki vel við börn undir neinum kringumstæðum. Aðgerðir í staðdeyfingum á litlum börnum eru erfiðar. Það er mjög erfitt að telja þeim trú um að þetta sé allt í lagi, þau verða hrædd og erfitt að höndla það, þannig að þetta er gert í svæfingu og við þær aðstæður er að sjálfsögðu enginn sársauki.“ Hann sagði einhverskonar áhald notað við trúarathafnir og þá sé önnur aðferð mjög útbreidd þar sem stífum plasthring er smeygt undir forhúðina og hún þannig þanin út. Síðan er sett mjög sterk teygja yfir forhúðina sem kremur forhúðina á hringinn sem veldur blóðþurrð og forhúðin visnar þannig af. „Það get ég ekki ímyndað mér annað,“ svaraði Kristján þegar hann var spurð hvort sú aðferð væri jafn sársaukafull. „Það er mikil taugaskynjun í þessu svæði, í forhúðinni sérstaklega, og jafnvel talið vera meiri skynjun þar heldur en í reðurhöfðinu sjálfu,“ sagði Kristján. Spurður út í kostina sem fylgja umskurði svaraði Kristján að það mætti ætla það en þeir séu ekki augljósir. „Það er vissulega til aðferð þar sem þetta er nauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum, þá sérstaklega ef um er að ræða þrálátar bólgur eða sýkingar í forhúðinni sem ekki gefur sig þrátt fyrir mildari aðferðir eins og að opna forhúðina og rýmka hana til eða sýklalyf. Maður getur lent í þeirri stöðu að forhúðin er nánast ónýt og er þá í rauninni bara til vandræða,“ sagði Kristján. Hann sagði of þrönga forhúð ekki nægjanlega skýringu til að réttlæta umskurð. Þrönga forhúð sé auðvelt að opna. „Við gerum orðið mun færri aðgerðir ef forhúðin er þröng,“ sagði Kristján og benti á að í mörgum tilvikum nægi sterakrem. Hann tók fram að aðgerðir á átján ára og yngri vegna slíkra kvilla væru um ein til tvær á ári innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
„Ég veit ekki hvort að vikugamalt barn er búið að gera sér grein fyrir trúnni. En þetta er gert á börnum á rauninni öllum aldri og þess vegna fullorðnum,“ sagði Kristján Óskarsson, barnaskurðlæknir á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Þar spurðu þáttastjórnendur Kristján út í umskurð í ljósi frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. Kristján sagði að það væri algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð væri að ræða. „Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft. Hér áður fyrr héldu menn að nýburar væru þess ekki skynug hvaða aðgerð væri verið að gera á þeim, það er að segja í rauninni töldu menn að sársaukaskynið væri ekki til staðar hjá þeim. Staðreyndin hefur síðan reynst sú að nýfæddir sem aðrir eru með sársaukaskyn og þar af leiðandi hljóta þeir að finna fyrir þessu eins og hver annar,“ sagði Kristján. Hann sagði ýmsar útfærslur á því hvernig þessi aðgerð er framkvæmd. Það sem snýr að heilbrigðiskerfinu hefur þessi aðgerð verið gerð í svæfingu. „Og staðdeyfing á yfirleitt ekki vel við börn undir neinum kringumstæðum. Aðgerðir í staðdeyfingum á litlum börnum eru erfiðar. Það er mjög erfitt að telja þeim trú um að þetta sé allt í lagi, þau verða hrædd og erfitt að höndla það, þannig að þetta er gert í svæfingu og við þær aðstæður er að sjálfsögðu enginn sársauki.“ Hann sagði einhverskonar áhald notað við trúarathafnir og þá sé önnur aðferð mjög útbreidd þar sem stífum plasthring er smeygt undir forhúðina og hún þannig þanin út. Síðan er sett mjög sterk teygja yfir forhúðina sem kremur forhúðina á hringinn sem veldur blóðþurrð og forhúðin visnar þannig af. „Það get ég ekki ímyndað mér annað,“ svaraði Kristján þegar hann var spurð hvort sú aðferð væri jafn sársaukafull. „Það er mikil taugaskynjun í þessu svæði, í forhúðinni sérstaklega, og jafnvel talið vera meiri skynjun þar heldur en í reðurhöfðinu sjálfu,“ sagði Kristján. Spurður út í kostina sem fylgja umskurði svaraði Kristján að það mætti ætla það en þeir séu ekki augljósir. „Það er vissulega til aðferð þar sem þetta er nauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum, þá sérstaklega ef um er að ræða þrálátar bólgur eða sýkingar í forhúðinni sem ekki gefur sig þrátt fyrir mildari aðferðir eins og að opna forhúðina og rýmka hana til eða sýklalyf. Maður getur lent í þeirri stöðu að forhúðin er nánast ónýt og er þá í rauninni bara til vandræða,“ sagði Kristján. Hann sagði of þrönga forhúð ekki nægjanlega skýringu til að réttlæta umskurð. Þrönga forhúð sé auðvelt að opna. „Við gerum orðið mun færri aðgerðir ef forhúðin er þröng,“ sagði Kristján og benti á að í mörgum tilvikum nægi sterakrem. Hann tók fram að aðgerðir á átján ára og yngri vegna slíkra kvilla væru um ein til tvær á ári innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi.
Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15
Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15