Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. janúar 2018 06:00 „Þó ekki væri fyrir annað þá tel ég að fálkinn ætti sennilega að vera á Íslandi sem hluti af menningararfi ykkar,“ segir Bretinn Sean Curtis-Ward sem hefur sett útskorinn fálka eftir Ríkarð Jónsson á uppboð í London í næstu viku. „Þegar ég fór með útskurðinn í Chiswick-uppboðshúsið fyrir nokkrum vikum þá virtust þeir ekki vita mikið um íslenska list,“ segir Sean. Þar hafi fálkinn verið metinn á 400 til 600 pund, jafnvirði 57 til 86 þúsund króna. „Það tel ég vera mjög lágt mat,“ segir hann. Það sé í hans hag að fólki á Íslandi sé sagt frá málinu.Ríkarður Jónsson að störfum.Ljósmyndasafn ReykjavíkurSean sem kveðst starfa sem blaðamaður, minnir á að Ríkarður sé sá listamaður sem hannaði fundarhamar sem Íslendingar gáfu Sameinuðu þjóðunum við stofnun samtakanna. Ríkarður var fæddur 1888 og lést 1977. Fálkinn sem Sean á er með nafni listamannsins og ártalinu 1950. Tryggi Páll Friðriksson, listmunasali í Gallerí Fold, segir að sér hafi reyndar borist fyrirspurn frá Sean varðandi umræddan fálka fyrir nokkru. „Ég hef sagt honum að það sé mjög erfitt að meta þetta vegna þess að það hefur ekki komið það mikið af honum Ríkarði. Hann er svo algerlega óþekktur úti í Bretlandi að ég veit ekki hverjum þeir ætla að selja þetta. Og þá er þetta bara eðlilegt verðmat,“ segir Tryggi. Hins vegar segir listmunasalinn að mun betra verð fengist fyrir gripinn ef eigandinn kæmi honum hingað til Íslands. „Það kostar náttúrlega peninga og þá er spurning hvort það svari kostnaði því það er ekki víst að það fengist meira en tvö til þrjú hundruð þúsund krónur.“ Aðspurður segir Tryggvi ekki mikið framboð af verkum Ríkarðs. Það séu þó alltaf einhverjir sem hafi áhuga á þeim. Þannig segir hann að hjá Fold hafi lítil útskorin krús með loki selst á 140 þúsund krónur á árinu 2016. Í fyrra hafi tveir plattar verið seldir á 45 þúsund og útskorin vegghilla hafi selst á á 95 þúsund krónur. „Ríkarður var mjög öflugur listamaður og þessi fálki er fallegur og flottur en þetta er bara ósköp venjulegur íslenskur fálki. En það finnst sjálfsagt einhver Sjálfstæðismaður sem vill endilega kaupa þetta,“ leggur Tryggvi mat á þann áhuga sem kann að vera fyrir fálkanum hér heima. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Þó ekki væri fyrir annað þá tel ég að fálkinn ætti sennilega að vera á Íslandi sem hluti af menningararfi ykkar,“ segir Bretinn Sean Curtis-Ward sem hefur sett útskorinn fálka eftir Ríkarð Jónsson á uppboð í London í næstu viku. „Þegar ég fór með útskurðinn í Chiswick-uppboðshúsið fyrir nokkrum vikum þá virtust þeir ekki vita mikið um íslenska list,“ segir Sean. Þar hafi fálkinn verið metinn á 400 til 600 pund, jafnvirði 57 til 86 þúsund króna. „Það tel ég vera mjög lágt mat,“ segir hann. Það sé í hans hag að fólki á Íslandi sé sagt frá málinu.Ríkarður Jónsson að störfum.Ljósmyndasafn ReykjavíkurSean sem kveðst starfa sem blaðamaður, minnir á að Ríkarður sé sá listamaður sem hannaði fundarhamar sem Íslendingar gáfu Sameinuðu þjóðunum við stofnun samtakanna. Ríkarður var fæddur 1888 og lést 1977. Fálkinn sem Sean á er með nafni listamannsins og ártalinu 1950. Tryggi Páll Friðriksson, listmunasali í Gallerí Fold, segir að sér hafi reyndar borist fyrirspurn frá Sean varðandi umræddan fálka fyrir nokkru. „Ég hef sagt honum að það sé mjög erfitt að meta þetta vegna þess að það hefur ekki komið það mikið af honum Ríkarði. Hann er svo algerlega óþekktur úti í Bretlandi að ég veit ekki hverjum þeir ætla að selja þetta. Og þá er þetta bara eðlilegt verðmat,“ segir Tryggi. Hins vegar segir listmunasalinn að mun betra verð fengist fyrir gripinn ef eigandinn kæmi honum hingað til Íslands. „Það kostar náttúrlega peninga og þá er spurning hvort það svari kostnaði því það er ekki víst að það fengist meira en tvö til þrjú hundruð þúsund krónur.“ Aðspurður segir Tryggvi ekki mikið framboð af verkum Ríkarðs. Það séu þó alltaf einhverjir sem hafi áhuga á þeim. Þannig segir hann að hjá Fold hafi lítil útskorin krús með loki selst á 140 þúsund krónur á árinu 2016. Í fyrra hafi tveir plattar verið seldir á 45 þúsund og útskorin vegghilla hafi selst á á 95 þúsund krónur. „Ríkarður var mjög öflugur listamaður og þessi fálki er fallegur og flottur en þetta er bara ósköp venjulegur íslenskur fálki. En það finnst sjálfsagt einhver Sjálfstæðismaður sem vill endilega kaupa þetta,“ leggur Tryggvi mat á þann áhuga sem kann að vera fyrir fálkanum hér heima.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira