Auður Jónsdóttir sýknuð af meiðyrðum Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2018 16:38 Vísir/GVA Rithöfundurinn Auður Jónsdóttur var í dag sýknuð af ásökunum um meiðyrði vegna greinar hennar, Forseti landsins, sem birtist á Kjarnanum 13. júní árið 2016. Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboðs Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. Sá sem stefndi Auði fyrir meiðyrði er Þórarinn Jónasson, eigandi hestaleigunnar, jafnan kallaður Póri í Laxnesi, en hann vildi fá eftirfarandi ummæli dæmd dauð og ómerk:a. „Hann sagði þetta vera dýraníð og náttúruníð af verstu sort. En hann gat ekkert gert, sama hvernig hann fjargviðraðist og skammaðist og varaði fólk við. Því hestabóndinn var í rjúkandi feitum viðskiptum og sennilega með nógu góð tök á hreppsnefndinni til að þetta fengi að viðgangast ár eftir ár- og enn þann dag í dag.“b. „Mikið mátt þú skammast þín, Póri í Laxnessi [sic]. Karlkjáni með dollaraseðlana upp úr rassskorunni á reiðbuxunum þínum. Skammastu þín fyrir að eyðileggja náttúru Íslands og skammastu þín fyrir að fara svona illa með hestana þína að bjóða þeim upp á strá og mold.“c. „Körlum og kerlingum eins og Póra í Laxnessi [sic] sem eygja ekki náttúruna heldur bara peninga. Það sem hefur lifað og dafnað í þúsundir ára er skemmt á augabragði svo firrt fólk geti keypt sér nýtt sófasett eða farið í skemmtisiglingu, gott ef ekki stofnað póstkassafyrirtæki á suðrænni eyju og sent þangað féð sem ætti með réttu að vera burðarstoð samfélagsins.“ Auk þess vildi Þórarinn fá Auði dæmda til að greiða honum eina milljón króna í miskabætur og að hún yrði dæmd til að greiða honum 500 þúsund krónur til að kosta birtingu á forsendum og niðurstöðu dómsins. Fyrir dóm voru kallaðir til fagaðilar á vegum landgræðslu og voru lögð fram gögn sem studd voru framburði vitna um áralanga ofbeit á svæðinu, þrátt fyrir tilmæli fagaðila um annað. Var því ekki fallist á að gagnrýni Auðar á meðferð aðstandenda hestaleigunnar á landinu í æsku hennar séu úr lausu lofti gripin og tilhæfulaus. Þá þóttu fullyrðingar Auðar um að ofbeit á landinu fengi enn þann dag í dag að viðgangast eiga sér stoð í staðreyndum málsins að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Orð hennar væru innlegg í mikilvæga þjóðfélagsumræðu. Var Auður því sýknuð af ákærunni.Dóminn má lesa á heimasíðu dómstólanna. Dómsmál Tengdar fréttir Ætlar að kæra Auði Jónsdóttur fyrir meiðyrði Haukur í Laxnesi er fjúkandi reiður vegna skrifa Auðar um sig og fjölskyldu sína. 15. júní 2016 11:57 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Rithöfundurinn Auður Jónsdóttur var í dag sýknuð af ásökunum um meiðyrði vegna greinar hennar, Forseti landsins, sem birtist á Kjarnanum 13. júní árið 2016. Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboðs Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. Sá sem stefndi Auði fyrir meiðyrði er Þórarinn Jónasson, eigandi hestaleigunnar, jafnan kallaður Póri í Laxnesi, en hann vildi fá eftirfarandi ummæli dæmd dauð og ómerk:a. „Hann sagði þetta vera dýraníð og náttúruníð af verstu sort. En hann gat ekkert gert, sama hvernig hann fjargviðraðist og skammaðist og varaði fólk við. Því hestabóndinn var í rjúkandi feitum viðskiptum og sennilega með nógu góð tök á hreppsnefndinni til að þetta fengi að viðgangast ár eftir ár- og enn þann dag í dag.“b. „Mikið mátt þú skammast þín, Póri í Laxnessi [sic]. Karlkjáni með dollaraseðlana upp úr rassskorunni á reiðbuxunum þínum. Skammastu þín fyrir að eyðileggja náttúru Íslands og skammastu þín fyrir að fara svona illa með hestana þína að bjóða þeim upp á strá og mold.“c. „Körlum og kerlingum eins og Póra í Laxnessi [sic] sem eygja ekki náttúruna heldur bara peninga. Það sem hefur lifað og dafnað í þúsundir ára er skemmt á augabragði svo firrt fólk geti keypt sér nýtt sófasett eða farið í skemmtisiglingu, gott ef ekki stofnað póstkassafyrirtæki á suðrænni eyju og sent þangað féð sem ætti með réttu að vera burðarstoð samfélagsins.“ Auk þess vildi Þórarinn fá Auði dæmda til að greiða honum eina milljón króna í miskabætur og að hún yrði dæmd til að greiða honum 500 þúsund krónur til að kosta birtingu á forsendum og niðurstöðu dómsins. Fyrir dóm voru kallaðir til fagaðilar á vegum landgræðslu og voru lögð fram gögn sem studd voru framburði vitna um áralanga ofbeit á svæðinu, þrátt fyrir tilmæli fagaðila um annað. Var því ekki fallist á að gagnrýni Auðar á meðferð aðstandenda hestaleigunnar á landinu í æsku hennar séu úr lausu lofti gripin og tilhæfulaus. Þá þóttu fullyrðingar Auðar um að ofbeit á landinu fengi enn þann dag í dag að viðgangast eiga sér stoð í staðreyndum málsins að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Orð hennar væru innlegg í mikilvæga þjóðfélagsumræðu. Var Auður því sýknuð af ákærunni.Dóminn má lesa á heimasíðu dómstólanna.
Dómsmál Tengdar fréttir Ætlar að kæra Auði Jónsdóttur fyrir meiðyrði Haukur í Laxnesi er fjúkandi reiður vegna skrifa Auðar um sig og fjölskyldu sína. 15. júní 2016 11:57 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Ætlar að kæra Auði Jónsdóttur fyrir meiðyrði Haukur í Laxnesi er fjúkandi reiður vegna skrifa Auðar um sig og fjölskyldu sína. 15. júní 2016 11:57