Eggert hefur ekki gefið upp alla von og er þakklátur fyrir stuðninginn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 16:00 Eggert, Eggert og Michelle hafa búið hér á landi síðustu ár og vilja verða íslenskir ríkisborgarar. Facebook/Michelle Nielson „Gærdagurinn var smá yfirþyrmandi,“ segir Eggert Einer Nielsen um viðbrögðin eftir að viðtal við hann birtist á Vísi í gær. Hann hefur ekki enn fengið svör um áframhaldandi dvalarleyfi en eins og kom fram á Vísi í gær þá sótti hann um ríkisborgararétt fyrir sig og fjölskyldu sína en fékk neitun. Eftir höfnunina sótti hann um áframhaldandi dvalarleyfi, eftir að fresturinn var runninn út. Eggert hefur búið hér á landi ásamt eiginkonu og syni síðan árið 2010 og þurft að sækja um leyfi á hverju ári. Hann segist hrærður yfir viðbrögðum fólks í gær.Ókunnugir Íslendingar senda þeim kveðjur„Ég vil bara þakka fjölskyldu og vinum og fólkinu sem ég þekki ekki fyrir allan stuðninginn. Það er það sem er svo frábært, fólk um allt Ísland sem ég þekki ekkert hefur verið að senda mér skilaboð. Fólk hefur samúð með mér í þessum aðstæðum og hvetur mig til að gefast ekki upp, til að fara ekki.“ Eggert starfar í hlutastarfi í grunnskólanum á Súðavík og dreymir hann um að fá dvalarleyfi og ætlar þá að fá sér meiri vinnu hér á landi. Fjölskyldan hefur sterk tengsl við landið og eiga líka fjölskyldu hér. „Við myndum vilja ganga frá okkar málum og fá að vera hérna áfram.“ Í samtali við mbl.is í dag sagði Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis að hann hafi kallað eftir upplýsingum um mál Eggerts. óskað var eftir upplýsingum frá bæði Útlendingastofnun og lögmanni Eggerts. Telur hann að málið hljóti að koma til kasta nefndarinnar þegar næst verður ákveðið hverjir fá íslenskan ríkisborgararétt. Þetta er gert tvisvar á ári. Eggert er með bandarískan ríkisborgararétt þar sem hann flutti þangað sjö ára gamall. „Miðað við það sem ég hef séð um málið finnst mér borðleggjandi að mál hans fái jákvæða afgreiðslu.“Facebook/Michelle NielsonEkki búin að gefast uppEins og kom fram á Vísi í gær hefur Eggert verið með dvalarleyfi hér á landi síðan árið 2010 en sótti um ríkisborgararétt á síðasta ári. Hann er fæddur á Íslandi og bjó hér fyrstu sjö ár ævi sinnar. Móðir hans er íslensk en faðir hans danskur. „Við Michelle og sonur okkar erum svo þakklát öllum þeim sem hafa sýnt okkur stuðning og sagt þessa fallegu hluti. Þetta hefur látið okkur líða svo vel.“ Hann hefur þó sterkar rætur á Íslandi og langar að verða íslenskur ríkisborgari. Það var þó ekki hægt þar sem hann er fæddur árið 1957, áður en lögunum var breytt. Í samtali við Vísi segir Eggert að hann hefði getað sótt um danskan ríkisborgararétt þegar hann var yngri en hafði engan áhuga á því, enda ekki með mikil tengsl við Danmörku. „Þegar ég sótti síðast um dvalarleyfi var mér sagt að ég væri hér ólöglega en lögfræðingurinn minn er að aðstoða mig. Vonandi heyri ég eitthvað frá þeim. Þau hafa verið með gögnin frá mér í einn og hálfan mánuð. Ég hef sótt um á hverju ári í sjö ár, af hverju þarf þetta að vera svona flókið?“ Hús fjölskyldunnar er komið á sölu en Eggert er þó ekki búinn að gefa upp alla von. „Ég ber höfuðið hátt og held í trúna.“ Tengdar fréttir Eggert og fjölskylda fengu ekki ríkisborgararétt: „Þetta er bilun“ Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum árið 1957 og á íslenska móður. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér síðustu átta ár. 6. febrúar 2018 14:30 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Gærdagurinn var smá yfirþyrmandi,“ segir Eggert Einer Nielsen um viðbrögðin eftir að viðtal við hann birtist á Vísi í gær. Hann hefur ekki enn fengið svör um áframhaldandi dvalarleyfi en eins og kom fram á Vísi í gær þá sótti hann um ríkisborgararétt fyrir sig og fjölskyldu sína en fékk neitun. Eftir höfnunina sótti hann um áframhaldandi dvalarleyfi, eftir að fresturinn var runninn út. Eggert hefur búið hér á landi ásamt eiginkonu og syni síðan árið 2010 og þurft að sækja um leyfi á hverju ári. Hann segist hrærður yfir viðbrögðum fólks í gær.Ókunnugir Íslendingar senda þeim kveðjur„Ég vil bara þakka fjölskyldu og vinum og fólkinu sem ég þekki ekki fyrir allan stuðninginn. Það er það sem er svo frábært, fólk um allt Ísland sem ég þekki ekkert hefur verið að senda mér skilaboð. Fólk hefur samúð með mér í þessum aðstæðum og hvetur mig til að gefast ekki upp, til að fara ekki.“ Eggert starfar í hlutastarfi í grunnskólanum á Súðavík og dreymir hann um að fá dvalarleyfi og ætlar þá að fá sér meiri vinnu hér á landi. Fjölskyldan hefur sterk tengsl við landið og eiga líka fjölskyldu hér. „Við myndum vilja ganga frá okkar málum og fá að vera hérna áfram.“ Í samtali við mbl.is í dag sagði Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis að hann hafi kallað eftir upplýsingum um mál Eggerts. óskað var eftir upplýsingum frá bæði Útlendingastofnun og lögmanni Eggerts. Telur hann að málið hljóti að koma til kasta nefndarinnar þegar næst verður ákveðið hverjir fá íslenskan ríkisborgararétt. Þetta er gert tvisvar á ári. Eggert er með bandarískan ríkisborgararétt þar sem hann flutti þangað sjö ára gamall. „Miðað við það sem ég hef séð um málið finnst mér borðleggjandi að mál hans fái jákvæða afgreiðslu.“Facebook/Michelle NielsonEkki búin að gefast uppEins og kom fram á Vísi í gær hefur Eggert verið með dvalarleyfi hér á landi síðan árið 2010 en sótti um ríkisborgararétt á síðasta ári. Hann er fæddur á Íslandi og bjó hér fyrstu sjö ár ævi sinnar. Móðir hans er íslensk en faðir hans danskur. „Við Michelle og sonur okkar erum svo þakklát öllum þeim sem hafa sýnt okkur stuðning og sagt þessa fallegu hluti. Þetta hefur látið okkur líða svo vel.“ Hann hefur þó sterkar rætur á Íslandi og langar að verða íslenskur ríkisborgari. Það var þó ekki hægt þar sem hann er fæddur árið 1957, áður en lögunum var breytt. Í samtali við Vísi segir Eggert að hann hefði getað sótt um danskan ríkisborgararétt þegar hann var yngri en hafði engan áhuga á því, enda ekki með mikil tengsl við Danmörku. „Þegar ég sótti síðast um dvalarleyfi var mér sagt að ég væri hér ólöglega en lögfræðingurinn minn er að aðstoða mig. Vonandi heyri ég eitthvað frá þeim. Þau hafa verið með gögnin frá mér í einn og hálfan mánuð. Ég hef sótt um á hverju ári í sjö ár, af hverju þarf þetta að vera svona flókið?“ Hús fjölskyldunnar er komið á sölu en Eggert er þó ekki búinn að gefa upp alla von. „Ég ber höfuðið hátt og held í trúna.“
Tengdar fréttir Eggert og fjölskylda fengu ekki ríkisborgararétt: „Þetta er bilun“ Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum árið 1957 og á íslenska móður. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér síðustu átta ár. 6. febrúar 2018 14:30 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Eggert og fjölskylda fengu ekki ríkisborgararétt: „Þetta er bilun“ Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum árið 1957 og á íslenska móður. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér síðustu átta ár. 6. febrúar 2018 14:30