Sjúk ást í nánum samböndum ungmenna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 19:30 Vefsíðan Sjúk ást var opnuð við athöfn í Kvennaskólanum í dag. Á síðunni er fjallað um óheilbrigð samskipti í samböndum. Steinunn Ólína Hafliðadóttir, Verkefnastjóri hjá Stígamótum, segir meira um ofbeldi í nánum samböndum ungs fólks en margur heldur. „Um 70% þeirra sem sækja sér aðstoðar hafa orðið fyrir ofbeldi fyrir 18 ára aldur," segir hún. Sjúkleg ást er til dæmis þvinganir, afbrýðissemi og stjórnsemi, ofbeldi og klámvæðing í kynlífi. „Ungmenni sem eru að upplifa sína fyrstu ást geta haldið að ástarsambönd eigi að vera svona,“ segir Steinunn Ólína. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hélt það einmitt þegar hún byrjaði í ofbeldissambandi sextán ára gömul. „Þetta byrjaði á litlum hlutum eins og hvernig ég klæddi mig, hann stjórnaði því og leit á mig sem hans eign, því máttu aðrir sjá sem minnst af mér. Svo fór þetta út í að hann fór að þrýsta á mig kynferðislega, beita mig þvingunum," segir hún. Það var ekki fyrr en fyrir ári síðan að það rann upp fyrir Þórhildi að sambandið væri óeðlilegt og eftir að hún deildi sögu sinni hefur hún komist að því að fjölmargir hafa verið í hennar sporum. Hún segir afleiðingarnar af slíku sambandi alvarlegar. „Þetta gjörsamlega eyðilagði mig. Ég hafði ekkert sjálfstraust, enga sjálfsvirðingu. Mér var orðið alveg sama um allt og alla í kringum mig.“ Á vefsíðunni er safnað undirskriftum og skorað á menntamálaráðherra að efla forvarnir með bættri kynfræðslu. Enda segir unga fólkið að kynfræðslan sé ekki upp á marga fiska. „Þetta var rosalega mikil kynhræðsla. Verið að tala um kynsjúkdóma, tíðarhringinn og sýndur banani og smokkur, búið! Svo voru kennarar alltaf að skamma strákana fyrir að horfa á klám, en þeir sóttu fræðsluna á netið og það eina sem netið býður upp á er klám,“ segir Salka Rut Ragnarsdóttir Thorodsen, Kvennaskólanemi. Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
Vefsíðan Sjúk ást var opnuð við athöfn í Kvennaskólanum í dag. Á síðunni er fjallað um óheilbrigð samskipti í samböndum. Steinunn Ólína Hafliðadóttir, Verkefnastjóri hjá Stígamótum, segir meira um ofbeldi í nánum samböndum ungs fólks en margur heldur. „Um 70% þeirra sem sækja sér aðstoðar hafa orðið fyrir ofbeldi fyrir 18 ára aldur," segir hún. Sjúkleg ást er til dæmis þvinganir, afbrýðissemi og stjórnsemi, ofbeldi og klámvæðing í kynlífi. „Ungmenni sem eru að upplifa sína fyrstu ást geta haldið að ástarsambönd eigi að vera svona,“ segir Steinunn Ólína. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hélt það einmitt þegar hún byrjaði í ofbeldissambandi sextán ára gömul. „Þetta byrjaði á litlum hlutum eins og hvernig ég klæddi mig, hann stjórnaði því og leit á mig sem hans eign, því máttu aðrir sjá sem minnst af mér. Svo fór þetta út í að hann fór að þrýsta á mig kynferðislega, beita mig þvingunum," segir hún. Það var ekki fyrr en fyrir ári síðan að það rann upp fyrir Þórhildi að sambandið væri óeðlilegt og eftir að hún deildi sögu sinni hefur hún komist að því að fjölmargir hafa verið í hennar sporum. Hún segir afleiðingarnar af slíku sambandi alvarlegar. „Þetta gjörsamlega eyðilagði mig. Ég hafði ekkert sjálfstraust, enga sjálfsvirðingu. Mér var orðið alveg sama um allt og alla í kringum mig.“ Á vefsíðunni er safnað undirskriftum og skorað á menntamálaráðherra að efla forvarnir með bættri kynfræðslu. Enda segir unga fólkið að kynfræðslan sé ekki upp á marga fiska. „Þetta var rosalega mikil kynhræðsla. Verið að tala um kynsjúkdóma, tíðarhringinn og sýndur banani og smokkur, búið! Svo voru kennarar alltaf að skamma strákana fyrir að horfa á klám, en þeir sóttu fræðsluna á netið og það eina sem netið býður upp á er klám,“ segir Salka Rut Ragnarsdóttir Thorodsen, Kvennaskólanemi.
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira