Sjúk ást í nánum samböndum ungmenna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 19:30 Vefsíðan Sjúk ást var opnuð við athöfn í Kvennaskólanum í dag. Á síðunni er fjallað um óheilbrigð samskipti í samböndum. Steinunn Ólína Hafliðadóttir, Verkefnastjóri hjá Stígamótum, segir meira um ofbeldi í nánum samböndum ungs fólks en margur heldur. „Um 70% þeirra sem sækja sér aðstoðar hafa orðið fyrir ofbeldi fyrir 18 ára aldur," segir hún. Sjúkleg ást er til dæmis þvinganir, afbrýðissemi og stjórnsemi, ofbeldi og klámvæðing í kynlífi. „Ungmenni sem eru að upplifa sína fyrstu ást geta haldið að ástarsambönd eigi að vera svona,“ segir Steinunn Ólína. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hélt það einmitt þegar hún byrjaði í ofbeldissambandi sextán ára gömul. „Þetta byrjaði á litlum hlutum eins og hvernig ég klæddi mig, hann stjórnaði því og leit á mig sem hans eign, því máttu aðrir sjá sem minnst af mér. Svo fór þetta út í að hann fór að þrýsta á mig kynferðislega, beita mig þvingunum," segir hún. Það var ekki fyrr en fyrir ári síðan að það rann upp fyrir Þórhildi að sambandið væri óeðlilegt og eftir að hún deildi sögu sinni hefur hún komist að því að fjölmargir hafa verið í hennar sporum. Hún segir afleiðingarnar af slíku sambandi alvarlegar. „Þetta gjörsamlega eyðilagði mig. Ég hafði ekkert sjálfstraust, enga sjálfsvirðingu. Mér var orðið alveg sama um allt og alla í kringum mig.“ Á vefsíðunni er safnað undirskriftum og skorað á menntamálaráðherra að efla forvarnir með bættri kynfræðslu. Enda segir unga fólkið að kynfræðslan sé ekki upp á marga fiska. „Þetta var rosalega mikil kynhræðsla. Verið að tala um kynsjúkdóma, tíðarhringinn og sýndur banani og smokkur, búið! Svo voru kennarar alltaf að skamma strákana fyrir að horfa á klám, en þeir sóttu fræðsluna á netið og það eina sem netið býður upp á er klám,“ segir Salka Rut Ragnarsdóttir Thorodsen, Kvennaskólanemi. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Vefsíðan Sjúk ást var opnuð við athöfn í Kvennaskólanum í dag. Á síðunni er fjallað um óheilbrigð samskipti í samböndum. Steinunn Ólína Hafliðadóttir, Verkefnastjóri hjá Stígamótum, segir meira um ofbeldi í nánum samböndum ungs fólks en margur heldur. „Um 70% þeirra sem sækja sér aðstoðar hafa orðið fyrir ofbeldi fyrir 18 ára aldur," segir hún. Sjúkleg ást er til dæmis þvinganir, afbrýðissemi og stjórnsemi, ofbeldi og klámvæðing í kynlífi. „Ungmenni sem eru að upplifa sína fyrstu ást geta haldið að ástarsambönd eigi að vera svona,“ segir Steinunn Ólína. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hélt það einmitt þegar hún byrjaði í ofbeldissambandi sextán ára gömul. „Þetta byrjaði á litlum hlutum eins og hvernig ég klæddi mig, hann stjórnaði því og leit á mig sem hans eign, því máttu aðrir sjá sem minnst af mér. Svo fór þetta út í að hann fór að þrýsta á mig kynferðislega, beita mig þvingunum," segir hún. Það var ekki fyrr en fyrir ári síðan að það rann upp fyrir Þórhildi að sambandið væri óeðlilegt og eftir að hún deildi sögu sinni hefur hún komist að því að fjölmargir hafa verið í hennar sporum. Hún segir afleiðingarnar af slíku sambandi alvarlegar. „Þetta gjörsamlega eyðilagði mig. Ég hafði ekkert sjálfstraust, enga sjálfsvirðingu. Mér var orðið alveg sama um allt og alla í kringum mig.“ Á vefsíðunni er safnað undirskriftum og skorað á menntamálaráðherra að efla forvarnir með bættri kynfræðslu. Enda segir unga fólkið að kynfræðslan sé ekki upp á marga fiska. „Þetta var rosalega mikil kynhræðsla. Verið að tala um kynsjúkdóma, tíðarhringinn og sýndur banani og smokkur, búið! Svo voru kennarar alltaf að skamma strákana fyrir að horfa á klám, en þeir sóttu fræðsluna á netið og það eina sem netið býður upp á er klám,“ segir Salka Rut Ragnarsdóttir Thorodsen, Kvennaskólanemi.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira